Fleiri fréttir

Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum

Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst.

Rúðubrot, eldur og ónáðaseggir

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögregla var meðal annars kölluð til í tvígang vegna manns sem var með ónæði á veitingastöðum í miðborginni. Hefur viðkomandi ítrekað komið við sögu lögreglu.

Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða

Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða.

Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga

Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað.

„Það síðasta sem við þurfum núna“

„Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag.

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Missti stjórn á sér og stuggaði við mót­mælandanum

Faðir barns sem fékk bólu­setningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mót­mælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efna­vopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum.

Banaslys á Eyrarbakka

Karlmaður á sextugsaldri lést í banaslysi á byggingarsvæði á Eyrarbakka um klukkan þrjú síðdegis í dag.

Á­kvörðun stjórn­valda von­brigði fyrir af­ganska Ís­lendinga

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af röskun á flugstarfsemi vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við ráðherra sem segir alvarlegt hversu oft sé gripið til verkfallsvopnsins hér á landi.

Fækkar á gjörgæslu og engin ný tilfelli á Landakoti

Nú liggja 22 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæsludeild og fækkar um einn milli daga. Allir fimm sjúklingarnir eru í öndunarvél. Engin ný tilfelli hafa komið upp á Landakoti eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 á föstudag.

Rannsaka eitrun í þýskum háskóla

Sjö hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir að eitur var skilið eftir í mötuneyti þýsks háskóla í gær. Einn þeirra var fluttur á spítala í lífshættu.

Fleiri greinast á Seyðisfirði

Alls hafa nú tveir til viðbótar greinst með Covid-19 á Seyðisfirði í tengslum við smit sem rakið hefur verið til leikskólans í bænum. Sex af þeim tíu virku smitum sem eru á Austurlandi nú eru rakin til leikskólans.

Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna.

Misskiptingin gæti ekki verið skýrari

Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi.

Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.

Blessaður leigu­­samningurinn veiti heimild fyrir merkingunum

For­maður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknar­nefnd Grafar­vogs­kirkju sé ó­sátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigu­samningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrif­stofur sínar.

Fyrr­verandi ein­ræðis­herra Tjad er látinn

Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Laun hjá hinu opinbera hafa rokið upp

Launavísitala lækkaði lítillega milli júní og júli en á síðustu tólf mánuðum hefur hún hækkað um 7,8 prósent, þar af 5,4 prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins. Þetta segir í nýjustu tölum Hagstofu Íslands.

Sammála því að tilefni sé til að slaka á

Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því.

Einn lagður inn á spítala eftir innbyrðingu kremsins

Ástæða þess að Lyfjastofnun og embætti landlæknis sendu út áréttingu þess efnis að lyfið Soolantra, sem inniheldur ivermektín, ætti einungis að nota útvortis er sú að einstaklingur var lagður inn á Landspítalann eftir að hafa innbyrt lyfið, sem er í kremformi. Mbl.is sagði fyrst frá.

Sjá næstu 50 fréttir