Innlent

Sjónvarpsútsendingar lágu niðri

Sjónvarpsútsendingar Stöðvar tvö lágu niðri á norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt þar til viðgerð lauk á bilun sem varð í endurvarpa á Húsavíkurfjalli. Upphaflega rofnaði ljósleiðari á milli Blönduóss og Vatnsdalshóla um klukkan 18 í gær vegna framkvæmda landeiganda á leiðinni en klukkustund síðar komust sjónvarps-, útvarps- og gagnaflutningar aftur á um varaleiðir. Bilunin á Húsavíkurfjalli var hins vegar alvarlegri. Flutningur á efni Stöðvar tvö er háður ljósleiðara og því náðist ekki útsendingin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×