Myndband: Sex W-Series ökuþórar heppnir að sleppa með skrekkinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. ágúst 2021 20:29 Skjáskot af myndbandinu. Sex kappaksturskonur í W-Series tímatöku lentu í árekstri eftir að hafa allar misst stjórn á bílum sínum hver fyrir sig. Þær hafa allar farið í gegnum læknisskoðun og eru við góða heilsu, samkvæmt tilkynningu frá W-Series. Atvikið átti sér stað á Spa brautinni í Belgíu. Þær misstu allar stjórn á bílum sínum með sama hætti í Raidillon beygjunni. Einni hröðustu beygju brautarinnar. Það byrjaði að rigna um það leyti sem þær komu að Eau Rouge beygjunni sem er ein sú allra frægasta í heimi. Visser er í bílnum sem kastast upp á dekkjavegginn og endar svo á hlið. Þær Fabienne Wohlwend, Beitske Visser, Sarah Moore, Abbie Eaton Ayla Agren og Belen Garcia lentu allar í því að missa stjórn á bíl sínum í beygjunni og lentu svo saman efst í brekkunni eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni. W-Series er mótaröð sem er einungis ætluð kvenkyns keppendum og er hugsuð sem vettvangur fyrir kappaksturskonur til að fá meira pláss á stóra sviðinu, enda fylgir mótaröðin Formúlu 1 á mörgum brautum. Akstursíþróttir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent
Atvikið átti sér stað á Spa brautinni í Belgíu. Þær misstu allar stjórn á bílum sínum með sama hætti í Raidillon beygjunni. Einni hröðustu beygju brautarinnar. Það byrjaði að rigna um það leyti sem þær komu að Eau Rouge beygjunni sem er ein sú allra frægasta í heimi. Visser er í bílnum sem kastast upp á dekkjavegginn og endar svo á hlið. Þær Fabienne Wohlwend, Beitske Visser, Sarah Moore, Abbie Eaton Ayla Agren og Belen Garcia lentu allar í því að missa stjórn á bíl sínum í beygjunni og lentu svo saman efst í brekkunni eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni. W-Series er mótaröð sem er einungis ætluð kvenkyns keppendum og er hugsuð sem vettvangur fyrir kappaksturskonur til að fá meira pláss á stóra sviðinu, enda fylgir mótaröðin Formúlu 1 á mörgum brautum.
Akstursíþróttir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent