Innlent

Öllu vatninu dælt burt

Steypuvinna við undirstöður Kárahnjúkastíflu hefst væntanlega í dag eftir nokkurra daga hlé þar sem búið er að dæla öllu vatni, sem lekið hefur í gegnum um varnargarð ofan við stíflustæðið, í burtu. Þá er lokið vinnu við að hækka varnargarðinn, a.m.k. að sinni. Talsvert vatn var í Jöklu síðdegis í gær en yfirborðið var þó fimm metrum lægra en í flóðunum í síðustu viku. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og því mikilli bráðnun á jöklasvæðum. Virkjunarmenn búa sig því undir frekari flóð þegar líður á vikuna, jafnvel strax í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×