Fleiri fréttir Rannveig forseti Norðurlandaráðs Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður forseti Norðurlandaráðs næsta árið. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun hinsvegar stjórna Íslandi einn í næstu viku. 29.10.2004 00:01 Óvíst að stjórnarskráin taki gildi Stjórnarskrá Evrópusambandsins var undirrituð við hátíðlega athöfn í Róm í morgun. Óvíst er að hún taki nokkurn tíma gildi því aðildaríkin þurfa að samþykkja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. 29.10.2004 00:01 Olíufélög sektuð um 2,6 milljarða Samkeppnisráð hefur sektað þrjú olíufélög um samtals 2,6 milljarða króna fyrir ólögmætt samráð. Skeljungur hlaut hæstu sektina, 1,1 milljarð króna, OLÍS var sektað um 880 milljónir króna og ESSO um 605 milljónir króna. ESSO og Olís fengu lægri sektargreiðslu vegna samstarfs við samkeppnisyfirvöld við að upplýsa málið. 29.10.2004 00:01 Náið og mikið samráð Samráð olíufélaganna var bæði mikið og náið, að því er fram kemur í rökstuðningi samkeppnisstofnunar við sektir sem hafa verið lagðar á félögin. 29.10.2004 00:01 Skæður vírus kominn á kreik Nýr og mjög skæður tölvuvírus er kominn á kreik og hefur hann þegar borist til Íslands. Sagt er frá þessu í danska blaðinu Politiken og sagt að þetta sé nýtt afbrigði af hinum skæða Bagle. Ef vírusinn er ræstur reynir hann að dreifa sér um tölvuna og opna bakdyr þannig að þessir óprúttnu aðilar geti misnotað hana síðar. 29.10.2004 00:01 Stuðst við skriflegan samning Í samráði olíufélagnna þriggja var meðal annars stuðst við skriflegan samning um að þau skuli „ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum til einkaafnota á framangreindum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna, enda falli sú sala einnig inn í skiptin." 29.10.2004 00:01 Fjölgaði um 93% 93% fleiri farþegar hafa flogið með Iceland Express á árinu 2004 en á sama tíma í fyrra. Frá febrúarlokum árið 2003, til loka október sama ár flutti félagið 111.700 farþega. Á sama tíma á þessu ári, alls átta mánuðum, hefur félagið flutt 215.500 farþega, eða 93% fleiri. 29.10.2004 00:01 Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins. 29.10.2004 00:01 Nýr ritstjóri hefur störf Kári Jónasson hefur hafið störf sem ritstjóri Fréttablaðsins. Tekur hann við af Gunnari Smára Egilssyni sem orðinn er framkvæmdastjóri Norðurljósa. 29.10.2004 00:01 Ákvörðun samkeppnisráðs styðst ekki við lög "Við teljum að það séu engar lagalegar forsendur fyrir þessari niðurstöðu samkeppnisráðs eins og málið lá fyrir ráðinu," segir Hörður Felix Harðarson lögmaður Skeljungs um ákvörðun samkeppnisráðs um meint samráð olíufélaganna sem birt var í morgun. Hörður segir að máli félagsins verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 29.10.2004 00:01 Söfn, hótel og kartöfluhátíð Tillögur um sókn Suðurfjarða Vestfjarða í ferðaþjónustu og atvinnulífi hafa verið kynntar. Heimamenn binda miklar vonir við að þær bæti byggðaskilyrðin á svæðinu og komi því aftur á kortið. Árni Johnsen stýrði verkinu. </font /></b /> 29.10.2004 00:01 Mat á meintum ávinningi órökstutt Mat Samkeppnisstofnunar á ávinningi af meintu samráði olíufélaganna á árunum 1998-2001 er órökstutt að mati Skeljungs. Á vef félagsins segir að yfirgnæfandi líkur séu á að hækkun framlegðar, sem stofnunin lagði til grundvallar þessu mati, eigi sér aðrar og eðlilegri skýringar. 29.10.2004 00:01 Farið í fyrstu kílómetrana Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni í Reykjavík, segir að verið sé að leggja lokahönd á samninga við landeigendur í Hrauni í Grindavík um lagningu Suðurstrandarvegar. 29.10.2004 00:01 Dagbjört Þýri ráðin Nýr hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna, var ráðinn í dag og er það Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir. Hún tekur við starfinu af Ragnheiði Stephensen, sem óskaði eftir að láta af störfum nú um áramótin. Dagbjört Þyrí hefur verið verkefnastjóri gæðamála á lyflækningasviði I á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi frá september 2003. 29.10.2004 00:01 Stýrivextir hækka Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 7,25% frá 1. nóvember n.k. Vaxtahækkunin er hin fimmta á þessu ári og er liður í viðbrögðum bankans við miklum vexti innlendrar eftirspurnar og áhrifum stórframkvæmda næstu árin á verðbólguhorfur og þjóðarbúskapinn. 29.10.2004 00:01 Eindreginn vilji til sameiningar Meirihluti íbúa á Vesturlandi er hlynntur sameiningu sveitarfélaga í einhverri mynd, að því er fram kemur í nýrri könnun Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. Spurt var hvaða sameiningarkostir þættu vænlegastir og vekur athygli að 16 prósent aðspurðra nefndu Reykjavík. 29.10.2004 00:01 Vilja línuívilnun burt Aðalfundur LÍÚ, sem haldinn er í Reykjavík og lýkur í dag. skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að línuívilnun verði afnumin. Í samþykktinni segir að Línuívilnun feli í sér grófa mismunun þar sem einum útgerðarflokki séu veittar auknar veiðiheimildir á kostnað annarra. 29.10.2004 00:01 Alvarlega slasaður eftir árekstur Ökumaður lítillar jeppabifreiðar slasaðist alvarlega eftir að hafa ekið utan í fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt og skollið framan á fóðurflutningabíl á Suðurlandsvegi í brekkunni fyrir ofan litlu Kaffistofuna í Svínahrauni skömmu fyrir klukkan hálf níu í gærmorgun. 29.10.2004 00:01 Hlutabréfin áfram niður Hlutabréf héldu enn áfram að lækka í Kauphöll Íslands í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um þrjú prósent í viðskiptum dagsins. Mest lækkuðu bréf í Kaldbaki, um níu prósent. Þá lækkuðu Bakkavör og Actavis um fimm prósent. 29.10.2004 00:01 Jarðskjálftamælum komið fyrir Veðurstofa Íslands er að beiðni Landsvirkjunar að setja upp þrjá nýja jarðskjálftamæla við Kárahnjúka og er það gert til að fylgjast með virkni áður en og á meðan fyllt er í lón virkjunarinnar. 29.10.2004 00:01 Blikur á lofti vegna verðbólgu ASÍ segir blikur á lofti í efnahagshorfum og spáir aukinni verðbólgu á næsta og þarnæsta ári. Grétar Þorsteinsson var endurkörinn forseti ASÍ á ársfundi Alþýðusambandsins sem lauk í gær. 29.10.2004 00:01 Sorpflutningur spennandi kostur Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Sorpu segir það spennandi kost að allt sorp af höfuðborgarsvæðinu verði flutt austur fyrir fjall og því fargað á svæði vestan við Þorlákshöfn. 29.10.2004 00:01 Einn alvarlega slasaður Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar fólksbíll, jeppi og fóðurflutningabíll rákust saman skammt ofan við Litlu Kaffistofuna í morgun. Hinir slösuðu voru fluttir á slysadeild Landsspítalans og er annar þeirra alvarlega slasaður. Fóðurbíllinn var með fullfermi og lokaði hann veginum. 29.10.2004 00:01 Samkomulag náðist ekki Ekki náðist samkomulag meðal fulltrúa aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Suðurlands um lausn á ágreiningi varðandi starfsemi stöðvarinnar. 29.10.2004 00:01 Á góðum batavegi Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hafði fyrir nokkrum dögum ákveðið að taka að þátt í stjórn landssöfnunar til styrktar hjartalækninga, þegar hann þurfti sjálfur í bráða hjartaþræðingu og aðgerð vegna alvarlegra stíflna í hjartaæðum. 29.10.2004 00:01 6 vikur og 500 milljónir Verkfall grunnskólakennara var blásið af í dag og á mánudag mæta rúmlega 4000 kennarar og 45 þúsund skólabörn til starfa eftir 6 vikna fjarveru. Hátt í hálfur milljarður króna hefur verið greiddur úr verkfallssjóði kennara. 29.10.2004 00:01 Safnað fyrir gervihjörtum Kaup á svonefndum gervihjörtum er markmið landsöfnunar sem hafin er til styrktar hjartalækningum hér á landi. 29.10.2004 00:01 herstöðin minnkar stöðugt Herstöðin á Miðnesheiði verður minni í sniðum með hverjum mánuði sem líður. Umtalsvert magn af vopnum hefur verið flutt þaðan og minnisblöð sýna að rætt er um að gera það svo lítið beri á. 29.10.2004 00:01 Varnarliðið verst frétta Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hyggst ekki svara neinu um fréttir þess efnis að mikill samdráttur sé yfirvofandi á Keflavíkurflugvelli og bandaríski flugherinn taki yfir stjórn flugvallarins af flotanum. 29.10.2004 00:01 Davíð til starfa Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. 29.10.2004 00:01 Úr bakherberginu Kurr í Hafnarfjarðar-krötum Hugmyndir framtíðarhóps Samfylkingarinnar um einkavæðingu í skólum hefur farið fyrir brjóstið á mörgum flokksmönnum. Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Geirsson leiðtogar flokksins í Hafnarfirði eru þannig ekki ánægðir með að opnað sé á Áslands-skóla-ástand eins og einn flokksmaður orðaði það. 29.10.2004 00:01 Vetrarfríi grunnskólanna aflýst Vetrarfríi grunnskólanna í Reykavík, sem átti að hefjast á miðvikudaginn og standa út vikuna, verður aflýst. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fræðslunefndar borgarinnar í gær. 29.10.2004 00:01 Hæfilega bjartsýnn Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. 29.10.2004 00:01 Miðlunartillaga er neyðarúrræði Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988. 29.10.2004 00:01 Enginn þrýstingur á félagsmenn Miðlunartillagan leiðréttir ekki kjör kennara á þann hátt sem samninganefnd Kennnarasambands Íslands vonaðist eftir að sögn Eiríks Jónssonar, formanns sambandsins. 29.10.2004 00:01 Samþykktin berst seint Formenn allra svæðafélaga kennara á höfuðborgarsvæðinu samþykktu einróma á fundi á fimmtudagskvöldið að ef miðlunartillaga kæmi fram skyldi verkfalli ekki frestað heldur gengið til atkvæða um hana eins fljótt og mögulegt væri. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. 29.10.2004 00:01 Hópur kennara vill fella tillöguna Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. 29.10.2004 00:01 Laun kennara hækka um 16,5% Miðlunartillaga ríkissáttasemara er á svipuðum nótum og innanhússtillagan sem hann lagði fram á föstudaginn fyrir viku síðan. Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna vegna miðlunartillögunnar er rétt rúmlega 26 prósent en var tæplega 26 prósent samkvæmt innanhússtillögunni. 29.10.2004 00:01 Samsæri gegn neytendum Ólöglegt samráð olíufélaganna er samsæri gegn atvinnulífinu og neytendum, segir forstjóri Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisráð hefur sektað olíufélögin um tvö komma sex milljarða króna fyrir ólöglegt samráð, en talið er að samfélagslegur skaði vegna brota þeirra nemi um fjörutíu milljörðum króna. Olíufélögin ætla að áfrýja niðurstöðunni. 29.10.2004 00:01 Kennarar ekki á eitt sáttir Verkfall grunnskólakennara hefur verið blásið af. Miðlunartillaga er á leið til allra grunnskólakennara landsins. Forsætisráðherra segist sannfærður um að kennarar muni samþykkja tillöguna, en trúnaðarmenn kennara efast. Kennarar fóru fram á rausnarlega eingreiðslu á fundi Fræðsluráðs í dag til að geta endurskoðað kennsluáætlanir að afloknu verkfalli. 29.10.2004 00:01 Vetrarfrí lagt niður Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að leggja niður vetrarfrí, sem átti að hefjast í næstu viku, þannig að skólastarf yrði með eðlilegum hætti. Formaður Félags grunnskólakennara segir að kennsla í vetrarfríinu kalli á yfirvinnugreiðslu til kennara. 29.10.2004 00:01 Komnir heim Íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sprengjárás í Kabúl um síðustu helgi komu heim í dag. Þeir tjá sig ekki um gagnrýni á yfirmann þeirra. 29.10.2004 00:01 2,6 milljarða sekt fyrir samráð Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 29.10.2004 00:01 Um 500 dæmi um samráð Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. 29.10.2004 00:01 Kristinn sló tóninn Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, setti fyrstur fram það viðhorf að ekki væri æskilegt að stunda of harða samkeppni á olíumarkaðnum. Þetta kemur fram í niðurstöðu samkeppnisráðs. Skömmu eftir að Kristinn tók við sem forstjóri um mitt ár 1990, sló hann þann tón sem að mati ráðsins einkenndi alla samkeppni á olíumarkaði í rúman áratug þar á eftir. 29.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rannveig forseti Norðurlandaráðs Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður forseti Norðurlandaráðs næsta árið. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun hinsvegar stjórna Íslandi einn í næstu viku. 29.10.2004 00:01
Óvíst að stjórnarskráin taki gildi Stjórnarskrá Evrópusambandsins var undirrituð við hátíðlega athöfn í Róm í morgun. Óvíst er að hún taki nokkurn tíma gildi því aðildaríkin þurfa að samþykkja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. 29.10.2004 00:01
Olíufélög sektuð um 2,6 milljarða Samkeppnisráð hefur sektað þrjú olíufélög um samtals 2,6 milljarða króna fyrir ólögmætt samráð. Skeljungur hlaut hæstu sektina, 1,1 milljarð króna, OLÍS var sektað um 880 milljónir króna og ESSO um 605 milljónir króna. ESSO og Olís fengu lægri sektargreiðslu vegna samstarfs við samkeppnisyfirvöld við að upplýsa málið. 29.10.2004 00:01
Náið og mikið samráð Samráð olíufélaganna var bæði mikið og náið, að því er fram kemur í rökstuðningi samkeppnisstofnunar við sektir sem hafa verið lagðar á félögin. 29.10.2004 00:01
Skæður vírus kominn á kreik Nýr og mjög skæður tölvuvírus er kominn á kreik og hefur hann þegar borist til Íslands. Sagt er frá þessu í danska blaðinu Politiken og sagt að þetta sé nýtt afbrigði af hinum skæða Bagle. Ef vírusinn er ræstur reynir hann að dreifa sér um tölvuna og opna bakdyr þannig að þessir óprúttnu aðilar geti misnotað hana síðar. 29.10.2004 00:01
Stuðst við skriflegan samning Í samráði olíufélagnna þriggja var meðal annars stuðst við skriflegan samning um að þau skuli „ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum til einkaafnota á framangreindum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna, enda falli sú sala einnig inn í skiptin." 29.10.2004 00:01
Fjölgaði um 93% 93% fleiri farþegar hafa flogið með Iceland Express á árinu 2004 en á sama tíma í fyrra. Frá febrúarlokum árið 2003, til loka október sama ár flutti félagið 111.700 farþega. Á sama tíma á þessu ári, alls átta mánuðum, hefur félagið flutt 215.500 farþega, eða 93% fleiri. 29.10.2004 00:01
Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins. 29.10.2004 00:01
Nýr ritstjóri hefur störf Kári Jónasson hefur hafið störf sem ritstjóri Fréttablaðsins. Tekur hann við af Gunnari Smára Egilssyni sem orðinn er framkvæmdastjóri Norðurljósa. 29.10.2004 00:01
Ákvörðun samkeppnisráðs styðst ekki við lög "Við teljum að það séu engar lagalegar forsendur fyrir þessari niðurstöðu samkeppnisráðs eins og málið lá fyrir ráðinu," segir Hörður Felix Harðarson lögmaður Skeljungs um ákvörðun samkeppnisráðs um meint samráð olíufélaganna sem birt var í morgun. Hörður segir að máli félagsins verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 29.10.2004 00:01
Söfn, hótel og kartöfluhátíð Tillögur um sókn Suðurfjarða Vestfjarða í ferðaþjónustu og atvinnulífi hafa verið kynntar. Heimamenn binda miklar vonir við að þær bæti byggðaskilyrðin á svæðinu og komi því aftur á kortið. Árni Johnsen stýrði verkinu. </font /></b /> 29.10.2004 00:01
Mat á meintum ávinningi órökstutt Mat Samkeppnisstofnunar á ávinningi af meintu samráði olíufélaganna á árunum 1998-2001 er órökstutt að mati Skeljungs. Á vef félagsins segir að yfirgnæfandi líkur séu á að hækkun framlegðar, sem stofnunin lagði til grundvallar þessu mati, eigi sér aðrar og eðlilegri skýringar. 29.10.2004 00:01
Farið í fyrstu kílómetrana Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni í Reykjavík, segir að verið sé að leggja lokahönd á samninga við landeigendur í Hrauni í Grindavík um lagningu Suðurstrandarvegar. 29.10.2004 00:01
Dagbjört Þýri ráðin Nýr hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna, var ráðinn í dag og er það Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir. Hún tekur við starfinu af Ragnheiði Stephensen, sem óskaði eftir að láta af störfum nú um áramótin. Dagbjört Þyrí hefur verið verkefnastjóri gæðamála á lyflækningasviði I á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi frá september 2003. 29.10.2004 00:01
Stýrivextir hækka Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 7,25% frá 1. nóvember n.k. Vaxtahækkunin er hin fimmta á þessu ári og er liður í viðbrögðum bankans við miklum vexti innlendrar eftirspurnar og áhrifum stórframkvæmda næstu árin á verðbólguhorfur og þjóðarbúskapinn. 29.10.2004 00:01
Eindreginn vilji til sameiningar Meirihluti íbúa á Vesturlandi er hlynntur sameiningu sveitarfélaga í einhverri mynd, að því er fram kemur í nýrri könnun Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. Spurt var hvaða sameiningarkostir þættu vænlegastir og vekur athygli að 16 prósent aðspurðra nefndu Reykjavík. 29.10.2004 00:01
Vilja línuívilnun burt Aðalfundur LÍÚ, sem haldinn er í Reykjavík og lýkur í dag. skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að línuívilnun verði afnumin. Í samþykktinni segir að Línuívilnun feli í sér grófa mismunun þar sem einum útgerðarflokki séu veittar auknar veiðiheimildir á kostnað annarra. 29.10.2004 00:01
Alvarlega slasaður eftir árekstur Ökumaður lítillar jeppabifreiðar slasaðist alvarlega eftir að hafa ekið utan í fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt og skollið framan á fóðurflutningabíl á Suðurlandsvegi í brekkunni fyrir ofan litlu Kaffistofuna í Svínahrauni skömmu fyrir klukkan hálf níu í gærmorgun. 29.10.2004 00:01
Hlutabréfin áfram niður Hlutabréf héldu enn áfram að lækka í Kauphöll Íslands í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um þrjú prósent í viðskiptum dagsins. Mest lækkuðu bréf í Kaldbaki, um níu prósent. Þá lækkuðu Bakkavör og Actavis um fimm prósent. 29.10.2004 00:01
Jarðskjálftamælum komið fyrir Veðurstofa Íslands er að beiðni Landsvirkjunar að setja upp þrjá nýja jarðskjálftamæla við Kárahnjúka og er það gert til að fylgjast með virkni áður en og á meðan fyllt er í lón virkjunarinnar. 29.10.2004 00:01
Blikur á lofti vegna verðbólgu ASÍ segir blikur á lofti í efnahagshorfum og spáir aukinni verðbólgu á næsta og þarnæsta ári. Grétar Þorsteinsson var endurkörinn forseti ASÍ á ársfundi Alþýðusambandsins sem lauk í gær. 29.10.2004 00:01
Sorpflutningur spennandi kostur Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Sorpu segir það spennandi kost að allt sorp af höfuðborgarsvæðinu verði flutt austur fyrir fjall og því fargað á svæði vestan við Þorlákshöfn. 29.10.2004 00:01
Einn alvarlega slasaður Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar fólksbíll, jeppi og fóðurflutningabíll rákust saman skammt ofan við Litlu Kaffistofuna í morgun. Hinir slösuðu voru fluttir á slysadeild Landsspítalans og er annar þeirra alvarlega slasaður. Fóðurbíllinn var með fullfermi og lokaði hann veginum. 29.10.2004 00:01
Samkomulag náðist ekki Ekki náðist samkomulag meðal fulltrúa aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Suðurlands um lausn á ágreiningi varðandi starfsemi stöðvarinnar. 29.10.2004 00:01
Á góðum batavegi Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hafði fyrir nokkrum dögum ákveðið að taka að þátt í stjórn landssöfnunar til styrktar hjartalækninga, þegar hann þurfti sjálfur í bráða hjartaþræðingu og aðgerð vegna alvarlegra stíflna í hjartaæðum. 29.10.2004 00:01
6 vikur og 500 milljónir Verkfall grunnskólakennara var blásið af í dag og á mánudag mæta rúmlega 4000 kennarar og 45 þúsund skólabörn til starfa eftir 6 vikna fjarveru. Hátt í hálfur milljarður króna hefur verið greiddur úr verkfallssjóði kennara. 29.10.2004 00:01
Safnað fyrir gervihjörtum Kaup á svonefndum gervihjörtum er markmið landsöfnunar sem hafin er til styrktar hjartalækningum hér á landi. 29.10.2004 00:01
herstöðin minnkar stöðugt Herstöðin á Miðnesheiði verður minni í sniðum með hverjum mánuði sem líður. Umtalsvert magn af vopnum hefur verið flutt þaðan og minnisblöð sýna að rætt er um að gera það svo lítið beri á. 29.10.2004 00:01
Varnarliðið verst frétta Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hyggst ekki svara neinu um fréttir þess efnis að mikill samdráttur sé yfirvofandi á Keflavíkurflugvelli og bandaríski flugherinn taki yfir stjórn flugvallarins af flotanum. 29.10.2004 00:01
Davíð til starfa Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. 29.10.2004 00:01
Úr bakherberginu Kurr í Hafnarfjarðar-krötum Hugmyndir framtíðarhóps Samfylkingarinnar um einkavæðingu í skólum hefur farið fyrir brjóstið á mörgum flokksmönnum. Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Geirsson leiðtogar flokksins í Hafnarfirði eru þannig ekki ánægðir með að opnað sé á Áslands-skóla-ástand eins og einn flokksmaður orðaði það. 29.10.2004 00:01
Vetrarfríi grunnskólanna aflýst Vetrarfríi grunnskólanna í Reykavík, sem átti að hefjast á miðvikudaginn og standa út vikuna, verður aflýst. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fræðslunefndar borgarinnar í gær. 29.10.2004 00:01
Hæfilega bjartsýnn Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. 29.10.2004 00:01
Miðlunartillaga er neyðarúrræði Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988. 29.10.2004 00:01
Enginn þrýstingur á félagsmenn Miðlunartillagan leiðréttir ekki kjör kennara á þann hátt sem samninganefnd Kennnarasambands Íslands vonaðist eftir að sögn Eiríks Jónssonar, formanns sambandsins. 29.10.2004 00:01
Samþykktin berst seint Formenn allra svæðafélaga kennara á höfuðborgarsvæðinu samþykktu einróma á fundi á fimmtudagskvöldið að ef miðlunartillaga kæmi fram skyldi verkfalli ekki frestað heldur gengið til atkvæða um hana eins fljótt og mögulegt væri. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. 29.10.2004 00:01
Hópur kennara vill fella tillöguna Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. 29.10.2004 00:01
Laun kennara hækka um 16,5% Miðlunartillaga ríkissáttasemara er á svipuðum nótum og innanhússtillagan sem hann lagði fram á föstudaginn fyrir viku síðan. Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna vegna miðlunartillögunnar er rétt rúmlega 26 prósent en var tæplega 26 prósent samkvæmt innanhússtillögunni. 29.10.2004 00:01
Samsæri gegn neytendum Ólöglegt samráð olíufélaganna er samsæri gegn atvinnulífinu og neytendum, segir forstjóri Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisráð hefur sektað olíufélögin um tvö komma sex milljarða króna fyrir ólöglegt samráð, en talið er að samfélagslegur skaði vegna brota þeirra nemi um fjörutíu milljörðum króna. Olíufélögin ætla að áfrýja niðurstöðunni. 29.10.2004 00:01
Kennarar ekki á eitt sáttir Verkfall grunnskólakennara hefur verið blásið af. Miðlunartillaga er á leið til allra grunnskólakennara landsins. Forsætisráðherra segist sannfærður um að kennarar muni samþykkja tillöguna, en trúnaðarmenn kennara efast. Kennarar fóru fram á rausnarlega eingreiðslu á fundi Fræðsluráðs í dag til að geta endurskoðað kennsluáætlanir að afloknu verkfalli. 29.10.2004 00:01
Vetrarfrí lagt niður Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að leggja niður vetrarfrí, sem átti að hefjast í næstu viku, þannig að skólastarf yrði með eðlilegum hætti. Formaður Félags grunnskólakennara segir að kennsla í vetrarfríinu kalli á yfirvinnugreiðslu til kennara. 29.10.2004 00:01
Komnir heim Íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sprengjárás í Kabúl um síðustu helgi komu heim í dag. Þeir tjá sig ekki um gagnrýni á yfirmann þeirra. 29.10.2004 00:01
2,6 milljarða sekt fyrir samráð Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 29.10.2004 00:01
Um 500 dæmi um samráð Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. 29.10.2004 00:01
Kristinn sló tóninn Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, setti fyrstur fram það viðhorf að ekki væri æskilegt að stunda of harða samkeppni á olíumarkaðnum. Þetta kemur fram í niðurstöðu samkeppnisráðs. Skömmu eftir að Kristinn tók við sem forstjóri um mitt ár 1990, sló hann þann tón sem að mati ráðsins einkenndi alla samkeppni á olíumarkaði í rúman áratug þar á eftir. 29.10.2004 00:01