Fleiri fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni Einn sjúklingur lést á Landspítalanum síðast liðna nótt vegna covid 19 og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi vegna veirunnar frá upphafi faraldursins á síðasta ári. Þetta er fyrsta andlátið vegna covid veikinda frá því í maí á þessu ári. 26.8.2021 11:23 Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. 26.8.2021 11:20 Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. 26.8.2021 11:09 Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. 26.8.2021 10:53 103 greindust innanlands í gær 103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar. 26.8.2021 10:50 Andlát vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu. 26.8.2021 10:50 CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. 26.8.2021 10:31 Allt að 533 prósenta hækkun á vanrækslugjaldi Þann 1. maí hækkaði grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja úr 15.000 í 20.000 krónur. Þá fer gjaldið í 40.000 krónur vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn. 26.8.2021 10:27 Atvinnuleysi minnkar milli mánaða og ára Atvinnuleysi var 5,2 prósent í júlí samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent milli júní og júlí. Atvinnulausum fækkar því um 900 milli mánaða. 26.8.2021 10:15 Ráðherra ræddi breytingar á aðgerðum Ríkisstjórnin situr nú á fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem meðal annars eru til umræðu næstu aðgerðir innanlands í kórónuveirufaraldrinum. 26.8.2021 09:51 Féll um tíu metra ofan í húsgrunn í Katrínartúni Vinnuslys varð þegar maður féll um tíu metra ofan í húsgrunn við Katrínartún í Reykjavík í morgun. 26.8.2021 09:41 Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. 26.8.2021 09:08 76 prósent vilja að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir fiskinn Sjötíu og sex prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fisimiðunum samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Þjóðareign. 26.8.2021 08:58 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26.8.2021 08:48 Listi Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Flokkur fólksins hefur gengið frá og kynnt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi vegna þingkosninga í haust. 26.8.2021 08:10 Stöðva notkun bóluefnis Moderna eftir að agnir fundust í lyfjaglösum Heilbrigðisyfirvöld í Japan og bóluefnaframleiðandinn Moderna hafa ákveðið að bíða með notkun 1,6 milljón bóluefnaskammta eftir að agnir fundust í nokkrum skömmtum af 560 þúsund skammta framleiðslulotu. 26.8.2021 07:47 Jón Baldvin heiðursgestur á sjálfstæðishátíð í Lettlandi Þrjátíu ára afmæli endurfengins sjálfstæðis var fagnað í gær og fyrradag í Lettlandi. Í tilkynningu frá Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að hann hafi verið heiðursgestur hátíðarinnar. 26.8.2021 07:24 Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undanfarið Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan. 26.8.2021 07:12 Aldrei jafn margir stórmeistarar tekið þátt í Reykjavíkurmóti Kviku Reykjavíkurskákmótið, Evrópumeistaramót einstaklinga í skák, hefst á Hotel Natura í dag og stendur til 5. september. Tefldar verða 11 umferðir á 11 dögum. 26.8.2021 07:09 Krefjast þess að stjórnvöld efni samninga og taki á móti fötluðu flóttafólki Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að stjórnvöld hugi sérstaklega að því að taka á móti fötluðu flóttafólki frá Afganistan. Fáir hópar séu jafn berskjaldaðir við þær aðstæður nú ríki í landinu. 26.8.2021 07:01 Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu. 26.8.2021 07:01 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26.8.2021 06:41 Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26.8.2021 06:29 Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. 25.8.2021 23:00 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25.8.2021 22:57 Hlébarði réðst á þýskt módel í myndatöku Fyrirsæta á fertugsaldri er alvarlega slösuð eftir að hlébarði réðist á hana í myndatöku í dýragarði í Þýskalandi. 25.8.2021 22:14 Fullt tilefni til að hafa áhyggjur Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni. 25.8.2021 22:00 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25.8.2021 21:06 „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25.8.2021 20:32 „Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti „Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar. 25.8.2021 20:05 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25.8.2021 19:01 Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. 25.8.2021 18:30 Nafn mannsins sem lést á Eyrarbakka Maðurinn sem lést af slysförum á Eyrarbakka í gær hét Sigurður Magnússon. 25.8.2021 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu. 25.8.2021 18:01 Nýi ríkisstjórinn leiðréttir tölu látinna í faraldrinum Raunverulegur fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum í New York-ríki er um tólf þúsund manns hærri en opinberar tölur sögðu til um. Nýr ríkisstjóri greindi frá þessu eftir að hann tók við embættinu. 25.8.2021 16:57 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25.8.2021 16:07 Þungavigtarfólk sækir um embætti skrifstofustjóra Forsætisráðuneytið hefur 22 umsóknir til skoðunar um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út þann 20. ágúst en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 25.8.2021 15:16 Gigtarlyf í flýtimati sem meðferð við Covid-19 Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning. 25.8.2021 14:52 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25.8.2021 14:30 Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. 25.8.2021 14:16 Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. 25.8.2021 13:38 Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25.8.2021 13:22 Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals. 25.8.2021 12:57 Ekki í vafa um að ná allt að tíu prósentum Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum eftir mánuð. Formaður flokksins segir flokkinn helst sækja fylgi til Miðflokksins og Flokks fólksins, og er sannfærður um að minnsta kosti 7-10% fylgi. 25.8.2021 12:01 150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25.8.2021 11:59 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni Einn sjúklingur lést á Landspítalanum síðast liðna nótt vegna covid 19 og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi vegna veirunnar frá upphafi faraldursins á síðasta ári. Þetta er fyrsta andlátið vegna covid veikinda frá því í maí á þessu ári. 26.8.2021 11:23
Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. 26.8.2021 11:20
Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. 26.8.2021 11:09
Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. 26.8.2021 10:53
103 greindust innanlands í gær 103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar. 26.8.2021 10:50
Andlát vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu. 26.8.2021 10:50
CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. 26.8.2021 10:31
Allt að 533 prósenta hækkun á vanrækslugjaldi Þann 1. maí hækkaði grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja úr 15.000 í 20.000 krónur. Þá fer gjaldið í 40.000 krónur vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn. 26.8.2021 10:27
Atvinnuleysi minnkar milli mánaða og ára Atvinnuleysi var 5,2 prósent í júlí samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent milli júní og júlí. Atvinnulausum fækkar því um 900 milli mánaða. 26.8.2021 10:15
Ráðherra ræddi breytingar á aðgerðum Ríkisstjórnin situr nú á fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem meðal annars eru til umræðu næstu aðgerðir innanlands í kórónuveirufaraldrinum. 26.8.2021 09:51
Féll um tíu metra ofan í húsgrunn í Katrínartúni Vinnuslys varð þegar maður féll um tíu metra ofan í húsgrunn við Katrínartún í Reykjavík í morgun. 26.8.2021 09:41
Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. 26.8.2021 09:08
76 prósent vilja að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir fiskinn Sjötíu og sex prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fisimiðunum samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Þjóðareign. 26.8.2021 08:58
Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26.8.2021 08:48
Listi Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Flokkur fólksins hefur gengið frá og kynnt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi vegna þingkosninga í haust. 26.8.2021 08:10
Stöðva notkun bóluefnis Moderna eftir að agnir fundust í lyfjaglösum Heilbrigðisyfirvöld í Japan og bóluefnaframleiðandinn Moderna hafa ákveðið að bíða með notkun 1,6 milljón bóluefnaskammta eftir að agnir fundust í nokkrum skömmtum af 560 þúsund skammta framleiðslulotu. 26.8.2021 07:47
Jón Baldvin heiðursgestur á sjálfstæðishátíð í Lettlandi Þrjátíu ára afmæli endurfengins sjálfstæðis var fagnað í gær og fyrradag í Lettlandi. Í tilkynningu frá Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að hann hafi verið heiðursgestur hátíðarinnar. 26.8.2021 07:24
Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undanfarið Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan. 26.8.2021 07:12
Aldrei jafn margir stórmeistarar tekið þátt í Reykjavíkurmóti Kviku Reykjavíkurskákmótið, Evrópumeistaramót einstaklinga í skák, hefst á Hotel Natura í dag og stendur til 5. september. Tefldar verða 11 umferðir á 11 dögum. 26.8.2021 07:09
Krefjast þess að stjórnvöld efni samninga og taki á móti fötluðu flóttafólki Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að stjórnvöld hugi sérstaklega að því að taka á móti fötluðu flóttafólki frá Afganistan. Fáir hópar séu jafn berskjaldaðir við þær aðstæður nú ríki í landinu. 26.8.2021 07:01
Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu. 26.8.2021 07:01
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26.8.2021 06:41
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26.8.2021 06:29
Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. 25.8.2021 23:00
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25.8.2021 22:57
Hlébarði réðst á þýskt módel í myndatöku Fyrirsæta á fertugsaldri er alvarlega slösuð eftir að hlébarði réðist á hana í myndatöku í dýragarði í Þýskalandi. 25.8.2021 22:14
Fullt tilefni til að hafa áhyggjur Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni. 25.8.2021 22:00
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25.8.2021 21:06
„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25.8.2021 20:32
„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti „Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar. 25.8.2021 20:05
Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25.8.2021 19:01
Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. 25.8.2021 18:30
Nafn mannsins sem lést á Eyrarbakka Maðurinn sem lést af slysförum á Eyrarbakka í gær hét Sigurður Magnússon. 25.8.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu. 25.8.2021 18:01
Nýi ríkisstjórinn leiðréttir tölu látinna í faraldrinum Raunverulegur fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum í New York-ríki er um tólf þúsund manns hærri en opinberar tölur sögðu til um. Nýr ríkisstjóri greindi frá þessu eftir að hann tók við embættinu. 25.8.2021 16:57
Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25.8.2021 16:07
Þungavigtarfólk sækir um embætti skrifstofustjóra Forsætisráðuneytið hefur 22 umsóknir til skoðunar um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út þann 20. ágúst en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 25.8.2021 15:16
Gigtarlyf í flýtimati sem meðferð við Covid-19 Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning. 25.8.2021 14:52
Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25.8.2021 14:30
Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. 25.8.2021 14:16
Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. 25.8.2021 13:38
Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25.8.2021 13:22
Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals. 25.8.2021 12:57
Ekki í vafa um að ná allt að tíu prósentum Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum eftir mánuð. Formaður flokksins segir flokkinn helst sækja fylgi til Miðflokksins og Flokks fólksins, og er sannfærður um að minnsta kosti 7-10% fylgi. 25.8.2021 12:01
150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25.8.2021 11:59