Fleiri fréttir Markaðstorg í Bolungarvík Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun. 11.7.2004 00:01 Blindir kajakræðarar til Grænlands Tveir blindir kajakræðarar undirbúa leiðangur meðfram gervallri austurströnd Grænlands, sem þeir leggja í ásamt tveimur aðstoðarmönnum 29. júlí. Tilgangurinn er að sýna fram á að blindir og sjónskertir geti tekið virkan þátt í samfélaginu fái þeir tækifæri til þess. 11.7.2004 00:01 Íslenskur olíuhreinsunarplógur Fyrrverandi vélstjóri á olíuflutningaskipi hannaði olíuhreinsunarplóg í hjáverkum. Eftir að hann hætti að vinna hefur hann einbeitt sér að því að markaðssetja plóginn og hafa erlend fyrirtæki sýnt honum áhuga. 11.7.2004 00:01 3000 leita að vitsmunaverum Þrjú þúsund Íslendingar taka daglega þátt í leit að vitsmunaverum á öðrum plánetum. Á þriðja hundrað erlendra vísindamanna mun sækja ráðstefnu um byggilega hnetti, sem hefst í Háskólabíói á morgun. Vísindamennirnir sem hingað koma eru frá mörgum þekktustu fræðasetrum heimsins. 11.7.2004 00:01 Notkun geðlyfja tvöfaldast Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming. 11.7.2004 00:01 Tveir bílar fjarlægðir Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt. 11.7.2004 00:01 Frumvarpið ekki afturkallað Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að ekki hafi komið til tals að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið nýja sem er til umfjöllunar í nefndinni. Hann segir að unnið sé af fullum heilindum í málinu. 11.7.2004 00:01 Deiliskipulag endurskoðað Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut. 11.7.2004 00:01 Fasteignaverð hækkar Fasteignaverð hækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi sé miðað við þróun fasteignaverðs frá árinu 1990 að því er kemur fram í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni. 11.7.2004 00:01 Keyrði á hund og ók burt Mikill söknuður ríkir á heimili Benedikts Ólafssonar og fjölskyldu eftir að annar hunda þeirra, Pjakkur, hljóp fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudagseftirmiðdag 11.7.2004 00:01 Herfileg staða Framsóknarflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálfstæðisflokknum sé að verða honum og flokknum mjög erfiður. 11.7.2004 00:01 Alvarleg skilaboð til Framsóknar Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. 11.7.2004 00:01 Rauða spjaldið á Framsókn Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. 11.7.2004 00:01 Framsókn í erfiðleikum Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út. 11.7.2004 00:01 Afraksturinn kemur í ljós Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna. 11.7.2004 00:01 68 prósent vilja að Davíð hætti Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. 11.7.2004 00:01 Davíð ekki eins sterkur og áður Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að augljóst sé á niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um hvort Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september, að stór hluti sjálfstæðismanna sé sáttur við foringja sinn. 11.7.2004 00:01 Vilja þingsályktun í stað laga Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. 11.7.2004 00:01 Losa fisk úr flutningabíl Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi var kölluð út kl.6:30 í morgun eftir að fiskflutningabíll valt á móts við afleggjarann upp í Hítardal á Snæfellsnesvegi. Engin slys urðu á fólki en tæma þurfti flutningabílinn af fisknum sem hann var að flytja og voru björgunarsveitarmenn að störfum til kl.9 í morgun. 10.7.2004 00:01 Stakk sig á nál í vinnuskólanum Ung stúlka stakk sig til blóðs á sprautunál í blómabeði, þegar hún var að störfum í einkagarði í austurbæ Reykjavíkur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur á miðvikudaginn var. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús til að athuga hvort hún hefði orðið fyrir sýkingu og veita henni viðeigandi meðferð. 10.7.2004 00:01 Listrænn laugardagur í miðbænum Í dag verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg haldinn í miðbæ Reykjavíkur. Mögnuð miðborg er yfirskrift skipulagðrar dagskrár í sumar í miðborg Reykjavíkur. Takmarkið er að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í miðborginni. 10.7.2004 00:01 73 % á móti frumvarpinu Tæplega 73 prósent Íslendinga eru andvíg fjölmiðlafrumvarpinu nýja, en rúmlega 27 prósent því fylgjandi, ef dæma má af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hringt var í 800 manns en rúm 78 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. 10.7.2004 00:01 Sambandsleysið algjört Dómur verður upp kveðinn í lok mánaðarins í sakamáli á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Jóni Árna er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna af eftirmenntagjaldi rafeindavirkja. Sækjanda í málinu þótti sambandsleysið algjört í greiðslukerfi eftirmenntunarsjóðs rafvirkja. 10.7.2004 00:01 Síminn braut samkeppnislög Síminn braut samkeppnislög með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum," að því er fram kemur í bráðabirgðaákvörðun Samkeppnisstofnunar frá því í gær, föstudaginn 9. júlí. Frá og með birtingu ákvörðunarinnar er Símanum því óheimilt að kynna þetta áskriftartilboð eða skrá nýja viðskiptavini samkvæmt því. 10.7.2004 00:01 Tvö andstæð lögfræðiálit Allsherjarnefnd Alþingis hefur fengið tvö algerlega andstæð lögfræðiálit um heimild ríkisstjórnarinnar til að leggja fram nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga um leið og fjölmiðlalögin, sem forseti synjaði staðfestingar, voru felld úr gildi og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að engu gerðar. 10.7.2004 00:01 Á háa C með léttum leik Sumir söngvarar keppast alla ævi við að syngja háa C-ið en ná því aldrei. Eyjapeyi gerir sér lítið fyrir og syngur lítilli þríund hærra en það. Alexander Jarl Þorsteinsson er ekki nema tíu ára gamall en býr þegar yfir kraftmikilli rödd og háum tónum, leikur sér að því að fara yfir háa C-ið, eins og hann gerði á 40 ára afmæli Náttúrugripasafnsins í Eyjum. 10.7.2004 00:01 Listahátíð á Seyðisfirði Framtakssöm ungmenni undirbúa listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem mun standa alla næstu viku. Á Lunga, eins og hátíðin heitir, verður boðið upp á námskeið af ýmsu tagi auk þess sem fjölmargar hljómsveitir stíga á svið. 10.7.2004 00:01 Svanir snúa heim Listaverkið Svanir eftir Jón Stefánsson var afhent Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Verkið er gjöf frá dönsku konungsfjölskyldunni. Málverkið var brúðargjöf Íslenska ríkisins til Friðriks Krónprins Danmerkur og Ingiríðar drottningar þegar þau giftu sig árið 1935. 10.7.2004 00:01 Kynferðisbrotum fjölgar Kynferðisafbrotum gegn börnum og fíkniefnabrotum fjölgaði stórlega á árinu 2003, samanborið við árið á undan. Í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík má lesa að Íslendingar séu að verða löghlýðnari. Hins vegar er aukning brota í þeim þeim málaflokkum sem menn vilja síst sjá þau. 10.7.2004 00:01 Vill gefa saman samkynhneigð pör Allsherjargoði vill fá leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör. Hann segir óeðlilegt að sömu lög gildi um öll trúfélög, enda taki þau umfram allt mið af þjóðkirkjunni. Hann segir eðlilegt að hvert trúfélag ákveði sjálft hvort það leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra. 10.7.2004 00:01 Strætó frjálst að fá upplýsingar Persónuvernd gerði ekki neinar athugasemdir við að lögregla veitti Strætó upplýsingar um hvort maður sem sækti um vinnu sem vagnstjóri hefði tilskilin réttindi. Framkvæmdastjóri Strætós notaði tregðu á slíku sem afsökun fyrir því að próflaus vagnstjóri fékk vinnu hjá fyrirtækinu. 10.7.2004 00:01 Skólastofur í bústöðum Nemendum, sem hefur verið bjargað um skólavist í framhaldsskóla næsta vetur, verður meðal annars komið fyrir í sumarhúsum á lóðum Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans við Hamrahlíð. Framhaldsskólarnir taka við nemendunum í þeirri von að byggt verði við skólana innan skamms. 10.7.2004 00:01 Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi Talið er fullvíst að alþjóðlegur glæpahringur standi á bak við tilraun nígerískrar konu til að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Sams konar mál hafa komið upp í nágrannalöndunum undanfarnar vikur. 