Jón Gerald yfirheyrður í allan dag 27. júlí 2004 00:01 Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt Jón Gerald Sullenberger í allan dag vegna meintra fjármálabrota forsvarsmanna Baugs. Málið snýr aðeins að forsvarsmönnum fyrirtækisins en er óskylt þeirri sátt sem náðist á milli Jóns Geralds og Baugs í fyrra. Allir aðilar málsins neita því að nokkur sátt hafi verið gerð á bak við tjöldin. Jón Gerald kom til Íslands gagngert til að bera vitni í rannsókn á fjármálaumsvifum forsvarsmanna Baugs. Upphaflega áttu vitnaleiðslurnar að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en því var breytt á síðustu stundu til að forðast kastljós fjölmiðlanna. Í mjög óljósum fréttum af komu Jóns Geralds síðustu dægrin hefur komið fram að hann hafi átt að koma fyrir Héraðsdóm af kröfu Baugsmanna. Þetta mun ekki vera rétt heldur er skýringin einfaldlega sú að eina leið Ríkislögreglustjóra til að kalla Jón Gerald fyrir sem vitni var að kveða hann fyrir dómara, því mönnum er frjálst að neita að koma í yfirheyrslu hjá lögreglu í máli sem þessu. Þegar í ljós kom mikill áhugi fjölmiðla að fjalla um málið, var ljóst að yfirheyrslur yrðu opinberar, færu þær fram í Héraðsdómi, því aðeins má loka vitnaleiðslum fyrir dómi í kynferðismálum gegn börnum eða að rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Því var samið um að yfirheyrslur yrðu fluttar í lokaðar skrifstofur Ríkislögreglustjóra. Jón Gerald kom stundvíslega klukkan tvö til Ríkisögreglustjóra og vildi sem minnst um málið segja. Aðspurður um hvers vegna „fundarstað“ hafi verið breytt sagðist hann ekki hafa hugmynd um það og fréttamenn yrðu að spyrja lögregluna að því. Jón sagði fundarstaðnum hafa verið breytt í morgun. Yfirheyrslan stóð yfir í allan dag. Jón Gerald rekur fyrirtækið Nordica og annaðist um áralangt skeið innkaup Bónusverslana í Bandaríkjunum. Hann höfðaði mál gegn Baugi vegna brota á viðskiptasamkomulagi og ógreiddra reikninga en í fyrra náðist sátt í því máli og var að mestu gengið að kröfum Jóns Geralds. Hann heldur hins vegar til streitu kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs og er yfirheyrður eingöngu um þann þátt málsins. Allir helstu aðilar þessa máls í dag vildu sem minnst málið segja í samtali við fréttastofu. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist ekkert hafa við yfirheyrslurnar að athuga og að ekkert sé að óttast í þeim efnum. Jón H Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sagðist bundinn trúnaði og sama sagði Jón Steinar Gunnlaungsson og aðalleikarinn í dag, Jón Gerald Sullenberger. Fréttir Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt Jón Gerald Sullenberger í allan dag vegna meintra fjármálabrota forsvarsmanna Baugs. Málið snýr aðeins að forsvarsmönnum fyrirtækisins en er óskylt þeirri sátt sem náðist á milli Jóns Geralds og Baugs í fyrra. Allir aðilar málsins neita því að nokkur sátt hafi verið gerð á bak við tjöldin. Jón Gerald kom til Íslands gagngert til að bera vitni í rannsókn á fjármálaumsvifum forsvarsmanna Baugs. Upphaflega áttu vitnaleiðslurnar að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en því var breytt á síðustu stundu til að forðast kastljós fjölmiðlanna. Í mjög óljósum fréttum af komu Jóns Geralds síðustu dægrin hefur komið fram að hann hafi átt að koma fyrir Héraðsdóm af kröfu Baugsmanna. Þetta mun ekki vera rétt heldur er skýringin einfaldlega sú að eina leið Ríkislögreglustjóra til að kalla Jón Gerald fyrir sem vitni var að kveða hann fyrir dómara, því mönnum er frjálst að neita að koma í yfirheyrslu hjá lögreglu í máli sem þessu. Þegar í ljós kom mikill áhugi fjölmiðla að fjalla um málið, var ljóst að yfirheyrslur yrðu opinberar, færu þær fram í Héraðsdómi, því aðeins má loka vitnaleiðslum fyrir dómi í kynferðismálum gegn börnum eða að rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Því var samið um að yfirheyrslur yrðu fluttar í lokaðar skrifstofur Ríkislögreglustjóra. Jón Gerald kom stundvíslega klukkan tvö til Ríkisögreglustjóra og vildi sem minnst um málið segja. Aðspurður um hvers vegna „fundarstað“ hafi verið breytt sagðist hann ekki hafa hugmynd um það og fréttamenn yrðu að spyrja lögregluna að því. Jón sagði fundarstaðnum hafa verið breytt í morgun. Yfirheyrslan stóð yfir í allan dag. Jón Gerald rekur fyrirtækið Nordica og annaðist um áralangt skeið innkaup Bónusverslana í Bandaríkjunum. Hann höfðaði mál gegn Baugi vegna brota á viðskiptasamkomulagi og ógreiddra reikninga en í fyrra náðist sátt í því máli og var að mestu gengið að kröfum Jóns Geralds. Hann heldur hins vegar til streitu kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs og er yfirheyrður eingöngu um þann þátt málsins. Allir helstu aðilar þessa máls í dag vildu sem minnst málið segja í samtali við fréttastofu. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist ekkert hafa við yfirheyrslurnar að athuga og að ekkert sé að óttast í þeim efnum. Jón H Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sagðist bundinn trúnaði og sama sagði Jón Steinar Gunnlaungsson og aðalleikarinn í dag, Jón Gerald Sullenberger.
Fréttir Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira