Fleiri fréttir

Niðurstöðurnar sláandi og mikilvægt að hækka lífeyri

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi vera sláandi. Könnunin dragi það skýrt fram að fatlað fólk lifi ekki af örorkulífeyri frá TR, mikilvægt sé að hækka hann.

Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við

Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn.

„Það var bara allt kreisí“

Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki.

500 megi koma saman og opnunar­­tími skemmti­­staða lengist

Sótt­varna­læknir leggur til tals­verðar til­slakanir á öllum sam­komu­tak­mörkunum innan­lands í minnis­blaði sem hann skilaði til heil­brigðis­ráð­herra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitinga­staðir fái að hafa opið lengur.

Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólar­hringa „standandi partí“

Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á talsverðum afléttingum á nánast öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Fjallað verður tillögur í minnisblaði sóttvarnalæknis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum

Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana.

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg

Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni.

Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða

Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. 

Börn fatlaðs fólk verða af næringaríkum mat og tómstundum

Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.

Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður

Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum.

Vill slaka á eins og mögu­­legt er með mið af fyrri bylgjum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilefni til að slaka á takmörkunum innanlands í ljósi þess hve staðan í faraldrinum er góð. Þar eru allar takmarkanir undir. Faraldurinn virðist kominn í mikla rénun hér á landi og greindust afar fáir smitaðir af veirunni um helgina; 14 á laugardaginn og 26 í gær.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við af vitnaleiðslunum sem hófust í Rauðagerðismálinu svokallaða í morgun en aðalmeðferð er hafin í þessu óhugnanlega morðmáli þar sem fjögur eru ákærð.

26 greindust smitaðir innan­lands

Að minnsta kosti 26 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þrettán voru í sóttkví við greiningu og þrettán utan sóttkvíar. 

Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun

Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum.

Bílvelta á Keilisbraut og kannabislykt í Njarðvík

Bíll valt við Keilisbraut um klukkan tvö í nótt. Atvik voru þannig að ökumaðurinn hugðist snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tveir voru í bílnum og sluppu heilir á húfi en ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu

Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Falla frá á­formum um „bólu­setningar­vega­bréf“

Stjórnvöld í Bretlandi eru hætt við að taka í notkun svokölluð bólusetningarvegabréf, líkt og til stóð að gera í lok þessa mánaðar. Vegabréfinu var ætlað að gera bólusettum kleift að sýna fram á bólusetningu, til þess að fá að fara á skemmtistaði og mannmarga viðburði.

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Á­fram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld

Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Við ræðum við hana í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir