Innlent

Bjargað á hestbaki

Hjálparsveitarmenn úr Eyjafjarðarsveit og sjúkraflutningamenn frá Akureyri notuðu hesta við að koma slasaðri konu til hjálpar í Skjóldal, vestur úr Eyjafjarðardal, í gær. Fluttu þeir búnað sinn á hestum og bjuggu um konuna til bráðabirgða og að því loknu teymdu þeir undir henni til byggða. Konan var svo flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hennar en hún hafði meðal annars farið úr liði eftir að hestur sparkaði í hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×