Fleiri fréttir

Fyrstu myndir af nýjum Kia EV6

Kia sýndi í dag fyrstu myndirnar af nýjum rafbíl sem ber heitið EV6. Um er að ræða sportlegan jeppling sem er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. EV6 verður frumsýndur í vor og er mikil eftirvænting eftir komu hans á markað.

Þrír stórir skjálftar á tólfta tímanum en enginn órói

Þrír stórir skjálftar urðu á tólfta tímanum í kvöld en enginn órói hefur mælst í kjölfarið, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir urðu allir við Fagradalsfjall og fundust vel á suðvesturhorninu.

Biden í basli á landamærunum

Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar.

Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108.

Ekki von á frekari tilslökunum á næstunni

Sóttvarnalæknir segir hópsmit komið upp í samfélaginu en hann vonar að ný bylgja sé ekki hafin. Þá segir hann að Íslendingar megi ekki búast við frekari tilslökunum í sóttvörnum á næstunni.

Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar í tvöfalda skimun

Mikill meirihluti starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar var sendur í skimun í gær og heim í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.

Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld

Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt.

Skjálfti af stærðinni 3,5 í Fagradalsfjalli

Á síðustu klukkustund hafa sex skjálftar yfir þrír á stærð mælst við Fagradalsfjall. Skjálftanna hefur orðið vart í Grindavík en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.

Segir forgangsmál að koma í veg fyrir frekari slys

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöldum hafi verið mjög brugðið við slysið í Áslandshverfi og úrbætur séu þegar hafnar. Mildi sé að ekki hafi farið verr. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu.

Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma.

Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys

Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum.

Drottningin tjáir sig um viðtalið

Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 

Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur

Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu.

„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári

„Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis.

Gera ráð fyrir að bólu­efni Jans­sen fái markaðs­leyfi fyrir helgi

Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19.

Farinn að hreyfa sig og sparka í bolta eftir hrikalegt slys

Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 

79-81 árs fengu bólusetningu í dag

Allir sem eru 79 ára til 81 árs á höfuðborgarsvæðinu, fæddir á árunum 1940-1942, fengu boð um bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku.

Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel

Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans.

„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu.

Upp­tökur sýna hvað gerðist í Sund­höllinni

Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu.

Hundur Joes Biden til vand­ræða og sendur burt úr Hvíta húsinu

Tveimur hundum bandarísku forsetahjónanna Joe og Jill Biden, hefur verið vísað burt úr Hvíta húsinu í Washington og þeir sendir aftur til heimilis Biden-hjónanna í Delaware. Þetta var gert í síðustu viku eftir að annar hundanna, Major Biden, sýndi af sér árásargjarna hegðun.

„Við erum að rannsaka morðmál hérna“

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda.

Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu

Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili.

Gul viðvörun á fjórum spásvæðum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir. Viðvörunin tekur gildi klukkan sex í fyrramálið og gildir til miðnættis. Varað er við hvassviðri eða stormi, snjókomu eða hríð og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

98 látnir eftir sprengingarnar í Bata

Fjöldi látinna eftir sprengingarnar á herstöðinni í hafnarborginni Bata í Miðbaugs-Gíneu er nú kominn í 98. Auk þeirra slösuðust rúmlega sex hundruð manns og gæti fjöldi látinna því hækkað enn frekar þegar fram í sækir.

Galli á jafnréttislögum sem nú sé búið að laga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mál menntamálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur ekki hafa verið rætt á fundi ríkisstjórnar og heldur ekki við sig persónulega. Málið sé dæmi um galla á jafnréttislögum sem nú sé búið að laga.

Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans

Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir