Námið bjargaði lífi mínu 27. júlí 2004 00:01 "Ég segi hiklaust, að þetta nám hafi bjargað lífi mínu," sagði Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir um nám það og starfsendurhæfingu sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á fyrir geðsjúka. En nú er útlitið svart, því ráðuneyti félagsmála, heilbrigðismála og menntamála hafa enn ekki tryggt fjárveitingu til verkefnisins fyrir haustið. Því hefur orðið að segja öllum kennurum og starfsmönnum verkefnisins upp störfum. Vel á annað hundrað einstaklingar hafa beðið í óvissu í margar vikur eftir því hvernig námi þeirra reiði af í haust. Þóra Kristín er með alvarleg geðhvörf, sem hún greindist með fyrir 10 árum. Hún sat í einni kennslustofunni í húsnæði Geðhjálpar og vann að gerð helgimyndar í mósaik þegar blaðamaður hitti hana. "Ég hafði dottið niður í djúpt þunglyndi og ofsakvíðaköst, sem stóðu samfellt í marga mánuði, tvo vetur í röð," sagði hún. "Seinni veturinn hafði ég legið heima svo mánuðum skipti og var komin í algjört öngstræti. Ég fór aldrei inn á deild því ég á afar góða að, þar sem eru systkini mín, sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Þá á ég frábæran vin sem hefur passað vel upp á mig þegar ég er í uppsveiflu." Þóra Kristín sá enga útleið, fyrr en henni var sagt frá náminu hjá Fjölmennt og Geðhjálp. Hún var síðan drifin niður á Túngötu, þar sem skólinn starfar í húsnæði Geðhjálpar. "Þetta gjörbreytti lífi mínu," sagði hún. "Allt í einu var ég ekki lengur bara kennitala. Ég hef ekki fengið varanlegt þunglyndi síðan ég fór í námið, kannski örlað á því í viku í mesta lagi, en yfirleitt ekki nema dag og dag. En nú er ég farin að fá kvíðahnút í magann, eins og fleiri hér, vegna tilhugsunarinnar um hvað verði í vetur með námið." Þóra Kristín lagði stund á íslenskar bókmenntir, tölvunám, ensku og ljóðagerð, svo og lífsleikni í skólanum. Hún sagði að allir kennarar og starfsfólk hefði verið frábært upp til hópa. Nú óttaðist fólk að þeir kæmu ekki aftur, ekki síst í ljósi þess að þeim hefði verið sagt upp og samningar þeirra væru lausir nú um mánaðamótin. "Allt þetta fólk sem nýtir sér námið eru öryrkjar," sagði hún. "Það hefur því takmörkuð fjárráð sem leyfa alls ekki að það geti keypt sér menntun annars staðar, auk þess sem það fellur ekki alls staðar inn í. Námið hér er því afar dýrmætt fyrir okkur, raunar alveg ómetanlegt." Ekki náðist í menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra né félagsmálaráðherra í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
"Ég segi hiklaust, að þetta nám hafi bjargað lífi mínu," sagði Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir um nám það og starfsendurhæfingu sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á fyrir geðsjúka. En nú er útlitið svart, því ráðuneyti félagsmála, heilbrigðismála og menntamála hafa enn ekki tryggt fjárveitingu til verkefnisins fyrir haustið. Því hefur orðið að segja öllum kennurum og starfsmönnum verkefnisins upp störfum. Vel á annað hundrað einstaklingar hafa beðið í óvissu í margar vikur eftir því hvernig námi þeirra reiði af í haust. Þóra Kristín er með alvarleg geðhvörf, sem hún greindist með fyrir 10 árum. Hún sat í einni kennslustofunni í húsnæði Geðhjálpar og vann að gerð helgimyndar í mósaik þegar blaðamaður hitti hana. "Ég hafði dottið niður í djúpt þunglyndi og ofsakvíðaköst, sem stóðu samfellt í marga mánuði, tvo vetur í röð," sagði hún. "Seinni veturinn hafði ég legið heima svo mánuðum skipti og var komin í algjört öngstræti. Ég fór aldrei inn á deild því ég á afar góða að, þar sem eru systkini mín, sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Þá á ég frábæran vin sem hefur passað vel upp á mig þegar ég er í uppsveiflu." Þóra Kristín sá enga útleið, fyrr en henni var sagt frá náminu hjá Fjölmennt og Geðhjálp. Hún var síðan drifin niður á Túngötu, þar sem skólinn starfar í húsnæði Geðhjálpar. "Þetta gjörbreytti lífi mínu," sagði hún. "Allt í einu var ég ekki lengur bara kennitala. Ég hef ekki fengið varanlegt þunglyndi síðan ég fór í námið, kannski örlað á því í viku í mesta lagi, en yfirleitt ekki nema dag og dag. En nú er ég farin að fá kvíðahnút í magann, eins og fleiri hér, vegna tilhugsunarinnar um hvað verði í vetur með námið." Þóra Kristín lagði stund á íslenskar bókmenntir, tölvunám, ensku og ljóðagerð, svo og lífsleikni í skólanum. Hún sagði að allir kennarar og starfsfólk hefði verið frábært upp til hópa. Nú óttaðist fólk að þeir kæmu ekki aftur, ekki síst í ljósi þess að þeim hefði verið sagt upp og samningar þeirra væru lausir nú um mánaðamótin. "Allt þetta fólk sem nýtir sér námið eru öryrkjar," sagði hún. "Það hefur því takmörkuð fjárráð sem leyfa alls ekki að það geti keypt sér menntun annars staðar, auk þess sem það fellur ekki alls staðar inn í. Námið hér er því afar dýrmætt fyrir okkur, raunar alveg ómetanlegt." Ekki náðist í menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra né félagsmálaráðherra í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira