Fleiri fréttir

„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér.

Barn lést þegar eldflaug var skotið við flugvöllinn í Kabúl

Lögreglustjóri í Afganistan fullyrðir að barn hafi látist þegar eldflaug var skotið á hús í hverfi norðvestur af flugvellinum í Kabúl í dag. Talibanar segja að loftárás Bandaríkjahers hafi stöðvað sjálfsmorðsprengjutilræðismann.

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir baráttu við Covid-19 á Landspítalanum í gær.

Sprengisandur: Orkuskipti, kosningabaráttan og KSÍ

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem krefst forystuskipta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands er á meðal gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um orkuskipti, umönnun aldraðra og kosningabaráttuna.

Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt

Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur.

Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum

Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. 

Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag.

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar.

Fjölgaði um einn á gjörgæslu

Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél.

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar

Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ og rætt við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem kallar eftir afsögn stjórnarmanna sambandsins. Hún kveðst vita um allt að sjö núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu sem hafi verið sakaðir um ofbeldi.

Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu

Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram.

Ráðu­neyti telur sig hafa svarað spurningum um um­svif út­gerða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað.

Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni

Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins.

Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur

Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk.

Hvetur íbúa til að standa saman eftir skot­á­rásina

Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina.

Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli.

84 greindust innanlands

Í gær greindust minnst 84 innanlands með Covid-19. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, en 34 utan sóttkvíar.

„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun

Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar.

Ekki lengur stúlka eða drengur

Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram.

Norska lögreglan skaut mann til bana

Lögreglumenn skutu mann til bana fyrir utan veitingahús í Sarpsborg í suðaustanverðum Noregi í morgun. Ekki hefur komið fram hver maðurinn var né hvers vegna lögreglan skaut hann.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.