Fleiri fréttir

Hrópaði að Bjarna í þing­­­sal: „Þetta var nú bara í hita leiksins“

Fyrsti vara­for­seti Al­þingis var í dag truflaður í miðri kynningu sinni á næsta þing­manni í pontu með hrópum Loga Einars­sonar, formanns Sam­fylkingarinnar, að Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem hafði þá ný­lokið svari sínu við ó­undir­búinni fyrir­spurn.

Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu

Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður.

Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside

Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað.

Þúsundir mótmæla eftir að samkynhneigður maður var myrtur

Þúsundir hafa leitað á götur úti í borgum og bæjum á Spáni til að krefjast réttlætis, jafnréttis og verndar eftir að samkynhneigður maður var myrtur af hópi manna. Lögregla telur að árásarkveikjan hafi verið fordómar árásarmannanna fyrir hinsegin fólk.

Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás

Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking.

Gæslu­­­stjóri snið­­­gengur Þjóð­há­­­tíð og rit­stjóri safnar undir­skriftum

Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð.

Braga og Gunnars minnst á Alþingi

Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní.

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð

„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Illa hefur gengið að ráða fólk í gistiþjónustu þrátt fyrir snarpa fjölgun ferðamanna. Vonir standa til að hægt verði að anna eftirspurn sem fyrst. Við ræðum við forstjóra Vinnumálastofnunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu

Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni.

Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi

Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun.

Vara við því að óbólu­sett börn ferðist til út­landa

Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það.

Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka

Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi.

Ráðin til starfa sem fram­kvæmda­stjóri hjá OECD

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar.

Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur

Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar.

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Elsa stefnir til Bandaríkjanna

Hitabeltisstormurinn Elsa, sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafsríkjum undanfarna dag, stefnir nú norður til Bandaríkjanna.

Öryggismál á fæðingardeildum enn í ólestri

Ef tíðni andvana fæðinga og nýburadauða væri sú sama í Bretlandi og Svíþjóð, myndu þúsund færri börn deyja í Bretlandi á ári hverju. Þetta eru niðurstöður þingnefndar um aðbúnað og öryggi á breskum fæðingardeildum.

Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu

Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.

140 skólabörnum rænt í Nígeríu

Þungvopnaðir menn brutust inn í skóla í borginni Kaduna í Nígeríu í dag og námu á brott 140 börn. Atvikið er það fjórða sinnar tegundar í Kaduna síðan í desember í fyrra.

Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur

Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum.

Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfsi­de

Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi.

Sjá næstu 50 fréttir