Fleiri fréttir

Færði smituðum far­þega mat og jóla­skraut í ein­angrun: „Það er ýmis­legt sem gerist þegar fólk er á ferða­lögum“

Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu.

Izolacja skrócona do 7 dni

Na stronie Ministerstwa Zdrowia, podano informację o wprowadzeniu zmian w okresie trwania izolacji. Od dziś została ona skrócona z 10 do 7 dni.

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn

Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn.

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Tímaspursmál hvenær starfsemi fyrirtækja lamast

Forstjórar tveggja stórra fyrirtækja í Reykjavík segjast þakka fyrir hvern dag þar sem starfsemin helst gangandi, en það sé bara tímaspursmál hvenær það taki enda. Nærri fimm prósent allra íbúa höfuðborgarsvæðisins eru nú annað hvort í sóttkví eða einangrun.

Gengið gegn sóttvarnaráðstöfunum

Nokkur hundruð manns sem leggjast gegn bólusetningum fyrir Covid-19 fóru í dag í göngu frá stjórnarráðshúsinu í Reykjavík og annar hópur frá Akureyrarkirkju.

Einangrun stytt í sjö daga

Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Lokað í grunn- og leik­skólum á mánu­daginn

Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum frá nýrri reglugerð sem styttir þann tíma sem fólk þarf að vera í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar.  

Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin

Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa gripið til aðgerða sem taka mið af því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Viðleitnin byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden.

Vörð­ur drottn­ing­ar­inn­ar steig á barn

Einn af vörðum drottningarinnar í London gekk nýverið yfir og steig á barn við Tower of London-virkið. Tveir hermenn voru í varðferð þegar barnið varð á vegi þeirra og annar hermaðurinn gekk á það og yfir.

Kveiktu í gamla þing­húsinu í Can­berra

Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu.

Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum

Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014.

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Egill Einars­son segir tóma dellu að hann sé sótt­varna­dólgur

Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og líkamsræktarþjálfari, er staddur úti á Tenerife í góðu yfirlæti. Umdeild frásögn hans á Instagram í gær rataði víða og hún höfð til marks um að Egill væri að hæðast að sóttvörnum. Hann segir ekkert fjær sanni.

240 milljónir fóru í ráðherrabílana

Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna.

Allt að 72 tíma bið eftir niður­stöðu úr PCR

Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar.

Kjörið flug­elda­veður um ára­mótin og líklega lítil mengun

Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð.

Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúk­yrðum yfir starfs­fólkið

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir nú til skoðunar að stytta tímabil einangrunar fyrir einkennalausa.

Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að.

Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví.

Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum

Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins.

839 greindust innan­lands

839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember.

Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín

Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn.

Fær­eyska stjórnin heldur velli eftir lygi­lega at­burða­rás

Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum.

Að vera eða ekki vera... fullbólusettur

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu.

Sjá næstu 50 fréttir