Fleiri fréttir Austurbæjarbíó verður ekki rifið Austurbæjarbíó verður ekki rifið. Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar segir að núverandi eigandi hússins ætli að reka það áfram og að hann eigi ekki rétt á bótum frá borginni. Heimilt verður að byggja allt að 30 íbúðir á reitnum á bak við Austurbæjarbíó. 11.8.2004 00:01 Fá ekki að leggja vatnslögn Bæjarstjórinn í Kópavogi furðar sig á því að borgarstjórn Reykjavíkur skuli neita að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn um land borgarinnar. Hann telur að ekki sé heil brú í röksemdafærslu Reykjavíkurborgar og er reiðubúinn að fara með málið fyrir dómstóla. 11.8.2004 00:01 Hestaferð þvert yfir landið Hópur hestamanna lauk tæplega 800 kílómetra ferð þvert yfir landið í dag. Ekki er hægt að ríða lengri leið yfir landið, frá Langanesi og allt vestur á Reykjanestá. 11.8.2004 00:01 Skilur að Íslendingar sæki ekki um Sjávarútvegsráðherra Bretlands hefur fullan skilning á því að Íslendingar vilji ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu meðan núverandi fiskveiðistefna sé við lýði. 11.8.2004 00:01 Búist við meiri vatnavöxtum Ekki er búist við að flóðið í Jökulsá á Dal í kvöld verði mikið meira en var í gærkvöldi, en þá komst rennslið í 830 rúmmetra. Á morgun er hins vegar búist við meiri vatnavöxtum, en því er spáð að þeir verði ekki meiri en þegar mest var í síðustu viku, en þá var rennslið um 900 rúmmetrar. 11.8.2004 00:01 Gæti misst heyrn á öðru eyra Óttast er að maðurinn sem var höfuðkúpubrotinn í Öxnadal í síðustu viku geti misst heyrn á öðru eyra. Sjö manns voru á vettvangi þegar atburðurinn átti sér stað, þar af tvö börn. 11.8.2004 00:01 Eiga nóg í verkfallssjóði Kennarar eiga nóg í verkfallssjóði til að greiða verkfallsbætur í rúmlega tvo mánuði og eru tilbúnir til að nota hann allan. Verkfall hefði í för með sér gríðarlega röskun á efnhagslífinu, en 45 þúsund börn eru í grunnskólum landsins. 11.8.2004 00:01 Útvegsmönnum heitinn stuðningur Ríkisstjórnin heitir útvegsmönnum fullum stuðningi ef þeir halda áfram síldveiðum við Svalbarða í trássi við bann Norðmanna sem tekur gildi um næstu helgi. Ríkisstjórnin telur að Norðmennirnir séu komnir langt út fyrir það sem leyfilegt sé. 11.8.2004 00:01 Fjórföld sala Verksmiðjur Emmessís munu starfa aukalega alla helgina til þess að fylla á lager fyrirtækisins að sögn Atla Hergeirssonar markaðsfulltrúa. Ísblöndusala fyrirtækisins var fjórum sinnum meiri í hitabylgjunni í gær en á venjulegum degi. 11.8.2004 00:01 Aldrei heitara í Reykjavík Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega. 11.8.2004 00:01 Sundrung sjálfstæðismanna Gunnar I. Birgisson segist túlka höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar frá Vatnsendakrikum sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi. Þetta komi spánskt fyrir sjónir því borgin þurfi að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar. </font /></b /> 11.8.2004 00:01 Aðild þýðir afsal Sjávarútvegsráðherra Breta, Ben Bradshaw, segir að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal eigin fiskveiðistjórnunar. Hann segir fulla þörf á sameiginlegri fiskveiðistefnu. </font /></b /> 11.8.2004 00:01 Landhelgisbrot við Svalbarða Íslensk skip á Svalbarðasvæðinu fá viðvörun og verða handtekin fari þau ekki eftir norskum lögum. Norska sjávarútvegsráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa greint frá fyrirhuguðum veiðum eftir 15. ágúst þegar Norðmenn setja veiðibann á svæðið. 11.8.2004 00:01 Sjúkrastarfsmenn hóta verkfalli Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiðir ekki laun samkvæmt samningum og virðir óskir starfsmanna sinna að vettugi. Sjúkrastarfsmenn hafa fengið nóg og hóta verkfalli nema bót verði ráðin á hið fyrsta. 11.8.2004 00:01 Aldrei hlýrra í Reykjavík Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega. </font /> 11.8.2004 00:01 Öllu vatninu dælt burt Steypuvinna við undirstöður Kárahnjúkastíflu hefst væntanlega í dag eftir nokkurra daga hlé þar sem búið er að dæla öllu vatni, sem lekið hefur í gegnum um varnargarð ofan við stíflustæðið, í burtu. Þá er lokið vinnu við að hækka varnargarðinn, a.m.k. að sinni. 10.8.2004 00:01 Bjargað á hestbaki Hjálparsveitarmenn úr Eyjafjarðarsveit og sjúkraflutningamenn frá Akureyri notuðu hesta við að koma slasaðri konu til hjálpar í Skjóldal, vestur úr Eyjafjarðardal, í gær. Fluttu þeir búnað sinn á hestum og bjuggu um konuna til bráðabirgða og að því loknu teymdu þeir undir henni til byggða. 10.8.2004 00:01 Metfjöldi ferðamannna Erlendir ferðamenn settu heimsóknarmet hingað til lands í síðasta mánuði þegar rösklega sextíu og fjögur þúsund útlendingar heimsóttu landið, en þeir kaupa minna hér en áður. 10.8.2004 00:01 Góðri grásleppuvertíð lokið Einni bestu grásleppuvertíð til þessa er lokið og varð aflinn 11.500 tunnur samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. Aðeins á vertíðinni í fyrra og vertíðinni fyrir sjö árum varð aflinn heldur meiri. Veitt var á átta veiðisvæðum í níutíu daga á hverju svæði. 10.8.2004 00:01 Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn Hópur fólks kom saman við Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á á japönsku borgirnar Nagasakí og Híroshíma árið 1945. Fólkið fleytti kertum í blíðunni og var þetta í tuttugasta sinn sem samstarfshópur friðarhreyfinga stóð fyrir kertafleytingu af þessu tilefni. 10.8.2004 00:01 Bændur banna hreindýraveiðar Þrír bændur á Mýrum í Hornafirði leyfa ekki hreindýraveiðar á jörðum sínum þrátt fyrir að þær séu á veiðisvæði, að því er kemur fram á fréttavefnum Horn.is í dag. Stærsta jörðin sem um ræðir er Flatey á Mýrum sem er jörð í eigu ríkisins. Forsvarsmenn Skotveiðifélags Íslands eru ósáttir. 10.8.2004 00:01 Höfuðhögg banamein Sri Banamein Sri Rhamawati var höfuðhögg samkvæmt niðurstöðum krufningar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður en alvarlegir höfuðáverkar voru á líki Sri og er talið að hún hafi látist af þeim samstundis. 10.8.2004 00:01 Vatnsból víða þurr Á meðan jökulár bólgna vegna mikillar bráðnunar jökla í hlýindunum þessa dagana eru vatnsból sumstaðar orðin þurr og vatn farið að skorta vegna þurrka. Aðeins tíu mínútna regnskúr hefur til dæmis gert á átján daga langan leiðangur hestamanna þvert yfir landið. 10.8.2004 00:01 Segir ÁTVR á villigötum Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, er harðorður í garð stjórnenda ÁTVR í grein sem hann ritar í Bæjarblaðið. Hann segir ÁTVR sniðganga nýja verslunarmiðstöð sem bærinn og einkaaðilar hafa reist við Sunnumörk. Ákvörðun um að velja Ríkinu stað í bensínstöð ESSO hafi valdið Hvergerðingum vonbrigðum og fylgjendum einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi fari ört fækkandi í Hveragerði. </font /> 10.8.2004 00:01 Tekjuskattar verði lækkaðir í okt. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir ekkert mæla á móti því að tekjuskattar verði lækkaðir strax í október. Hins vegar sé ekki rétt að hækka fjármagnstekjuskatt þar sem fé leiti alltaf skjóls undan áreiti, sama hvort um ræðir fjármagn eða sauðfé. 10.8.2004 00:01 Hitamet í hættu Þorsteinn Jónsson verðurfræðingur, sem stendur nú vaktina á Veðurstofunni, á allt eins von á að sjá hitametin falla eitt af öðru í dag. Það yrði þá helst í innsveitum sunnan- og vestanlands, jafnvel fyrir norðan. 10.8.2004 00:01 Brúin opnuð fyrir starfsmönnum Búið er að opna brúna yfir Jöklu, sem laskaðist í vatnavöxtum í síðustu viku, fyrir farartækjum verktakanna við Kárahnjúka en ekki almenningi. Steypuvinna við undirstöður Kárahnjúkastíflu hefst væntanlega í dag eftir nokkurra daga hlé. 10.8.2004 00:01 Heilbrigðisráðherra á móts við SÁÁ Heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Kostnaðurinn nemur allt að einni milljón króna á mánuði. 10.8.2004 00:01 Nauðganirnar ekki kærðar Tvær nauðganir sem tilkynntar voru um verslunarmannahelgina hafa ekki verið kærðar til lögreglu. Í Vestmannaeyjum var ein nauðgun tilkynnt til neyðarmóttöku en hún var ekki kærð til lögreglu. 10.8.2004 00:01 20 orkumenn til Ástralíu Yfir 20 manna hópur Íslendinga leggur á næstu dögum land undir fót til að mæta á alþjóðlega orkuráðstefnu í Ástralíu. Fólkið fer ýmist á vegum orkufyrirtækja eða ríkisins. Kostnaður við ferðina er lauslega áætlaður vera um 11 milljónir króna. Flestir fara frá Landsvirkjun eða sex manns; þrír stjórnarmenn og þrír starfsmenn. Um að ræða World Energi Council sem hefst í Ástralíu 5. september og stendur til 9 september. 10.8.2004 00:01 Landsnet annast raforkuflutning Nýtt hlutafélag, Landsnet, mun annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt nýjum raforkulögum frá og með 1. janúar næstkomandi. Hlutafélagið hefur verið stofnað og undirbúningsstjórn skipuð, að því er segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. 10.8.2004 00:01 Úrskurðaður í viku gæsluvarðhald Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann á þrítugsaldri í vikulangt gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan karlmann og veitt honum frekari áverka aðfararnótt síðastliðins fimmtudags. Málið er enn í rannsókn en Neyðarlínu var tilkynnt um að maður hefði slasast í Öxnadal eftir að hafa fallið við að fara út úr bifreið eftir að til deilna hafði komið. 10.8.2004 00:01 Framleiðni meiri á Mið-Atlantshafi Vísbendingar eru um að lífræn framleiðni á og við Mið-Atlantshafshrygginn sé meiri en utan hans. Þetta hefur hið alþjóðlega rannsóknarverkefni MAR-ECO leitt í ljós en Hafrannsóknastofnun tekur þátt í verkefninu ásamt vísindamönnum fimmtán annarra landa. 10.8.2004 00:01 Dómur í kynferðisbrotamáli Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann á fimmtugsaldri í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot á stúlku árið 1994 þegar stúlkan var 13 ára gömul. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur, auk málskostnaðar. 10.8.2004 00:01 Veðurblíðan með eindæmum Veðurblíðan á landinu er með eindæmum. Klukkan þrjú var hitinn heilar 28 gráður í Skaftafelli, Árnesi, Skálholti, á Hólasandi og á Þingvöllum. Þá var hitinn 25-27 gráður á fjölmörgum stöðum samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Hitinn á miðhálendinu er með hreinum ólíkindum og á níu af tíu veðurathugunarstöðvum þar var hitinn yfir tuttugu gráðum klukkan þrjú. 10.8.2004 00:01 Rennslið 630 rúmmetrar á sekúndu Rennslið í Jöklu var 630 rúmmetrar á sekúndu á hádegi í dag og hefur hækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki sé búist við mjög miklu vatnsmagni í ánni í kvöld en hins vegar megi búast við að rennsli í henni nái hámarki á fimmtudag eða föstudag. 10.8.2004 00:01 Grunaður um höfuðkúpubrot Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi á Akureyri grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan mann og veitt honum fleiri áverka. Fórnarlambið var lagt inn á gjörgæsludeild. 10.8.2004 00:01 Sextíu kílómetra sjósundi lokið Viktoría Áskelsdóttir sunddrottning lauk í dag Breiðafjarðarsundi sínu. Upp úr hádegi synti hún inn í höfnina í Stykkishólmi þar sem bæjarstjórinn tók á móti henni og fjölmenni fagnaði henni vel. 10.8.2004 00:01 Ein hefur leitað til Stígamóta Ein kona hefur leitað til Stígamóta vegna nauðgunar á útihátíð um verslunarmannahelgina, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. 10.8.2004 00:01 Flugleiðir ekki til Hong Kong Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að ekki séu uppi áætlanir um að hefja áætlunarflug til Hong Kong en íslensk yfirvöld undirrituðu loftferðasamninga við Hong Kong í fyrradag. 10.8.2004 00:01 Flestir skattar verði 15% Verslunarráð Íslands vinnur að heildstæðum tillögum í skattamálum sem gefnar verða út í byrjun næsta árs. Vinnuheiti verkefnisins er "15 prósenta landið Ísland". Grunnhugmyndin sem gengið er út frá er að virðisaukaskattur og tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja verði fimmtán prósent. 10.8.2004 00:01 Ekki sjálfsafgreiðsla út á landi Bensínneytendur njóta ekki sjálfsafgreiðsluverðs á bensínstöðvum Olíufélagsins ESSO víða á landsbyggðinni. Pétur Steingrímson ætlaði sjálfur að dæla bensíni við stöðina í Varmahlíð í Skagafirði um síðustu helgi. "Þá var mér sagt að það stæði ekki til boða og ég yrði að greiða fyrir fulla þjónustu," segir hann. 10.8.2004 00:01 Fyrst allra yfir Breiðafjörð "Mér líður furðuvel, enda búin að koma við í heita pottinum," sagði Viktoría Áskelsdóttir sem lauk í gær sundi yfir Breiðafjörð, fyrst allra. 10.8.2004 00:01 Hrein markleysa Fulltrúar Landsvirkjunar fara frjálslega með hugtakið fimmhundruð ára flóð í fréttum af vatnavöxtum í Jökulsá á Brú að sögn Viðars Hreinssonar hjá Náttúruvaktinni. Hann segir þær fullyrðingar "hreina markleysu" í ljósi þess að vatnsmagn hafi verið mælt síðan 1965. 10.8.2004 00:01 Mikill þurrkur á Austurlandi "Þetta er mun meiri þurrkur en venjulega ," segir Freysteinn Sigurðsson hjá Orkustofnun en lítið sem ekkert hefur rignt í sumar frá Þistilsfirði austur á Fljótsdalshérað. Freysteinn segir þetta valda því að gróður spretti illa og skrælni auk þess sem vatnsból á stöku bóndabæjum eða í sumarhúsum gætu tæmst. Lítið vatn er í lækjum og sprænum. 10.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Austurbæjarbíó verður ekki rifið Austurbæjarbíó verður ekki rifið. Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar segir að núverandi eigandi hússins ætli að reka það áfram og að hann eigi ekki rétt á bótum frá borginni. Heimilt verður að byggja allt að 30 íbúðir á reitnum á bak við Austurbæjarbíó. 11.8.2004 00:01
Fá ekki að leggja vatnslögn Bæjarstjórinn í Kópavogi furðar sig á því að borgarstjórn Reykjavíkur skuli neita að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn um land borgarinnar. Hann telur að ekki sé heil brú í röksemdafærslu Reykjavíkurborgar og er reiðubúinn að fara með málið fyrir dómstóla. 11.8.2004 00:01
Hestaferð þvert yfir landið Hópur hestamanna lauk tæplega 800 kílómetra ferð þvert yfir landið í dag. Ekki er hægt að ríða lengri leið yfir landið, frá Langanesi og allt vestur á Reykjanestá. 11.8.2004 00:01
Skilur að Íslendingar sæki ekki um Sjávarútvegsráðherra Bretlands hefur fullan skilning á því að Íslendingar vilji ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu meðan núverandi fiskveiðistefna sé við lýði. 11.8.2004 00:01
Búist við meiri vatnavöxtum Ekki er búist við að flóðið í Jökulsá á Dal í kvöld verði mikið meira en var í gærkvöldi, en þá komst rennslið í 830 rúmmetra. Á morgun er hins vegar búist við meiri vatnavöxtum, en því er spáð að þeir verði ekki meiri en þegar mest var í síðustu viku, en þá var rennslið um 900 rúmmetrar. 11.8.2004 00:01
Gæti misst heyrn á öðru eyra Óttast er að maðurinn sem var höfuðkúpubrotinn í Öxnadal í síðustu viku geti misst heyrn á öðru eyra. Sjö manns voru á vettvangi þegar atburðurinn átti sér stað, þar af tvö börn. 11.8.2004 00:01
Eiga nóg í verkfallssjóði Kennarar eiga nóg í verkfallssjóði til að greiða verkfallsbætur í rúmlega tvo mánuði og eru tilbúnir til að nota hann allan. Verkfall hefði í för með sér gríðarlega röskun á efnhagslífinu, en 45 þúsund börn eru í grunnskólum landsins. 11.8.2004 00:01
Útvegsmönnum heitinn stuðningur Ríkisstjórnin heitir útvegsmönnum fullum stuðningi ef þeir halda áfram síldveiðum við Svalbarða í trássi við bann Norðmanna sem tekur gildi um næstu helgi. Ríkisstjórnin telur að Norðmennirnir séu komnir langt út fyrir það sem leyfilegt sé. 11.8.2004 00:01
Fjórföld sala Verksmiðjur Emmessís munu starfa aukalega alla helgina til þess að fylla á lager fyrirtækisins að sögn Atla Hergeirssonar markaðsfulltrúa. Ísblöndusala fyrirtækisins var fjórum sinnum meiri í hitabylgjunni í gær en á venjulegum degi. 11.8.2004 00:01
Aldrei heitara í Reykjavík Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega. 11.8.2004 00:01
Sundrung sjálfstæðismanna Gunnar I. Birgisson segist túlka höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar frá Vatnsendakrikum sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi. Þetta komi spánskt fyrir sjónir því borgin þurfi að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar. </font /></b /> 11.8.2004 00:01
Aðild þýðir afsal Sjávarútvegsráðherra Breta, Ben Bradshaw, segir að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal eigin fiskveiðistjórnunar. Hann segir fulla þörf á sameiginlegri fiskveiðistefnu. </font /></b /> 11.8.2004 00:01
Landhelgisbrot við Svalbarða Íslensk skip á Svalbarðasvæðinu fá viðvörun og verða handtekin fari þau ekki eftir norskum lögum. Norska sjávarútvegsráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa greint frá fyrirhuguðum veiðum eftir 15. ágúst þegar Norðmenn setja veiðibann á svæðið. 11.8.2004 00:01
Sjúkrastarfsmenn hóta verkfalli Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiðir ekki laun samkvæmt samningum og virðir óskir starfsmanna sinna að vettugi. Sjúkrastarfsmenn hafa fengið nóg og hóta verkfalli nema bót verði ráðin á hið fyrsta. 11.8.2004 00:01
Aldrei hlýrra í Reykjavík Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega. </font /> 11.8.2004 00:01
Öllu vatninu dælt burt Steypuvinna við undirstöður Kárahnjúkastíflu hefst væntanlega í dag eftir nokkurra daga hlé þar sem búið er að dæla öllu vatni, sem lekið hefur í gegnum um varnargarð ofan við stíflustæðið, í burtu. Þá er lokið vinnu við að hækka varnargarðinn, a.m.k. að sinni. 10.8.2004 00:01
Bjargað á hestbaki Hjálparsveitarmenn úr Eyjafjarðarsveit og sjúkraflutningamenn frá Akureyri notuðu hesta við að koma slasaðri konu til hjálpar í Skjóldal, vestur úr Eyjafjarðardal, í gær. Fluttu þeir búnað sinn á hestum og bjuggu um konuna til bráðabirgða og að því loknu teymdu þeir undir henni til byggða. 10.8.2004 00:01
Metfjöldi ferðamannna Erlendir ferðamenn settu heimsóknarmet hingað til lands í síðasta mánuði þegar rösklega sextíu og fjögur þúsund útlendingar heimsóttu landið, en þeir kaupa minna hér en áður. 10.8.2004 00:01
Góðri grásleppuvertíð lokið Einni bestu grásleppuvertíð til þessa er lokið og varð aflinn 11.500 tunnur samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. Aðeins á vertíðinni í fyrra og vertíðinni fyrir sjö árum varð aflinn heldur meiri. Veitt var á átta veiðisvæðum í níutíu daga á hverju svæði. 10.8.2004 00:01
Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn Hópur fólks kom saman við Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á á japönsku borgirnar Nagasakí og Híroshíma árið 1945. Fólkið fleytti kertum í blíðunni og var þetta í tuttugasta sinn sem samstarfshópur friðarhreyfinga stóð fyrir kertafleytingu af þessu tilefni. 10.8.2004 00:01
Bændur banna hreindýraveiðar Þrír bændur á Mýrum í Hornafirði leyfa ekki hreindýraveiðar á jörðum sínum þrátt fyrir að þær séu á veiðisvæði, að því er kemur fram á fréttavefnum Horn.is í dag. Stærsta jörðin sem um ræðir er Flatey á Mýrum sem er jörð í eigu ríkisins. Forsvarsmenn Skotveiðifélags Íslands eru ósáttir. 10.8.2004 00:01
Höfuðhögg banamein Sri Banamein Sri Rhamawati var höfuðhögg samkvæmt niðurstöðum krufningar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður en alvarlegir höfuðáverkar voru á líki Sri og er talið að hún hafi látist af þeim samstundis. 10.8.2004 00:01
Vatnsból víða þurr Á meðan jökulár bólgna vegna mikillar bráðnunar jökla í hlýindunum þessa dagana eru vatnsból sumstaðar orðin þurr og vatn farið að skorta vegna þurrka. Aðeins tíu mínútna regnskúr hefur til dæmis gert á átján daga langan leiðangur hestamanna þvert yfir landið. 10.8.2004 00:01
Segir ÁTVR á villigötum Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, er harðorður í garð stjórnenda ÁTVR í grein sem hann ritar í Bæjarblaðið. Hann segir ÁTVR sniðganga nýja verslunarmiðstöð sem bærinn og einkaaðilar hafa reist við Sunnumörk. Ákvörðun um að velja Ríkinu stað í bensínstöð ESSO hafi valdið Hvergerðingum vonbrigðum og fylgjendum einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi fari ört fækkandi í Hveragerði. </font /> 10.8.2004 00:01
Tekjuskattar verði lækkaðir í okt. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir ekkert mæla á móti því að tekjuskattar verði lækkaðir strax í október. Hins vegar sé ekki rétt að hækka fjármagnstekjuskatt þar sem fé leiti alltaf skjóls undan áreiti, sama hvort um ræðir fjármagn eða sauðfé. 10.8.2004 00:01
Hitamet í hættu Þorsteinn Jónsson verðurfræðingur, sem stendur nú vaktina á Veðurstofunni, á allt eins von á að sjá hitametin falla eitt af öðru í dag. Það yrði þá helst í innsveitum sunnan- og vestanlands, jafnvel fyrir norðan. 10.8.2004 00:01
Brúin opnuð fyrir starfsmönnum Búið er að opna brúna yfir Jöklu, sem laskaðist í vatnavöxtum í síðustu viku, fyrir farartækjum verktakanna við Kárahnjúka en ekki almenningi. Steypuvinna við undirstöður Kárahnjúkastíflu hefst væntanlega í dag eftir nokkurra daga hlé. 10.8.2004 00:01
Heilbrigðisráðherra á móts við SÁÁ Heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Kostnaðurinn nemur allt að einni milljón króna á mánuði. 10.8.2004 00:01
Nauðganirnar ekki kærðar Tvær nauðganir sem tilkynntar voru um verslunarmannahelgina hafa ekki verið kærðar til lögreglu. Í Vestmannaeyjum var ein nauðgun tilkynnt til neyðarmóttöku en hún var ekki kærð til lögreglu. 10.8.2004 00:01
20 orkumenn til Ástralíu Yfir 20 manna hópur Íslendinga leggur á næstu dögum land undir fót til að mæta á alþjóðlega orkuráðstefnu í Ástralíu. Fólkið fer ýmist á vegum orkufyrirtækja eða ríkisins. Kostnaður við ferðina er lauslega áætlaður vera um 11 milljónir króna. Flestir fara frá Landsvirkjun eða sex manns; þrír stjórnarmenn og þrír starfsmenn. Um að ræða World Energi Council sem hefst í Ástralíu 5. september og stendur til 9 september. 10.8.2004 00:01
Landsnet annast raforkuflutning Nýtt hlutafélag, Landsnet, mun annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt nýjum raforkulögum frá og með 1. janúar næstkomandi. Hlutafélagið hefur verið stofnað og undirbúningsstjórn skipuð, að því er segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. 10.8.2004 00:01
Úrskurðaður í viku gæsluvarðhald Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann á þrítugsaldri í vikulangt gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan karlmann og veitt honum frekari áverka aðfararnótt síðastliðins fimmtudags. Málið er enn í rannsókn en Neyðarlínu var tilkynnt um að maður hefði slasast í Öxnadal eftir að hafa fallið við að fara út úr bifreið eftir að til deilna hafði komið. 10.8.2004 00:01
Framleiðni meiri á Mið-Atlantshafi Vísbendingar eru um að lífræn framleiðni á og við Mið-Atlantshafshrygginn sé meiri en utan hans. Þetta hefur hið alþjóðlega rannsóknarverkefni MAR-ECO leitt í ljós en Hafrannsóknastofnun tekur þátt í verkefninu ásamt vísindamönnum fimmtán annarra landa. 10.8.2004 00:01
Dómur í kynferðisbrotamáli Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann á fimmtugsaldri í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot á stúlku árið 1994 þegar stúlkan var 13 ára gömul. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur, auk málskostnaðar. 10.8.2004 00:01
Veðurblíðan með eindæmum Veðurblíðan á landinu er með eindæmum. Klukkan þrjú var hitinn heilar 28 gráður í Skaftafelli, Árnesi, Skálholti, á Hólasandi og á Þingvöllum. Þá var hitinn 25-27 gráður á fjölmörgum stöðum samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Hitinn á miðhálendinu er með hreinum ólíkindum og á níu af tíu veðurathugunarstöðvum þar var hitinn yfir tuttugu gráðum klukkan þrjú. 10.8.2004 00:01
Rennslið 630 rúmmetrar á sekúndu Rennslið í Jöklu var 630 rúmmetrar á sekúndu á hádegi í dag og hefur hækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki sé búist við mjög miklu vatnsmagni í ánni í kvöld en hins vegar megi búast við að rennsli í henni nái hámarki á fimmtudag eða föstudag. 10.8.2004 00:01
Grunaður um höfuðkúpubrot Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi á Akureyri grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan mann og veitt honum fleiri áverka. Fórnarlambið var lagt inn á gjörgæsludeild. 10.8.2004 00:01
Sextíu kílómetra sjósundi lokið Viktoría Áskelsdóttir sunddrottning lauk í dag Breiðafjarðarsundi sínu. Upp úr hádegi synti hún inn í höfnina í Stykkishólmi þar sem bæjarstjórinn tók á móti henni og fjölmenni fagnaði henni vel. 10.8.2004 00:01
Ein hefur leitað til Stígamóta Ein kona hefur leitað til Stígamóta vegna nauðgunar á útihátíð um verslunarmannahelgina, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. 10.8.2004 00:01
Flugleiðir ekki til Hong Kong Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að ekki séu uppi áætlanir um að hefja áætlunarflug til Hong Kong en íslensk yfirvöld undirrituðu loftferðasamninga við Hong Kong í fyrradag. 10.8.2004 00:01
Flestir skattar verði 15% Verslunarráð Íslands vinnur að heildstæðum tillögum í skattamálum sem gefnar verða út í byrjun næsta árs. Vinnuheiti verkefnisins er "15 prósenta landið Ísland". Grunnhugmyndin sem gengið er út frá er að virðisaukaskattur og tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja verði fimmtán prósent. 10.8.2004 00:01
Ekki sjálfsafgreiðsla út á landi Bensínneytendur njóta ekki sjálfsafgreiðsluverðs á bensínstöðvum Olíufélagsins ESSO víða á landsbyggðinni. Pétur Steingrímson ætlaði sjálfur að dæla bensíni við stöðina í Varmahlíð í Skagafirði um síðustu helgi. "Þá var mér sagt að það stæði ekki til boða og ég yrði að greiða fyrir fulla þjónustu," segir hann. 10.8.2004 00:01
Fyrst allra yfir Breiðafjörð "Mér líður furðuvel, enda búin að koma við í heita pottinum," sagði Viktoría Áskelsdóttir sem lauk í gær sundi yfir Breiðafjörð, fyrst allra. 10.8.2004 00:01
Hrein markleysa Fulltrúar Landsvirkjunar fara frjálslega með hugtakið fimmhundruð ára flóð í fréttum af vatnavöxtum í Jökulsá á Brú að sögn Viðars Hreinssonar hjá Náttúruvaktinni. Hann segir þær fullyrðingar "hreina markleysu" í ljósi þess að vatnsmagn hafi verið mælt síðan 1965. 10.8.2004 00:01
Mikill þurrkur á Austurlandi "Þetta er mun meiri þurrkur en venjulega ," segir Freysteinn Sigurðsson hjá Orkustofnun en lítið sem ekkert hefur rignt í sumar frá Þistilsfirði austur á Fljótsdalshérað. Freysteinn segir þetta valda því að gróður spretti illa og skrælni auk þess sem vatnsból á stöku bóndabæjum eða í sumarhúsum gætu tæmst. Lítið vatn er í lækjum og sprænum. 10.8.2004 00:01