Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:55 Daglegar reykingar eru algengastar hjá konum og körlum sem eru 55 ára og eldri. Getty Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira