Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 09:31 Svafar Gylfason sjómaður hefur miklar efasemdir um vindmylluáform í Grímsey. Vísir Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. Framkvæmdir hefjast innan nokkurra vikna við að reisa vindmyllur sem eiga að útvega íbúum Grímseyjar rafmagn. Sem stendur er rafmagnið drifið áfram með því að brenna 400 þúsund lítrum af díselolíu í rafstöð á ári hverju, sem sveitarfélagið lítur á sem ósjálfbæra aðferð. Svafar Gylfason sjómaður, sem er fæddur, uppalinn og búsettur í Grímsey allt árið, telur nauðsynlegt að bæta orkumálin í eynni, en telur ekki að vindmyllurnar séu leiðin til þess. Honum líst ekki á að verið sé að nota Grímsey í tilraunaverkefni. Svafar Gylfason hefur búið í Grímsey alla sína ævi.Aðsend mynd „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er náttúran. Maður hefur lesið um það og heyrt að erlendis komi þetta illa niður á fuglalífi. Það er líka vitað mál það er töluverð hávaðamengun af þessu, sem kemur þá hingað í það sem annars er bara kyrrð og ró og fuglasöngur. Þetta er ósnortin eyja og ég held að það verði ljótt að sjá þetta hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi. Að sögn Svafars hafa hann og aðrir íbúar haft lítið um áformin að segja, enda séu ákvarðanirnar í höndum Akureyrarbæjar. Sveitarstjórnin þar fer með málefni þessarar afskekktustu byggðar landsins, þar sem á þriðja tug fólks hefur vetrarsetu alla jafna. Íbúarnir eru um 70 á sumrin. „Það er alltof lítið samráð haft við okkur hérna með heilsársbúsetu. Okkur virðist ekki koma þetta við, það er bara ákveðið að ráðast í þetta,“ segir Svafar. Þyrfti vindmyllugarð til að sinna allri rafmagnsþörfinni Vindmyllurnar tvær og sólarorkuverið eiga samkvæmt Akureyrarbæ að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra á ári til að byrja með. Það er aðeins 5% af núverandi olíunotkun, þannig að betur má ef duga skal. Sveitarfélagið segir að ef reynslan verði góð sé markmiðið að „auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð.“ Samkvæmt áætlun munu þessar fyrstu aðgerðir minnka olíunotkun í eynni um 20 þúsund lítra á ári, en þegar er 400 þúsund lítrum brennt fyrir rafmagn árlega.Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Svafar telur ljóst að ef vinda eigi ofan af díselolíunotkun á eynni þurfi að ganga töluvert lengra í vindmylluátt og í raun reisa vindmyllugarð á eynni. Það yrði þá ekki til annars en að valda enn frekari sjón- og hávaðamengun að hans mati. „Það yrði geggjað að losna við rafstöðina en það verður ekki gert án vindmyllugarðs með þessum hætti. Ég vildi helst sjá að borað væri fyrir heitu vatni, sem við vitum að er hérna undir niðri. Ef það fyndist fengjum við okkur bara varmadælu og málið væri leyst.“ Vindmyllur á hæð við fjarskiptamöstur Stofnkostnaðurinn við verkefnið eru um 20 milljónir króna og fulltrúar Fallorku, sem annast framkvæmdina, minna á að uppsetningin sé afturkræf. Það er með öðrum orðum alltaf hægt að taka vindmyllurnar niður ef þær gefa ekki góða raun. Svipaðar vindmyllur og til stendur að reisa í Grímsey, í Skotlandi. Mynd fengin úr umsókn Fallorku.Fallorka Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, telur sjálfsagt að fólk hafi alls konar skoðun á framkvæmdunum fram undan en kannast ekki við mótstöðu við verkefnið. „Þetta er náttúrulega tilraunaverkefni en stóra verkefnið er að framleiða eitthvað af umhverfisvænni orku. Það er margt í þessu sem er verið að gera í fyrsta skipti á Íslandi og ef vel gengur getur þetta kannski gagnast víðar, sérstaklega á köldum og afskekktum svæðum,“ segir Andri. Stjórnarformaður Fallorku, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, segir að sjónarmið um náttúruvernd og fuglalíf séu góð og mikilvæg, og að þau hafi verið höfð að leiðarljósi við undirbúning verkefnisins. Helsti kosturinn við vindaflið sé að umhverfisbreytingarnar séu afturkræfar. Vindmyllurnar verða um 10-12 metrar á hæð, eða á við hefðbundin fjarskiptamöstur. Andri segir að þær rísi ekki þar sem mikið af fuglum haldi til en að hluti tilraunarinnar sé að fylgjast með því hvort búnaðurinn hafi áhrif á fuglana. Þess er skemmst að minnast að tilraun með vindmyllur hefur áður verið gerð í Grímsey, sem var sett upp á níunda áratugnum. Sú reyndist ekki öflug orkuveita og var tekin niður eftir aldamót. Þá sorgarsögu má lesa hér að neðan. Grímsey Akureyri Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. 18. mars 2021 11:32 Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. 6. maí 2021 09:59 Beislum kraftana betur Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. 29. júní 2021 09:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Framkvæmdir hefjast innan nokkurra vikna við að reisa vindmyllur sem eiga að útvega íbúum Grímseyjar rafmagn. Sem stendur er rafmagnið drifið áfram með því að brenna 400 þúsund lítrum af díselolíu í rafstöð á ári hverju, sem sveitarfélagið lítur á sem ósjálfbæra aðferð. Svafar Gylfason sjómaður, sem er fæddur, uppalinn og búsettur í Grímsey allt árið, telur nauðsynlegt að bæta orkumálin í eynni, en telur ekki að vindmyllurnar séu leiðin til þess. Honum líst ekki á að verið sé að nota Grímsey í tilraunaverkefni. Svafar Gylfason hefur búið í Grímsey alla sína ævi.Aðsend mynd „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er náttúran. Maður hefur lesið um það og heyrt að erlendis komi þetta illa niður á fuglalífi. Það er líka vitað mál það er töluverð hávaðamengun af þessu, sem kemur þá hingað í það sem annars er bara kyrrð og ró og fuglasöngur. Þetta er ósnortin eyja og ég held að það verði ljótt að sjá þetta hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi. Að sögn Svafars hafa hann og aðrir íbúar haft lítið um áformin að segja, enda séu ákvarðanirnar í höndum Akureyrarbæjar. Sveitarstjórnin þar fer með málefni þessarar afskekktustu byggðar landsins, þar sem á þriðja tug fólks hefur vetrarsetu alla jafna. Íbúarnir eru um 70 á sumrin. „Það er alltof lítið samráð haft við okkur hérna með heilsársbúsetu. Okkur virðist ekki koma þetta við, það er bara ákveðið að ráðast í þetta,“ segir Svafar. Þyrfti vindmyllugarð til að sinna allri rafmagnsþörfinni Vindmyllurnar tvær og sólarorkuverið eiga samkvæmt Akureyrarbæ að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra á ári til að byrja með. Það er aðeins 5% af núverandi olíunotkun, þannig að betur má ef duga skal. Sveitarfélagið segir að ef reynslan verði góð sé markmiðið að „auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð.“ Samkvæmt áætlun munu þessar fyrstu aðgerðir minnka olíunotkun í eynni um 20 þúsund lítra á ári, en þegar er 400 þúsund lítrum brennt fyrir rafmagn árlega.Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Svafar telur ljóst að ef vinda eigi ofan af díselolíunotkun á eynni þurfi að ganga töluvert lengra í vindmylluátt og í raun reisa vindmyllugarð á eynni. Það yrði þá ekki til annars en að valda enn frekari sjón- og hávaðamengun að hans mati. „Það yrði geggjað að losna við rafstöðina en það verður ekki gert án vindmyllugarðs með þessum hætti. Ég vildi helst sjá að borað væri fyrir heitu vatni, sem við vitum að er hérna undir niðri. Ef það fyndist fengjum við okkur bara varmadælu og málið væri leyst.“ Vindmyllur á hæð við fjarskiptamöstur Stofnkostnaðurinn við verkefnið eru um 20 milljónir króna og fulltrúar Fallorku, sem annast framkvæmdina, minna á að uppsetningin sé afturkræf. Það er með öðrum orðum alltaf hægt að taka vindmyllurnar niður ef þær gefa ekki góða raun. Svipaðar vindmyllur og til stendur að reisa í Grímsey, í Skotlandi. Mynd fengin úr umsókn Fallorku.Fallorka Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, telur sjálfsagt að fólk hafi alls konar skoðun á framkvæmdunum fram undan en kannast ekki við mótstöðu við verkefnið. „Þetta er náttúrulega tilraunaverkefni en stóra verkefnið er að framleiða eitthvað af umhverfisvænni orku. Það er margt í þessu sem er verið að gera í fyrsta skipti á Íslandi og ef vel gengur getur þetta kannski gagnast víðar, sérstaklega á köldum og afskekktum svæðum,“ segir Andri. Stjórnarformaður Fallorku, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, segir að sjónarmið um náttúruvernd og fuglalíf séu góð og mikilvæg, og að þau hafi verið höfð að leiðarljósi við undirbúning verkefnisins. Helsti kosturinn við vindaflið sé að umhverfisbreytingarnar séu afturkræfar. Vindmyllurnar verða um 10-12 metrar á hæð, eða á við hefðbundin fjarskiptamöstur. Andri segir að þær rísi ekki þar sem mikið af fuglum haldi til en að hluti tilraunarinnar sé að fylgjast með því hvort búnaðurinn hafi áhrif á fuglana. Þess er skemmst að minnast að tilraun með vindmyllur hefur áður verið gerð í Grímsey, sem var sett upp á níunda áratugnum. Sú reyndist ekki öflug orkuveita og var tekin niður eftir aldamót. Þá sorgarsögu má lesa hér að neðan.
Grímsey Akureyri Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. 18. mars 2021 11:32 Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. 6. maí 2021 09:59 Beislum kraftana betur Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. 29. júní 2021 09:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. 18. mars 2021 11:32
Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. 6. maí 2021 09:59
Beislum kraftana betur Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. 29. júní 2021 09:47