Innlent

Vatn farið að streyma til Eyja

Útlit er fyrir að viðgerð á vatnsleiðslunni til Vestmannaeyja hafi tekist með ágætum í dag. Sigurjón Ingólfsson, veitustjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja, sagði í samtali við fréttastofu undir kvöld að viðgerðin í gær hefði mistekist þar sem þéttingarnar á vatnsleiðslunni hefðu ekki haldið. Í gær og í nótt voru smíðaðar betri þéttingar og rétt fyrir fréttir var útlit fyrir að þær myndu halda. Vatn er farið að streyma í tankana í Eyjum og segir Sigurjón að um 1000 tonn séu í þeim núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×