Fleiri fréttir

Líkur á að gos fylgi hlaupi í Gríms­vötnum hafa aukist

Ekkert varð úr hrak­spám vísinda­manna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökul­hlaup yrði í Gríms­vötnum það árið og því gæti mögu­lega fylgt eld­gos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatns­magn í vötnin og enn meiri kvika í kviku­hólfið.

Tveir fluttir á bráða­deild eftir rafs­kútu­slys

Rétt upp úr miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi, þar sem einstaklingur hafði fallið af rafhlaupahjóli, eða rafskútu. Viðkomandi var talinn fótbrotinn og var fluttur á bráðadeild til skoðunar.

Allt að 24 stiga hiti

Lægð milli Grænlands og Íslands stjórnar veðrinu hér á landi næstu daga og suðvestlægar vindáttir verða ráðandi. Í dag fara skil með rigningu yfir vesturhluta landsins og í kjölfarið fylgir skúraveður í kvöld og næstkomandi daga.

Þungvopnuð á hóteli skömmu fyrir stjörnuleikinn

Lögregluþjónar í Denver í Bandaríkjunum handtóku á föstudaginn fjóra á hóteli í borginni og lögðu hald á fjölda skotvopna og hundruð byssukúlna. Stjörnuleikur hafnaboltadeildar Bandaríkjanna fer fram í Denver á þriðjudaginn og er talið mögulegt að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð.

Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis

Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins.

„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“

Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld.

Ljónheppinn að fá bílaleigubíl

Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna.

Vörðust stórri sókn Talibana

Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás.

Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann

Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðaþjónustan er að komast í sama horf og fyrir faraldur. Lundabúðir fyllast og flöskuháls hefur myndast hjá bílaleigum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við ferðamenn sem bera fyrirkomulaginu á Keflavíkurflugvelli vel söguna, þrátt fyrir fréttir af örtröð á vellinum undanfarna daga. 

Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn

Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag.

Á­greiningur vegna veiði­gjalda heldur á­fram

Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. 

„Það er hræði­legt að þurfa að fá nálgunar­bann á son sinn“

„Þetta er al­gjör harm­leikur og ég vil koma því á­leiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigur­geirs­dóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Áka­son, segjast hafa lent í vægast sagt ó­skemmti­legu at­viki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra.

Há­værir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra

Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu.

Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“

Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Um­deild stytta í Char­lottes­vil­le fjar­lægð

Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri.

Hiti gæti náð 24 stigum í dag

Á­fram verður til­tölu­lega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar að­eins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austur­landi þar sem hefur verið mikil sumar­blíða síðustu tvær vikurnar.

Tesla Model Y - fyrstu bílar í september

Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr.

Xi og Kim heita nánari samvinnu

Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla.

Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi

Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

Með gosið í gangi heima í stofu

Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd.

Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli

Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir.

Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi

Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hraunfoss streymir í Meradali eftir að gosvirkni breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um goslok. Við fjöllum um stöðu mála við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu.

Hnífstunga á Hverfisgötu

Lögregla var kölluð til í mibænum í dag vegna hnífstungu. Sjónarvottar segja mann hafa verið stunginn á Hverfisgötu.

Efna til í­búa­kosningar um um­deilda fram­kvæmd

Byggðar­ráð Norður­þings mun efna til í­búa­­könnunar um af­­stöðu til upp­­byggingar vindorku­vers á Mel­rakka­­sléttu. Þetta var sam­þykkt á fundi byggðar­ráðs síðasta fimmtu­­dag.

Ör­tröð við Sel­foss

Um­ferð á veginum frá Hvera­gerði til Sel­foss hefur þyngst mikið og er nú komin bið­röð frá Sel­fossi að Ingólfs­hvoli.

Þórunn Egilsdóttir er látin

Þórunn Egils­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, er látin eftir bar­áttu við brjósta­krabba­mein. Hún lést á sjúkra­húsinu á Akur­eyri í gærkvöldi.

Berg­þór sækist eftir endur­kjöri

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.

Sjá næstu 50 fréttir