Fleiri fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11.7.2021 12:08 Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11.7.2021 11:58 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 11.7.2021 11:47 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11.7.2021 11:16 Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11.7.2021 10:20 Sprengisandur: MeToo, sjávarauðlindin og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan tíu til tólf í dag. Kristján Kristjánsson fær til sín ýmsa gesti og fer yfir það sem efst er á baugi í samfélaginu hverju sinni. 11.7.2021 09:49 Hiti gæti náð 24 stigum í dag Áfram verður tiltölulega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar aðeins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austurlandi þar sem hefur verið mikil sumarblíða síðustu tvær vikurnar. 11.7.2021 08:01 Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. 11.7.2021 08:00 Henti blómapotti í lögreglubíl og gisti fangaklefa Maður var handtekinn í miðbænum seint í nótt fyrir að henda blómapott í lögreglubíl. Nokkrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í gærnótt víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. 11.7.2021 07:37 Tesla Model Y - fyrstu bílar í september Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr. 11.7.2021 07:00 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10.7.2021 23:14 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10.7.2021 21:44 Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10.7.2021 20:56 Með gosið í gangi heima í stofu Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. 10.7.2021 20:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10.7.2021 19:52 Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. 10.7.2021 19:08 Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti. 10.7.2021 18:48 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hraunfoss streymir í Meradali eftir að gosvirkni breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um goslok. Við fjöllum um stöðu mála við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.7.2021 18:13 Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. 10.7.2021 18:04 Hnífstunga á Hverfisgötu Lögregla var kölluð til í mibænum í dag vegna hnífstungu. Sjónarvottar segja mann hafa verið stunginn á Hverfisgötu. 10.7.2021 17:31 Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10.7.2021 15:04 Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10.7.2021 15:02 Þórunn Egilsdóttir er látin Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er látin eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi. 10.7.2021 14:09 Bergþór sækist eftir endurkjöri Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili. 10.7.2021 12:39 Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. 10.7.2021 12:36 „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10.7.2021 12:08 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bygljunnar fjöllum við um langar raðir sem mynduðust í Leifsstöð í morgun. Seinkun varð á öllu morgunflugi.Nær fimmtíu flugvélar fara frá vellinum í dag. 10.7.2021 11:58 Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. 10.7.2021 11:53 Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10.7.2021 10:17 Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. 10.7.2021 09:31 Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10.7.2021 08:58 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10.7.2021 08:25 Áfram bongóblíða fyrir austan Austurlandið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – allavega ef fólk er hrifið af sól og hita. Áfram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akureyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spákort Veðurstofunnar. 10.7.2021 07:52 Tvær líkamsárásir í bænum í nótt Tilkynnt var um tvær líkamsárásir við skemmtistaði í miðbænum í nótt. Fyrir utan þetta fór næturlíf miðborgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 10.7.2021 07:31 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10.7.2021 03:11 Biden hótar Pútín aðgerðum vegna rússneskra hakkara Hvíta húsið tilkynnti í dag að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði varað kollega sinn Vladimír Pútín við því að Bandaríkin myndu „verja þegna sína“ gegn rússneskum tölvuárásum. 9.7.2021 23:47 Minnst 52 látin eftir eldsvoða í Bangladess Eldur kviknaði í matvælaverksmiðju í Bangladess í gær. Talið er að hluti fórnarlambanna hafi verið læstur inni í verksmiðjunni. 9.7.2021 23:04 FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. 9.7.2021 21:52 Vegurinn um Vatnsskarð opinn á ný Búið er að opna veginn um Vatnsskarð að fullu eftir að honum var lokað vegna slyss fyrr í kvöld þegar bifreið stóð alelda á veginum. 9.7.2021 21:49 Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9.7.2021 21:31 Alelda bifreið í Vatnsskarði Eldur logaði í bíl í Vatnsskarði á áttunda tímanum í kvöld. Þetta má sjá í myndbandi sem fulltrúi fréttastofu náði á svæðinu. 9.7.2021 20:11 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9.7.2021 20:00 Fréttin hefur verið tekin úr birtingu Fréttin hefur verið tekin úr birtingu með vísan til ritstjórnarstefnu Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 9.7.2021 19:50 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9.7.2021 19:01 Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss. 9.7.2021 18:38 Sjá næstu 50 fréttir
Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11.7.2021 12:08
Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11.7.2021 11:58
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 11.7.2021 11:47
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11.7.2021 11:16
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11.7.2021 10:20
Sprengisandur: MeToo, sjávarauðlindin og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan tíu til tólf í dag. Kristján Kristjánsson fær til sín ýmsa gesti og fer yfir það sem efst er á baugi í samfélaginu hverju sinni. 11.7.2021 09:49
Hiti gæti náð 24 stigum í dag Áfram verður tiltölulega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar aðeins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austurlandi þar sem hefur verið mikil sumarblíða síðustu tvær vikurnar. 11.7.2021 08:01
Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. 11.7.2021 08:00
Henti blómapotti í lögreglubíl og gisti fangaklefa Maður var handtekinn í miðbænum seint í nótt fyrir að henda blómapott í lögreglubíl. Nokkrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í gærnótt víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. 11.7.2021 07:37
Tesla Model Y - fyrstu bílar í september Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr. 11.7.2021 07:00
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10.7.2021 23:14
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10.7.2021 21:44
Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10.7.2021 20:56
Með gosið í gangi heima í stofu Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. 10.7.2021 20:01
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10.7.2021 19:52
Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. 10.7.2021 19:08
Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti. 10.7.2021 18:48
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hraunfoss streymir í Meradali eftir að gosvirkni breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um goslok. Við fjöllum um stöðu mála við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.7.2021 18:13
Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. 10.7.2021 18:04
Hnífstunga á Hverfisgötu Lögregla var kölluð til í mibænum í dag vegna hnífstungu. Sjónarvottar segja mann hafa verið stunginn á Hverfisgötu. 10.7.2021 17:31
Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10.7.2021 15:04
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10.7.2021 15:02
Þórunn Egilsdóttir er látin Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er látin eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi. 10.7.2021 14:09
Bergþór sækist eftir endurkjöri Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili. 10.7.2021 12:39
Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. 10.7.2021 12:36
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10.7.2021 12:08
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bygljunnar fjöllum við um langar raðir sem mynduðust í Leifsstöð í morgun. Seinkun varð á öllu morgunflugi.Nær fimmtíu flugvélar fara frá vellinum í dag. 10.7.2021 11:58
Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. 10.7.2021 11:53
Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10.7.2021 10:17
Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. 10.7.2021 09:31
Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10.7.2021 08:58
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10.7.2021 08:25
Áfram bongóblíða fyrir austan Austurlandið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – allavega ef fólk er hrifið af sól og hita. Áfram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akureyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spákort Veðurstofunnar. 10.7.2021 07:52
Tvær líkamsárásir í bænum í nótt Tilkynnt var um tvær líkamsárásir við skemmtistaði í miðbænum í nótt. Fyrir utan þetta fór næturlíf miðborgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 10.7.2021 07:31
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10.7.2021 03:11
Biden hótar Pútín aðgerðum vegna rússneskra hakkara Hvíta húsið tilkynnti í dag að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði varað kollega sinn Vladimír Pútín við því að Bandaríkin myndu „verja þegna sína“ gegn rússneskum tölvuárásum. 9.7.2021 23:47
Minnst 52 látin eftir eldsvoða í Bangladess Eldur kviknaði í matvælaverksmiðju í Bangladess í gær. Talið er að hluti fórnarlambanna hafi verið læstur inni í verksmiðjunni. 9.7.2021 23:04
FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. 9.7.2021 21:52
Vegurinn um Vatnsskarð opinn á ný Búið er að opna veginn um Vatnsskarð að fullu eftir að honum var lokað vegna slyss fyrr í kvöld þegar bifreið stóð alelda á veginum. 9.7.2021 21:49
Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9.7.2021 21:31
Alelda bifreið í Vatnsskarði Eldur logaði í bíl í Vatnsskarði á áttunda tímanum í kvöld. Þetta má sjá í myndbandi sem fulltrúi fréttastofu náði á svæðinu. 9.7.2021 20:11
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9.7.2021 20:00
Fréttin hefur verið tekin úr birtingu Fréttin hefur verið tekin úr birtingu með vísan til ritstjórnarstefnu Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 9.7.2021 19:50
Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9.7.2021 19:01
Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss. 9.7.2021 18:38