Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna Heimsljós 25. ágúst 2021 10:01 UNICEF/UN0502861/Kohsar/AFP UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni Í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi hafa sent frá sér segja samtökin jákvætt að sjá að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur flóttamannanefndar vegna neyðarástandsins í Afganistan. Samtökin segja að þau viðbrögð og aðgerðir sem koma þar fram séu góð fyrstu skref en þau treysti því jafnframt að ákvörðunin sé ekki endastöð heldur varða í viðbrögðum Íslands við neyð Afgana. Samtökin minna á að um langtímaverkefni sé að ræða. „Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna á alþjóðavettvangi og taka á móti fólki í leit að alþjóðlegri vernd. Samtökin kalla eftir því að þeir Afganir sem sækja hér um alþjóðlega vernd njóti verndar hér á landi, að gerðar verði skýrar áætlanir um móttöku kvótaflóttafólks og að hlúð verði vel að þeim Afgönum sem eru hér nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig minna samtökin stjórnvöld á að halda áfram stuðningi við neyðar- og mannúðarstarf í Afganistan. „Neyðin í landinu var gríðarleg fyrir þar sem átök, fátækt, miklir þurrkar og áhrif COVID-19 stefndu lífi milljóna í hættu. Ljóst er að neyð fólks í Afganistan er mikil og fer versnandi því lengur sem óvissuástand varir.“ UN Women og UNICEF hafa starfað lengi í Afganistan í þágu kvenna og barna. „Á því verður engin breyting. Samtökin leggja allt kapp á að vernda konur og börn, tryggja þeim öruggt skjól og lífsnauðsynjar á borð við hreint vatn, næringu og heilsugæslu. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér af öllum krafti til að tryggja áfram öryggi Afgana.“ Samtökin hófu í síðustu viku neyðarsafnanir fyrir konur og börn í Afganistan sem hægt er að styðja hér og hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent
Í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi hafa sent frá sér segja samtökin jákvætt að sjá að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur flóttamannanefndar vegna neyðarástandsins í Afganistan. Samtökin segja að þau viðbrögð og aðgerðir sem koma þar fram séu góð fyrstu skref en þau treysti því jafnframt að ákvörðunin sé ekki endastöð heldur varða í viðbrögðum Íslands við neyð Afgana. Samtökin minna á að um langtímaverkefni sé að ræða. „Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna á alþjóðavettvangi og taka á móti fólki í leit að alþjóðlegri vernd. Samtökin kalla eftir því að þeir Afganir sem sækja hér um alþjóðlega vernd njóti verndar hér á landi, að gerðar verði skýrar áætlanir um móttöku kvótaflóttafólks og að hlúð verði vel að þeim Afgönum sem eru hér nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig minna samtökin stjórnvöld á að halda áfram stuðningi við neyðar- og mannúðarstarf í Afganistan. „Neyðin í landinu var gríðarleg fyrir þar sem átök, fátækt, miklir þurrkar og áhrif COVID-19 stefndu lífi milljóna í hættu. Ljóst er að neyð fólks í Afganistan er mikil og fer versnandi því lengur sem óvissuástand varir.“ UN Women og UNICEF hafa starfað lengi í Afganistan í þágu kvenna og barna. „Á því verður engin breyting. Samtökin leggja allt kapp á að vernda konur og börn, tryggja þeim öruggt skjól og lífsnauðsynjar á borð við hreint vatn, næringu og heilsugæslu. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér af öllum krafti til að tryggja áfram öryggi Afgana.“ Samtökin hófu í síðustu viku neyðarsafnanir fyrir konur og börn í Afganistan sem hægt er að styðja hér og hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent