Fleiri fréttir

Bæjar­stjórinn segir há­marks­gjaldið í kringum hundrað kall

„Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú.

Jón Baldvin heiðursgestur á sjálfstæðishátíð í Lettlandi

Þrjátíu ára afmæli endurfengins sjálfstæðis var fagnað í gær og fyrradag í Lettlandi. Í tilkynningu frá Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að hann hafi verið heiðursgestur hátíðarinnar.

Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undan­farið

Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan.

Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen

Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu.

Lög­reglu­maðurinn sem banaði inn­rásar­konu stígur fram

Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið.

Fullt tilefni til að hafa áhyggjur

Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni.

„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“

Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin.

„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti

„Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu.

Hita­met í Gríms­ey

Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður.

Þungavigtarfólk sækir um embætti skrifstofustjóra

Forsætisráðuneytið hefur 22 umsóknir til skoðunar um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út þann 20. ágúst en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Gigtar­lyf í flýtimati sem með­ferð við Co­vid-19

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning.

Selja hundrað hús í ná­grenni Róma­borgar á 150 krónur

Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið.

Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær

Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals.

Ekki í vafa um að ná allt að tíu prósentum

Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum eftir mánuð. Formaður flokksins segir flokkinn helst sækja fylgi til Miðflokksins og Flokks fólksins, og er sannfærður um að minnsta kosti 7-10% fylgi.

150 kílóa dróna flogið yfir Egils­staða­flug­völl

Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá því að sviðslistafólk voni að fimm hundruð manns fái að koma saman og hraðgreiningarpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana þegar ríkisstjórnin kynnir nýjar aðgerðir í sóttvarnamálum á morgun.

Þrír bræður fórust í bíl­slysi í Noregi

Allt bendir til að þrír bræður – 17, 18 og 20 ára –hafi látið lífið í bílslysi í Hallingdal í Flå, um 150 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Osló, á mánudagskvöldið.

Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr

Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr.

Ríkisstjórnin fundar um næstu aðgerðir á morgun

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun en núverandi sóttvarnaaðgerðir renna út á föstudag. Bæði sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra hafa sagt að tilefni sé til að létta á aðgerðum.

Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar

Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu.

Maríanna fyllir í skarðið eftir alvarlegt slys

Maríanna Garðarsdóttir hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs á Landspítala af Jóni Hilmari Friðrikssyni, sem er kominn í leyfi vegna alvarlegs slyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Sjá næstu 50 fréttir