Fleiri fréttir Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan stöðvaði í morgun ökumann, eftir að hann mældist á 183 kílómetra hraða á þjóðveginum í Kollafirði. Hann var sviftur ökuréttindum á staðnum enda var hann á liðlega tvöföldum hámarkshraða. Auk ökuleyfissviftingar á hann háa sekt yfir höfði sér. 28.7.2004 00:01 Tvöföld Reykjanesbraut opnuð Nýr kafli tvöfaldrar Reykjanesbrautar við Strandarheiði opnaður fyrir umferð á morgun. Samgönguráðherra mun opna kaflann í athöfn við vesturenda framkvæmdarinnar sem er um 3 km. austan afleggjara að Vogum. Þetta er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Brautin sem tekin verður í gagnið nú er 12,1 km. 28.7.2004 00:01 Bilun í leiguvél Sumarferða Leiguvél ferðaskrifstofunnar Sumarferða, sem þurfti að lenda í Barselóna í morgun vegna bilunar, er aftur komin í loftið áleiðis til Íslands og er væntanleg til Keflavíkur klukkan hálf sjö. 28.7.2004 00:01 Margir nýta netþjónustu Rúmlega 16 þúsund framteljendur höfðu skoðað álagningaseðla sína á netinu klukkan hálf þrjú í dag, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Álagningaseðlar verða sendir heim til skattborgenda á föstudag. 28.7.2004 00:01 Lífshættuleg snuð bönnuð Löggildingarstofa hefur lagt bann við sölu á blikkandi snuðum, sem áttu að verða einskonar tískuleikföng á útihátíðum helgarinnar. Snuðið sakleysislega er ætlað stálpuðum krökkum og unglingum en alsjáandi umhyggjusamir verndarar fólksins á Evrópska efnahagssvæðinu telja snuðið hinsvegar geta verið háskalegt og jafnvel lífshættulegt. 28.7.2004 00:01 Reykjavíkurhöfn hækkar vörugjöld Reykjavíkurhöfn hækkaði vörugjöld á áfengi og ýmsar aðrar vörur um síðustu mánaðamót í því skyni að ná aftur tekjum sem ríkið hafði fellt niður. Ranglega var fullyrt í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið bæri ábyrgð á verulegri hækkun vörugjalda sem er meðal annars til þess fallin að halda verði á áfengi háu í landinu. 28.7.2004 00:01 Fæstar kærur enda með dómi Af sjö til tíu kærum sem berast lögreglu á ári hverju vegna áfengisauglýsinga enda fæst mál með dómi. Fyrir þremur árum lagði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra til endurskoðun laga, þar sem ekki væri hægt að beita þeim gegn áfengisauglýsingum. Lögin hafa ekkert breyst. 28.7.2004 00:01 Ung landnámskona hlaðin skarti Eigandi skartgripanna sem fundust norður af Vestdalsheiði fyrir viku hefur líklega verið ung kona, sem uppi var á fyrri hluta tíundu aldar. Þetta er mat fornleifafræðinga sem í gær fundu fleiri skartgripi og mannabein á vettvangi. 28.7.2004 00:01 Tilkynningum um nauðganir fækkar Síðustu tvö ár hefur tilkynningum um nauðganir um verslunarmannahelgina fækkað. V-dagssamtökin, sem berjast gegn nauðgunum, segja tilætlaðan árangur ekki nást fyrr en nauðganir hafi verið stöðvaðar algjörlega um þessa helgi og hætt verði að líta á þær sem eðlilegan fylgifisk útihátíða. 28.7.2004 00:01 Úttekt á íbúð ekki enn lokið Úttekt á íbúð þroskahefts manns í Breiðholti, sem hafði verið lofað fyrir þremur mánuðum, er ekki enn lokið. Maðurinn hefur búið í ósamþykktum bílskúr í tvö ár. 28.7.2004 00:01 Bati Helga kraftaverki líkastur Bati Helga Einars Harðarsonar, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu í síðasta mánuði, þykir ganga kraftaverki næst. Aðeins sex vikum eftir aðgerðina segist hann vera að springa úr krafti. Fréttastofan hitti hann að máli þegar hann kom til landsins í dag. 28.7.2004 00:01 Jón Árni neitar að svara Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans neitar að svara spurningum um hvort hann hafi talið tugi milljóna króna frá Endurmenntun rafeindavirkja fram til skatts eða hvort launamiðar hafi verið gefnir út. 28.7.2004 00:01 Tíu innbrotavarnarráð lögreglu Lögreglan í Reykjavík leggur til að fólk sem fer ekki út úr bænum um verslunarmannahelgina flytji þvott á milli snúra og leggi í bílastæði nágranna sinna til að villa um fyrir þjófum og koma í veg fyrir innbrot. Standi þvottur í marga daga sýnir það að fólk er ekki heima. Því er öruggara að flytja þvott á milli snúra. 28.7.2004 00:01 Fáir á innsetningu forseta Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi þegar Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embætti forseta Íslands á sunnudag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseiða til næstu fjögurra ára á sunnudag. 28.7.2004 00:01 Hákon Eydal játar morðið á Sri Hákon Eydal, fyrrverandi sambýlismaður Sri Ramawati, hefur viðurkennt að hafa banað henni og varpað líkinu af í sjóinn við Hofsvík á Kjalarnesi. Fjölskylda hins grunaða á hús á svæðinu. 28.7.2004 00:01 Tekjur deCode minnka og tap eykst Tap Íslenskrar erfðagreiningar hefur aukist um tvær milljónir dollara eða tæplega 144 milljónir króna sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið kynnti afkomuna eftir annan ársfjórðung á erlendum mörkuðum í gær. 28.7.2004 00:01 Leigubílstjóri stunginn með hnífi Leigubílstjóri var stunginn með hnífi í vesturborg Reykjavíkur um klukkan hálf tvö í nótt og eru fjórir menn í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögregla telur mildi að ekki fór verr þar sem eggvopn var notað við árásina og fékk bílstjórinn stungu í hálsinn. 27.7.2004 00:01 Sjónvarpsútsendingar lágu niðri Sjónvarpsútsendingar Stöðvar tvö lágu niðri á norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt þar til viðgerð lauk á bilun sem varð í endurvarpa á Húsavíkurfjalli. 27.7.2004 00:01 Met í löndun uppsjávarfisks Hundrað þúsundasta kolmunnatonninu í ár var landað hjá verksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í nótt og hefur þá alls verið landað 158 þúsund tonnum af uppsjávarfiski til verksmiðjunnar frá áramótum. Það er algjört met til þessa. Kolmunninn, sem landað var í nótt, kom úr Áskeli EA. 27.7.2004 00:01 Hraðakstur í Hallormsstaðaskógi Hraðakstur á veginum í gegnum Hallormsstaðaskóg er viðvarandi vandamál að sögn umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu á Austurlandi, Reynis Arnórssonar. Að hans mati einungis tímaspursmál hvenær alvarleg slys verða á þessum slóðum. 27.7.2004 00:01 Herferð gegn nauðgunum V-dagssamtökin hafa hafið herferð gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá samtökunum segir að herferðin eigi að beina þeim skilaboðunum til stráka að þeir þurfi að vera vissir um að samþykki til kynlífs sé til staðar því kynlíf án samþykkis sé alltaf nauðgun. 27.7.2004 00:01 Risarotta á Seltjarnarnesi Seltirningur sá í nótt hvar stór rotta var að ganga yfir götuna fyrir utan hús hans og gerði lögreglunni viðvart. Hún brá skjótt við og kom rottunni fyrir kattarnef eins og það er bókað í skrám lögreglunnar frá nóttinni. 27.7.2004 00:01 Jón Gerald fyrir Héraðsdóm í dag Jón Gerald Sullenberger kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Jón Gerald rekur fyrirtækið Nordica og annaðist um áralangt skeið innkaup Bónusverslana í Bandaríkjunum. 27.7.2004 00:01 Skar hársbreidd frá slagæð Lögregla telur það mildi að ekki fór verr en raunin varð þegar leigubílstjóri var skorinn sextán sentímetra löngum skurði á háls með hnífi í vesturborg Reykjavíkur í nótt. 27.7.2004 00:01 Viðamikil leit að Sri hefst í dag Björgunarsveitir hefja skipulagða leit að Sri Rahmawati klukkan 17 í dag. Leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, allt frá Suðurnesjum upp í Borgarfjörð og að Selfossi, að meðtöldum björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu, munu taka þátt í leitinni að því er segir í tilkynningu. 27.7.2004 00:01 Ríkisskattstjóri lýkur álagningu Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í ár og verða álagningar- og innheimtuseðlar bornir út á föstudag. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað sína seðla, ásamt endurskoðuðu framtali, á vefsíðu ríkisskattstjóra frá og með morgundeginum. 27.7.2004 00:01 Ekki áfellisdómur yfir nefndinni Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. 27.7.2004 00:01 Eldur á Reynimel Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningu um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill eldurinn er. 27.7.2004 00:01 Forseti staðfesti lagafrumvarpið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta lagafrumvarpið sem fellir úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar fyrr í sumar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér í dag. 27.7.2004 00:01 Norðurlöndin verði útundan í ESB Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font /> 27.7.2004 00:01 Pottur gleymdist á eldavél Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum vegna tilkynningar um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Þegar það mætti á staðinn kom í ljós að pottur hafði gleymst á heitri eldavélahellu en húsráðandi hafði brugðið sér út í veðurblíðuna. 27.7.2004 00:01 Hæsta verð nautgripakjöts á Hellu Sláturhúsið á Hellu greiðir nú hæsta verð á alla flokka nautgripakjöts hérlendis og hefur jafnframt lækkað þungaviðmiðun úr 230 kílógrömmum í 200 kg. Í morgun var gerð breyting á gildandi verðlista hjá Sláturhúsinu þar að lútandi að því er segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Landsambands kúabænda. 27.7.2004 00:01 Fjölmiðlalögin fallin úr gildi Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun staðfesta lögin sem fella úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar 2. júní. Ólafur Ragnar sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í gær: 27.7.2004 00:01 Vörugjald áfengis hækkar um 200% Fjármálaráðherra hefur hækkað vörugjöld á áfengi um tæp 200% samkvæmt nýrri gjaldskrá. Fyrir mánuði lýsti samgönguráðherra því yfir að lækka yrði skatta á áfengi. Eftir hækkunina eru gjöld á áfengi 983 krónur á tonn en var 346 krónur. 27.7.2004 00:01 Ekki sannfærðir um auglýsingabann Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis er ekki viss um að rétt sé að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. 27.7.2004 00:01 Fimm milljónir til Súdans Fimm milljónir króna verða látnar rakna til mannúðar- og mannréttindamála í Darfur-héraði í Súdan. Tillagan var lögð fram af utanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi í gær og var hún samþykkt. 27.7.2004 00:01 Engar tímaáætlanir um sölu Símans Ekki er búið að ákveða hvenær boðin verður út vinna við ráðgjöf í tengslum við sölu Símans. 27.7.2004 00:01 Brunavarnir ófullnægjandi í skólum Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru enn ófullnægjandi í sjö af hverjum tíu skólum, samkvæmt nýrri úttekt Brunamálastofnunar. Úrbætur hafa verið gerðar í um fjórðungi framhaldsskóla. 27.7.2004 00:01 Kærurnar enda fæstar með dómi Af sjö til tíu kærum, sem berast lögreglu á ári hverju vegna áfengisauglýsinga, enda fæst mál með dómi. Fyrir þremur árum lagði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra til endurskoðun laga þar sem ekki væri hægt að beita þeim gegn áfengisauglýsingum. Lögin hafa ekkert breyst. 27.7.2004 00:01 Hjartaþeginn heim í dag Ungi maðurinn, Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjartaaðgerð í Gautaborg 14. júní síðastliðinn, er væntanlegur heim á morgun. Hann kemur með flugi frá Kaupmannahöfn. 27.7.2004 00:01 Námið bjargaði lífi mínu Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám það sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á undanfarin ár. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. En nú liggur engin fjárveiting fyrir og öllum kennurunum hefur verið sagt upp. </font /></b /> 27.7.2004 00:01 Mikill áhugi á þjóðhátíð í Eyjum Mikill áhugi er á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, að því er fram kom í viðtölum við flugfélög og hópferðafyrirtæki í gær. 27.7.2004 00:01 Jón Gerald yfirheyrður í allan dag Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt Jón Gerald Sullenberger í allan dag vegna meintra fjármálabrota forsvarsmanna Baugs. Málið snýr aðeins að forsvarsmönnum fyrirtækisins en er óskylt þeirri sátt sem náðist á milli Jóns Geralds og Baugs í fyrra. Allir aðilar málsins neita því að nokkur sátt hafi verið gerð á bak við tjöldin. 27.7.2004 00:01 Áhersla lögð á Kjalarnes Umfangsmikil leit björgunarsveita að Sri Rahmawati stendur nú yfir sem á annað hundrað björgunarsveitarmanna taka þátt í. Sérstök áhersla er lögð á leit á Kjalarnesi en þó verður farið um allt stór-Reykjavíkursvæðið. Ekkert hefur spurst til Sri frá 4. júlí síðastliðnum. 27.7.2004 00:01 Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði Stórir hluthafar í KB-banka eiga möguleika á auðveldum gróða í mesta hlutafjárútboði Íslandssögunnar sem hefst á fimmtudaginn kemur. Hluthöfum býðst að auka hlutafé sitt á sérkjörum og sannast þá hið fornkveðna, að hinir ríku verða enn ríkari. 27.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan stöðvaði í morgun ökumann, eftir að hann mældist á 183 kílómetra hraða á þjóðveginum í Kollafirði. Hann var sviftur ökuréttindum á staðnum enda var hann á liðlega tvöföldum hámarkshraða. Auk ökuleyfissviftingar á hann háa sekt yfir höfði sér. 28.7.2004 00:01
Tvöföld Reykjanesbraut opnuð Nýr kafli tvöfaldrar Reykjanesbrautar við Strandarheiði opnaður fyrir umferð á morgun. Samgönguráðherra mun opna kaflann í athöfn við vesturenda framkvæmdarinnar sem er um 3 km. austan afleggjara að Vogum. Þetta er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Brautin sem tekin verður í gagnið nú er 12,1 km. 28.7.2004 00:01
Bilun í leiguvél Sumarferða Leiguvél ferðaskrifstofunnar Sumarferða, sem þurfti að lenda í Barselóna í morgun vegna bilunar, er aftur komin í loftið áleiðis til Íslands og er væntanleg til Keflavíkur klukkan hálf sjö. 28.7.2004 00:01
Margir nýta netþjónustu Rúmlega 16 þúsund framteljendur höfðu skoðað álagningaseðla sína á netinu klukkan hálf þrjú í dag, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Álagningaseðlar verða sendir heim til skattborgenda á föstudag. 28.7.2004 00:01
Lífshættuleg snuð bönnuð Löggildingarstofa hefur lagt bann við sölu á blikkandi snuðum, sem áttu að verða einskonar tískuleikföng á útihátíðum helgarinnar. Snuðið sakleysislega er ætlað stálpuðum krökkum og unglingum en alsjáandi umhyggjusamir verndarar fólksins á Evrópska efnahagssvæðinu telja snuðið hinsvegar geta verið háskalegt og jafnvel lífshættulegt. 28.7.2004 00:01
Reykjavíkurhöfn hækkar vörugjöld Reykjavíkurhöfn hækkaði vörugjöld á áfengi og ýmsar aðrar vörur um síðustu mánaðamót í því skyni að ná aftur tekjum sem ríkið hafði fellt niður. Ranglega var fullyrt í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið bæri ábyrgð á verulegri hækkun vörugjalda sem er meðal annars til þess fallin að halda verði á áfengi háu í landinu. 28.7.2004 00:01
Fæstar kærur enda með dómi Af sjö til tíu kærum sem berast lögreglu á ári hverju vegna áfengisauglýsinga enda fæst mál með dómi. Fyrir þremur árum lagði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra til endurskoðun laga, þar sem ekki væri hægt að beita þeim gegn áfengisauglýsingum. Lögin hafa ekkert breyst. 28.7.2004 00:01
Ung landnámskona hlaðin skarti Eigandi skartgripanna sem fundust norður af Vestdalsheiði fyrir viku hefur líklega verið ung kona, sem uppi var á fyrri hluta tíundu aldar. Þetta er mat fornleifafræðinga sem í gær fundu fleiri skartgripi og mannabein á vettvangi. 28.7.2004 00:01
Tilkynningum um nauðganir fækkar Síðustu tvö ár hefur tilkynningum um nauðganir um verslunarmannahelgina fækkað. V-dagssamtökin, sem berjast gegn nauðgunum, segja tilætlaðan árangur ekki nást fyrr en nauðganir hafi verið stöðvaðar algjörlega um þessa helgi og hætt verði að líta á þær sem eðlilegan fylgifisk útihátíða. 28.7.2004 00:01
Úttekt á íbúð ekki enn lokið Úttekt á íbúð þroskahefts manns í Breiðholti, sem hafði verið lofað fyrir þremur mánuðum, er ekki enn lokið. Maðurinn hefur búið í ósamþykktum bílskúr í tvö ár. 28.7.2004 00:01
Bati Helga kraftaverki líkastur Bati Helga Einars Harðarsonar, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu í síðasta mánuði, þykir ganga kraftaverki næst. Aðeins sex vikum eftir aðgerðina segist hann vera að springa úr krafti. Fréttastofan hitti hann að máli þegar hann kom til landsins í dag. 28.7.2004 00:01
Jón Árni neitar að svara Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans neitar að svara spurningum um hvort hann hafi talið tugi milljóna króna frá Endurmenntun rafeindavirkja fram til skatts eða hvort launamiðar hafi verið gefnir út. 28.7.2004 00:01
Tíu innbrotavarnarráð lögreglu Lögreglan í Reykjavík leggur til að fólk sem fer ekki út úr bænum um verslunarmannahelgina flytji þvott á milli snúra og leggi í bílastæði nágranna sinna til að villa um fyrir þjófum og koma í veg fyrir innbrot. Standi þvottur í marga daga sýnir það að fólk er ekki heima. Því er öruggara að flytja þvott á milli snúra. 28.7.2004 00:01
Fáir á innsetningu forseta Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi þegar Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embætti forseta Íslands á sunnudag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseiða til næstu fjögurra ára á sunnudag. 28.7.2004 00:01
Hákon Eydal játar morðið á Sri Hákon Eydal, fyrrverandi sambýlismaður Sri Ramawati, hefur viðurkennt að hafa banað henni og varpað líkinu af í sjóinn við Hofsvík á Kjalarnesi. Fjölskylda hins grunaða á hús á svæðinu. 28.7.2004 00:01
Tekjur deCode minnka og tap eykst Tap Íslenskrar erfðagreiningar hefur aukist um tvær milljónir dollara eða tæplega 144 milljónir króna sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið kynnti afkomuna eftir annan ársfjórðung á erlendum mörkuðum í gær. 28.7.2004 00:01
Leigubílstjóri stunginn með hnífi Leigubílstjóri var stunginn með hnífi í vesturborg Reykjavíkur um klukkan hálf tvö í nótt og eru fjórir menn í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögregla telur mildi að ekki fór verr þar sem eggvopn var notað við árásina og fékk bílstjórinn stungu í hálsinn. 27.7.2004 00:01
Sjónvarpsútsendingar lágu niðri Sjónvarpsútsendingar Stöðvar tvö lágu niðri á norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt þar til viðgerð lauk á bilun sem varð í endurvarpa á Húsavíkurfjalli. 27.7.2004 00:01
Met í löndun uppsjávarfisks Hundrað þúsundasta kolmunnatonninu í ár var landað hjá verksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í nótt og hefur þá alls verið landað 158 þúsund tonnum af uppsjávarfiski til verksmiðjunnar frá áramótum. Það er algjört met til þessa. Kolmunninn, sem landað var í nótt, kom úr Áskeli EA. 27.7.2004 00:01
Hraðakstur í Hallormsstaðaskógi Hraðakstur á veginum í gegnum Hallormsstaðaskóg er viðvarandi vandamál að sögn umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu á Austurlandi, Reynis Arnórssonar. Að hans mati einungis tímaspursmál hvenær alvarleg slys verða á þessum slóðum. 27.7.2004 00:01
Herferð gegn nauðgunum V-dagssamtökin hafa hafið herferð gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá samtökunum segir að herferðin eigi að beina þeim skilaboðunum til stráka að þeir þurfi að vera vissir um að samþykki til kynlífs sé til staðar því kynlíf án samþykkis sé alltaf nauðgun. 27.7.2004 00:01
Risarotta á Seltjarnarnesi Seltirningur sá í nótt hvar stór rotta var að ganga yfir götuna fyrir utan hús hans og gerði lögreglunni viðvart. Hún brá skjótt við og kom rottunni fyrir kattarnef eins og það er bókað í skrám lögreglunnar frá nóttinni. 27.7.2004 00:01
Jón Gerald fyrir Héraðsdóm í dag Jón Gerald Sullenberger kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Jón Gerald rekur fyrirtækið Nordica og annaðist um áralangt skeið innkaup Bónusverslana í Bandaríkjunum. 27.7.2004 00:01
Skar hársbreidd frá slagæð Lögregla telur það mildi að ekki fór verr en raunin varð þegar leigubílstjóri var skorinn sextán sentímetra löngum skurði á háls með hnífi í vesturborg Reykjavíkur í nótt. 27.7.2004 00:01
Viðamikil leit að Sri hefst í dag Björgunarsveitir hefja skipulagða leit að Sri Rahmawati klukkan 17 í dag. Leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, allt frá Suðurnesjum upp í Borgarfjörð og að Selfossi, að meðtöldum björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu, munu taka þátt í leitinni að því er segir í tilkynningu. 27.7.2004 00:01
Ríkisskattstjóri lýkur álagningu Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í ár og verða álagningar- og innheimtuseðlar bornir út á föstudag. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað sína seðla, ásamt endurskoðuðu framtali, á vefsíðu ríkisskattstjóra frá og með morgundeginum. 27.7.2004 00:01
Ekki áfellisdómur yfir nefndinni Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. 27.7.2004 00:01
Eldur á Reynimel Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningu um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill eldurinn er. 27.7.2004 00:01
Forseti staðfesti lagafrumvarpið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta lagafrumvarpið sem fellir úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar fyrr í sumar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér í dag. 27.7.2004 00:01
Norðurlöndin verði útundan í ESB Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font /> 27.7.2004 00:01
Pottur gleymdist á eldavél Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum vegna tilkynningar um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Þegar það mætti á staðinn kom í ljós að pottur hafði gleymst á heitri eldavélahellu en húsráðandi hafði brugðið sér út í veðurblíðuna. 27.7.2004 00:01
Hæsta verð nautgripakjöts á Hellu Sláturhúsið á Hellu greiðir nú hæsta verð á alla flokka nautgripakjöts hérlendis og hefur jafnframt lækkað þungaviðmiðun úr 230 kílógrömmum í 200 kg. Í morgun var gerð breyting á gildandi verðlista hjá Sláturhúsinu þar að lútandi að því er segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Landsambands kúabænda. 27.7.2004 00:01
Fjölmiðlalögin fallin úr gildi Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun staðfesta lögin sem fella úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar 2. júní. Ólafur Ragnar sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í gær: 27.7.2004 00:01
Vörugjald áfengis hækkar um 200% Fjármálaráðherra hefur hækkað vörugjöld á áfengi um tæp 200% samkvæmt nýrri gjaldskrá. Fyrir mánuði lýsti samgönguráðherra því yfir að lækka yrði skatta á áfengi. Eftir hækkunina eru gjöld á áfengi 983 krónur á tonn en var 346 krónur. 27.7.2004 00:01
Ekki sannfærðir um auglýsingabann Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis er ekki viss um að rétt sé að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. 27.7.2004 00:01
Fimm milljónir til Súdans Fimm milljónir króna verða látnar rakna til mannúðar- og mannréttindamála í Darfur-héraði í Súdan. Tillagan var lögð fram af utanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi í gær og var hún samþykkt. 27.7.2004 00:01
Engar tímaáætlanir um sölu Símans Ekki er búið að ákveða hvenær boðin verður út vinna við ráðgjöf í tengslum við sölu Símans. 27.7.2004 00:01
Brunavarnir ófullnægjandi í skólum Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru enn ófullnægjandi í sjö af hverjum tíu skólum, samkvæmt nýrri úttekt Brunamálastofnunar. Úrbætur hafa verið gerðar í um fjórðungi framhaldsskóla. 27.7.2004 00:01
Kærurnar enda fæstar með dómi Af sjö til tíu kærum, sem berast lögreglu á ári hverju vegna áfengisauglýsinga, enda fæst mál með dómi. Fyrir þremur árum lagði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra til endurskoðun laga þar sem ekki væri hægt að beita þeim gegn áfengisauglýsingum. Lögin hafa ekkert breyst. 27.7.2004 00:01
Hjartaþeginn heim í dag Ungi maðurinn, Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjartaaðgerð í Gautaborg 14. júní síðastliðinn, er væntanlegur heim á morgun. Hann kemur með flugi frá Kaupmannahöfn. 27.7.2004 00:01
Námið bjargaði lífi mínu Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám það sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á undanfarin ár. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. En nú liggur engin fjárveiting fyrir og öllum kennurunum hefur verið sagt upp. </font /></b /> 27.7.2004 00:01
Mikill áhugi á þjóðhátíð í Eyjum Mikill áhugi er á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, að því er fram kom í viðtölum við flugfélög og hópferðafyrirtæki í gær. 27.7.2004 00:01
Jón Gerald yfirheyrður í allan dag Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt Jón Gerald Sullenberger í allan dag vegna meintra fjármálabrota forsvarsmanna Baugs. Málið snýr aðeins að forsvarsmönnum fyrirtækisins en er óskylt þeirri sátt sem náðist á milli Jóns Geralds og Baugs í fyrra. Allir aðilar málsins neita því að nokkur sátt hafi verið gerð á bak við tjöldin. 27.7.2004 00:01
Áhersla lögð á Kjalarnes Umfangsmikil leit björgunarsveita að Sri Rahmawati stendur nú yfir sem á annað hundrað björgunarsveitarmanna taka þátt í. Sérstök áhersla er lögð á leit á Kjalarnesi en þó verður farið um allt stór-Reykjavíkursvæðið. Ekkert hefur spurst til Sri frá 4. júlí síðastliðnum. 27.7.2004 00:01
Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði Stórir hluthafar í KB-banka eiga möguleika á auðveldum gróða í mesta hlutafjárútboði Íslandssögunnar sem hefst á fimmtudaginn kemur. Hluthöfum býðst að auka hlutafé sitt á sérkjörum og sannast þá hið fornkveðna, að hinir ríku verða enn ríkari. 27.7.2004 00:01