10.7.2004 00:01 Ekkert athugavert við málatilbúnað Jón Sveinsson lögmaður sem sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sér ekkert athugavert við málatilbúnað ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlafrumvarpsins nýja. Jón Sveinsson og Eiríkur Tómasson lagaprófessor eru helstu ráðgjafar Framsóknarflokksins um lögfræðileg málefni. Mismunandi afstaða þeirra bendir til þess að Framsóknarmenn séu klofnir í málinu. 10.7.2004 00:01 Sameining á döfinni Líklegt þykir að þrjú sveitarfélög á Fjótsdalshéraði fyrir austan land, Austur- og Norður-Héruð og Fellahreppur, verði sameinuð innan tíðar. Var það samþykkt á sérstökum fundi sveitarstjórnanna í fyrrakvöld 10.7.2004 00:01 Framsóknarflokkur minnstur Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. 10.7.2004 00:01 Stuðningur við stjórnina dalar enn Ríkisstjórn Íslands nýtur stuðnings 34,5 prósent kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins en 65,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru andvígir stjórninni. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá því í maí þegar 30,9 prósent sögðust styðja stjórnina. 10.7.2004 00:01 Hafa misst fjórðung stuðningsmanna Stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, njóta sameiginlega fylgis tæplega 40 prósent þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá síðari hluta maí hefur sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna ekki mælst minna í könnunum blaðsins. 10.7.2004 00:01 Síminn ósammála Samkeppnisstofnun Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðarði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppnislög. 10.7.2004 00:01 Breytingar á frumvarpi hugsanlegar Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að fjölmiðlafrumvarpið muni taka breytingum í meðferð allsherjarnefndar. Fjármálaráðherra boðaði það í ræðu á Alþingi. Stjórnarþingmenn telja að stjórnarandstaðan muni hafna hvaða breytingartillögum sem er. </font /></b /> 9.7.2004 00:01 Brotist inn í þrjá bústaði Brotist hefur verið inn í þrjá sumarbústaði í Miðhúsaskógi í Biskupstungum, en óljóst er hversu miklu hefur verið stolið. Þegar eigandi eins bústaðarins kom að honum í gærkvöldi varð hann þess var að þar höfðu þjófar verið á ferð og rótað í öllu innanstokks. Fljótlega sá hann að einnig hafði verið brotist inn í tvo næstu bústaði og ætlar lögregla að kanna hvort víðar hafi verið brotist inn á svæðinu. 9.7.2004 00:01 Lítill kraftur í loðnuveiðum Enginn kraftur er enn kominn í loðnuveiðarnar, en sjö skip eru djúpt norðaustur af Horni að leita fyrir sér. Tvö skip fengu góð köst í gærkvöldi en síðan ekki söguna meir. Sjómenn segja að það sé leiðinlegt ástand á loðnunni, eða þá að þeir hafi hreinlega ekki fundið stofninn, aðeins stöku torfur. Nú er auk þess kaldi á miðunum, en bundnar eru vonir við að eitthvað fari að finnast þegar lægir á ný. 9.7.2004 00:01 Porche Ástþórs ekki til Porche sem boðaður var sem aðalvinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar finnst hvergi. "Mér er ekki kunnugt um að hann hafi flutt inn svona bíl" segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. Í Porche tombólu Ástþórs Magnússonar -- sem hann vill þó ekki kannast við -- er aðalvinningurinn Porsche Cayenne jeppabifreið. 9.7.2004 00:01 Stofna stjórnmálasamband Ísland hefur stofnað til stjórnmálasambands við fámennasta ríki Mið-Ameríku, Belís. Fastafulltrúar Íslands og Belís hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Stuart W. Leslie, skrifuðu í New York á miðvikudag undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli landanna. 9.7.2004 00:01 Smiður í atkvæðagreiðslu Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að á miðvikudag í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hafi aukaatkvæði dúkkað upp. "Milli atkvæðagreiðslna bættist eitt atkvæði við án þess að nokkur gengi í salinn. Var því fleygt að smiðirnir væru kannski farnir að taka óvart þátt í atkvæðagreiðslum þingsins," segir Siv. 9.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Markaðstorg í Bolungarvík Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun. 11.7.2004 00:01
Blindir kajakræðarar til Grænlands Tveir blindir kajakræðarar undirbúa leiðangur meðfram gervallri austurströnd Grænlands, sem þeir leggja í ásamt tveimur aðstoðarmönnum 29. júlí. Tilgangurinn er að sýna fram á að blindir og sjónskertir geti tekið virkan þátt í samfélaginu fái þeir tækifæri til þess. 11.7.2004 00:01
Íslenskur olíuhreinsunarplógur Fyrrverandi vélstjóri á olíuflutningaskipi hannaði olíuhreinsunarplóg í hjáverkum. Eftir að hann hætti að vinna hefur hann einbeitt sér að því að markaðssetja plóginn og hafa erlend fyrirtæki sýnt honum áhuga. 11.7.2004 00:01
3000 leita að vitsmunaverum Þrjú þúsund Íslendingar taka daglega þátt í leit að vitsmunaverum á öðrum plánetum. Á þriðja hundrað erlendra vísindamanna mun sækja ráðstefnu um byggilega hnetti, sem hefst í Háskólabíói á morgun. Vísindamennirnir sem hingað koma eru frá mörgum þekktustu fræðasetrum heimsins. 11.7.2004 00:01
Notkun geðlyfja tvöfaldast Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming. 11.7.2004 00:01
Tveir bílar fjarlægðir Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt. 11.7.2004 00:01
Frumvarpið ekki afturkallað Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að ekki hafi komið til tals að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið nýja sem er til umfjöllunar í nefndinni. Hann segir að unnið sé af fullum heilindum í málinu. 11.7.2004 00:01
Deiliskipulag endurskoðað Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut. 11.7.2004 00:01
Fasteignaverð hækkar Fasteignaverð hækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi sé miðað við þróun fasteignaverðs frá árinu 1990 að því er kemur fram í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni. 11.7.2004 00:01
Keyrði á hund og ók burt Mikill söknuður ríkir á heimili Benedikts Ólafssonar og fjölskyldu eftir að annar hunda þeirra, Pjakkur, hljóp fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudagseftirmiðdag 11.7.2004 00:01
Herfileg staða Framsóknarflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálfstæðisflokknum sé að verða honum og flokknum mjög erfiður. 11.7.2004 00:01
Alvarleg skilaboð til Framsóknar Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. 11.7.2004 00:01
Rauða spjaldið á Framsókn Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. 11.7.2004 00:01
Framsókn í erfiðleikum Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út. 11.7.2004 00:01
Afraksturinn kemur í ljós Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna. 11.7.2004 00:01
68 prósent vilja að Davíð hætti Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. 11.7.2004 00:01
Davíð ekki eins sterkur og áður Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að augljóst sé á niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um hvort Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september, að stór hluti sjálfstæðismanna sé sáttur við foringja sinn. 11.7.2004 00:01
Vilja þingsályktun í stað laga Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. 11.7.2004 00:01
Losa fisk úr flutningabíl Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi var kölluð út kl.6:30 í morgun eftir að fiskflutningabíll valt á móts við afleggjarann upp í Hítardal á Snæfellsnesvegi. Engin slys urðu á fólki en tæma þurfti flutningabílinn af fisknum sem hann var að flytja og voru björgunarsveitarmenn að störfum til kl.9 í morgun. 10.7.2004 00:01
Stakk sig á nál í vinnuskólanum Ung stúlka stakk sig til blóðs á sprautunál í blómabeði, þegar hún var að störfum í einkagarði í austurbæ Reykjavíkur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur á miðvikudaginn var. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús til að athuga hvort hún hefði orðið fyrir sýkingu og veita henni viðeigandi meðferð. 10.7.2004 00:01
Listrænn laugardagur í miðbænum Í dag verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg haldinn í miðbæ Reykjavíkur. Mögnuð miðborg er yfirskrift skipulagðrar dagskrár í sumar í miðborg Reykjavíkur. Takmarkið er að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í miðborginni. 10.7.2004 00:01
73 % á móti frumvarpinu Tæplega 73 prósent Íslendinga eru andvíg fjölmiðlafrumvarpinu nýja, en rúmlega 27 prósent því fylgjandi, ef dæma má af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hringt var í 800 manns en rúm 78 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. 10.7.2004 00:01
Sambandsleysið algjört Dómur verður upp kveðinn í lok mánaðarins í sakamáli á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Jóni Árna er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna af eftirmenntagjaldi rafeindavirkja. Sækjanda í málinu þótti sambandsleysið algjört í greiðslukerfi eftirmenntunarsjóðs rafvirkja. 10.7.2004 00:01
Síminn braut samkeppnislög Síminn braut samkeppnislög með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum," að því er fram kemur í bráðabirgðaákvörðun Samkeppnisstofnunar frá því í gær, föstudaginn 9. júlí. Frá og með birtingu ákvörðunarinnar er Símanum því óheimilt að kynna þetta áskriftartilboð eða skrá nýja viðskiptavini samkvæmt því. 10.7.2004 00:01
Tvö andstæð lögfræðiálit Allsherjarnefnd Alþingis hefur fengið tvö algerlega andstæð lögfræðiálit um heimild ríkisstjórnarinnar til að leggja fram nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga um leið og fjölmiðlalögin, sem forseti synjaði staðfestingar, voru felld úr gildi og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að engu gerðar. 10.7.2004 00:01
Á háa C með léttum leik Sumir söngvarar keppast alla ævi við að syngja háa C-ið en ná því aldrei. Eyjapeyi gerir sér lítið fyrir og syngur lítilli þríund hærra en það. Alexander Jarl Þorsteinsson er ekki nema tíu ára gamall en býr þegar yfir kraftmikilli rödd og háum tónum, leikur sér að því að fara yfir háa C-ið, eins og hann gerði á 40 ára afmæli Náttúrugripasafnsins í Eyjum. 10.7.2004 00:01
Listahátíð á Seyðisfirði Framtakssöm ungmenni undirbúa listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem mun standa alla næstu viku. Á Lunga, eins og hátíðin heitir, verður boðið upp á námskeið af ýmsu tagi auk þess sem fjölmargar hljómsveitir stíga á svið. 10.7.2004 00:01
Svanir snúa heim Listaverkið Svanir eftir Jón Stefánsson var afhent Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Verkið er gjöf frá dönsku konungsfjölskyldunni. Málverkið var brúðargjöf Íslenska ríkisins til Friðriks Krónprins Danmerkur og Ingiríðar drottningar þegar þau giftu sig árið 1935. 10.7.2004 00:01
Kynferðisbrotum fjölgar Kynferðisafbrotum gegn börnum og fíkniefnabrotum fjölgaði stórlega á árinu 2003, samanborið við árið á undan. Í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík má lesa að Íslendingar séu að verða löghlýðnari. Hins vegar er aukning brota í þeim þeim málaflokkum sem menn vilja síst sjá þau. 10.7.2004 00:01
Vill gefa saman samkynhneigð pör Allsherjargoði vill fá leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör. Hann segir óeðlilegt að sömu lög gildi um öll trúfélög, enda taki þau umfram allt mið af þjóðkirkjunni. Hann segir eðlilegt að hvert trúfélag ákveði sjálft hvort það leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra. 10.7.2004 00:01
Strætó frjálst að fá upplýsingar Persónuvernd gerði ekki neinar athugasemdir við að lögregla veitti Strætó upplýsingar um hvort maður sem sækti um vinnu sem vagnstjóri hefði tilskilin réttindi. Framkvæmdastjóri Strætós notaði tregðu á slíku sem afsökun fyrir því að próflaus vagnstjóri fékk vinnu hjá fyrirtækinu. 10.7.2004 00:01
Skólastofur í bústöðum Nemendum, sem hefur verið bjargað um skólavist í framhaldsskóla næsta vetur, verður meðal annars komið fyrir í sumarhúsum á lóðum Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans við Hamrahlíð. Framhaldsskólarnir taka við nemendunum í þeirri von að byggt verði við skólana innan skamms. 10.7.2004 00:01
Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi Talið er fullvíst að alþjóðlegur glæpahringur standi á bak við tilraun nígerískrar konu til að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Sams konar mál hafa komið upp í nágrannalöndunum undanfarnar vikur. 10.7.2004 00:01
