Fleiri fréttir

Evrópuríki horfa annað í leit að bóluefni

Danir og Austurríkismenn ætla að funda með Ísraelsstjórn á morgun um bóluefnissamstarf. Vaxandi óánægja er á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hægagang í bóluefnismálum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftana á Reykjanesskaga og ræðum við Kristínu Jónsdóttur náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni en snarpur skjálfti reið yfir rétt eftir klukkan ellefu í morgun.

Öflugur skjálfti í Grikklandi

Stór jarðskjálfti varð í Grikklandi í morgun (skömmu eftir hádegi að staðartíma) en engar fregnir hafa enn sem komið er borist af mannskaða eða tjóni. Skjálftinn varð nærri bænum Larissa í miðhluta Grikklands.

Sprungu­gos á Reykja­nes­skaga vart staðið lengur en í viku

Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna.

Tveir handteknir vegna líkamsárása í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás klukkan 00:39. Segir í dagbók lögreglu að um minniháttar hafi verið að ræða. Einn maður var handtekinn vegna málsins og gistir hann fangageymslu.

Nýr rafsendibíll frá Citroën

Brimborg kynnir Citroën ë-Jumpy 100% hreinan rafsendibíl sem væntanlegur er til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug.

Marg­falt fleiri skjálftar á viku en heilu ári

Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019.

Smábarn lifði af fimmtíu metra fall

Lífsbjörg varð þegar þriggja ára gamalt barn féll af svölum á tólftu hæð húss í Hanoi, höfuðborg Víetnam, á sunnudag. Barnið féll um fimmtíu metra en sendiferðabílstjóri sem átti leið hjá náði að grípa í það áður en það skall í götuna.

„Staðan í Foss­vogs­skóla er graf­alvar­leg“

Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða.

Eldri Frakkar fá bóluefni AstraZeneca

Frakklandsstjórn snerist í dag hugur og ákvað að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma fái nú bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni.

Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld

Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu.

Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði

Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa.

Látrabjarg friðlýst

Umhverfisráðherra skrifaði undir friðlýsingu Látrabjargs, eins stærsta fuglabjargs Evrópu í dag. Markmið friðlýsingarinnar er sagt að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst að sjálfsögðu áfram með skjálftahrinunni suður með sjó. Það er stöðugt óvissustig, ekki síst hjá fólkinu sem býr í nágrenninu, Grindavík, Vogum og öðrum bæjum á Suðurnesjum og sérfræðingar fylgjast grannt með.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili

Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.

Mögu­lega á leið inn í nýja um­brota­hrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“

Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“.

Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum.

Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar

Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands.

Sjö sendir til baka án gildra vottorða

Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun.

Samþykktu nýjan kjarasamning með miklum meirihluta

Kjarasamningur AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál var samþykktur með 94 prósent greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk í gær. Á kjörskrá voru 457 starfsmenn og var kjörsókn 72,4 prósent. Samningurinn gildir til þriggja ára, afturvirkt frá 1. mars 2020 að því er segir í tilkynningu frá Alcoa.

Styttri þjónustutími á völdum leiðum Strætó

Í gær stytti Strætó tímabundið þjónustutíma á kvöldin á völdum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Ekki kemur fram í hve langan tíma skerta þjónustan mun vara.

Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni.

Sjá næstu 50 fréttir