Ekkert athugavert við málatilbúnað Jón Sveinsson lögmaður sem sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sér ekkert athugavert við málatilbúnað ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlafrumvarpsins nýja. Jón Sveinsson og Eiríkur Tómasson lagaprófessor eru helstu ráðgjafar Framsóknarflokksins um lögfræðileg málefni. Mismunandi afstaða þeirra bendir til þess að Framsóknarmenn séu klofnir í málinu. 10.7.2004 00:01
Sameining á döfinni Líklegt þykir að þrjú sveitarfélög á Fjótsdalshéraði fyrir austan land, Austur- og Norður-Héruð og Fellahreppur, verði sameinuð innan tíðar. Var það samþykkt á sérstökum fundi sveitarstjórnanna í fyrrakvöld 10.7.2004 00:01
Framsóknarflokkur minnstur Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. 10.7.2004 00:01
Stuðningur við stjórnina dalar enn Ríkisstjórn Íslands nýtur stuðnings 34,5 prósent kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins en 65,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru andvígir stjórninni. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá því í maí þegar 30,9 prósent sögðust styðja stjórnina. 10.7.2004 00:01
Hafa misst fjórðung stuðningsmanna Stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, njóta sameiginlega fylgis tæplega 40 prósent þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá síðari hluta maí hefur sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna ekki mælst minna í könnunum blaðsins. 10.7.2004 00:01
Síminn ósammála Samkeppnisstofnun Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðarði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppnislög. 10.7.2004 00:01
Breytingar á frumvarpi hugsanlegar Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að fjölmiðlafrumvarpið muni taka breytingum í meðferð allsherjarnefndar. Fjármálaráðherra boðaði það í ræðu á Alþingi. Stjórnarþingmenn telja að stjórnarandstaðan muni hafna hvaða breytingartillögum sem er. </font /></b /> 9.7.2004 00:01
Brotist inn í þrjá bústaði Brotist hefur verið inn í þrjá sumarbústaði í Miðhúsaskógi í Biskupstungum, en óljóst er hversu miklu hefur verið stolið. Þegar eigandi eins bústaðarins kom að honum í gærkvöldi varð hann þess var að þar höfðu þjófar verið á ferð og rótað í öllu innanstokks. Fljótlega sá hann að einnig hafði verið brotist inn í tvo næstu bústaði og ætlar lögregla að kanna hvort víðar hafi verið brotist inn á svæðinu. 9.7.2004 00:01
Lítill kraftur í loðnuveiðum Enginn kraftur er enn kominn í loðnuveiðarnar, en sjö skip eru djúpt norðaustur af Horni að leita fyrir sér. Tvö skip fengu góð köst í gærkvöldi en síðan ekki söguna meir. Sjómenn segja að það sé leiðinlegt ástand á loðnunni, eða þá að þeir hafi hreinlega ekki fundið stofninn, aðeins stöku torfur. Nú er auk þess kaldi á miðunum, en bundnar eru vonir við að eitthvað fari að finnast þegar lægir á ný. 9.7.2004 00:01
Porche Ástþórs ekki til Porche sem boðaður var sem aðalvinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar finnst hvergi. "Mér er ekki kunnugt um að hann hafi flutt inn svona bíl" segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. Í Porche tombólu Ástþórs Magnússonar -- sem hann vill þó ekki kannast við -- er aðalvinningurinn Porsche Cayenne jeppabifreið. 9.7.2004 00:01
Stofna stjórnmálasamband Ísland hefur stofnað til stjórnmálasambands við fámennasta ríki Mið-Ameríku, Belís. Fastafulltrúar Íslands og Belís hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Stuart W. Leslie, skrifuðu í New York á miðvikudag undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli landanna. 9.7.2004 00:01
Smiður í atkvæðagreiðslu Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að á miðvikudag í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hafi aukaatkvæði dúkkað upp. "Milli atkvæðagreiðslna bættist eitt atkvæði við án þess að nokkur gengi í salinn. Var því fleygt að smiðirnir væru kannski farnir að taka óvart þátt í atkvæðagreiðslum þingsins," segir Siv. 9.7.2004 00:01