Fleiri fréttir

Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels

Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar.

Ás­laug segir að­fanga­dags­sím­tölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna

Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið.

Bein útsending: Saga íslensku stjórnarskrárinnar

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti samfélagssviðs HR, fjallar um sögu íslensku stjórnarskrárinnar í stafrænum þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og er reiknað með því að hann verði um klukkustund að lengd.

Riða komin upp í Húnaþingi vestra

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi. Síðast greindist riða í hólfinu árið 2015. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins.

81 árs og eldri streyma í bólusetningu

Í dag hófst bólusetning fyrir Covid-19 á einstaklingum í aldurshópnum 81 árs og eldri. Á höfuðborgarsvæðinu fer bólusetningin fram í Laugardalshöll en þangað eru þeir boðaðir sem fæddir eru 1939 eða fyrr að því er segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann

Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann.

Katla Þorsteinsdóttir er látin

Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin, 57 ára að aldri. Katla lést á heimili sínu þann 1. mars eftir baráttu við krabbamein síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kötlu.

Minnast Johns Snorra við Vífilsstaðavatn í kvöld

Vinir og vandamenn Johns Snorra Sigurjónssonar ætla að hittast við Vífilsstaðavatn í kvöld klukkan 19:30 í þeim tilgangi að biðja og eiga samverustund. Eftir bænastund sem leidd verður af Jónu Hrönn Bolladóttur presti stendur til að mynda hring um vatnið með höfuð og vasaljósum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með virkt smit á landamærum, og greindist hann í fyrri skimun.

Frið­rik og Maríanna vilja í for­manns­stól BHM

Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, hafa gefið kost á sér í embætti formanns Bandalags háskólamanna (BHM).

Guð­mundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Íslendingar þurfi að vera meira vakandi fyrir veikingu hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn

„Það hafa allar rannsóknir sýnt það hér á landi að meðalhitinn hér er nátengdur hitastiginu í sjónum. Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hitafar hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum af því að við erum eyja úti á miðju Atlantshafi. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast mjög vel með allri umræðu sem á sér stað um þetta og öllum rannsóknum og leggja okkar að mörkum til þess að auka hér vöktun og mælingar.“

Pas­hin­y­an kveðst reiðu­búinn að flýta kosningum

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur beðið þjóð sína fyrirgefningar og kveðst reiðubúinn að flýta þingkosningum í landinu, sé það vilji þingsins. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir átök Armena og Asera vegna héraðsins Nagorno-Karabakh.

Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa

Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu.

Skaut á al­menna borgara

Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum.

Erla Wigelund er látin

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, er látin 92 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn.

Að­stoðar­maður Lady Gaga tjáir sig um skot­á­rásina

Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag.

Tvær konur saka ríkis­stjóra New York um kyn­ferðis­lega á­reitni

Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni.

Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp

Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

Búið að bólu­setja um 3,5% Ís­lendinga

Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir.

Settu upp beint streymi af Keili ef það skyldi gjósa

Staðarmiðillinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ sendir nú út beint streymi af fjallinu Keili, eftir að fregnir bárust af því að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga gætu verið að aukast. Streymið er tekið upp út um glugga á skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð, sem ritstjórinn segir hafa vaggað nánast stanslaust síðustu daga.

Ein sprauta dragi veru­lega úr líkum á al­var­legum veikindum

Ein sprauta af bóluefnum AstraZeneca eða Pfizer, sem bæði eru almennt gefin í tveimur skömmtum með nokkurra vikna millibili, dregur úr líkum á þörfinni á spítalainnlögn vegna Covid-19. Þetta hefur rannsókn sem gerð var á fólki yfir áttræðu í Englandi leitt í ljós.

Lík­legasta skýring á jarð­skjálftunum að kviku­inn­skot sé að myndast

Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um skjálftahrinuna sem ríður yfir landið. Meðal annars verður rætt við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing, og bæjarstjóra á Reykjanesinu um rýmingaráætlun.

Hafnar öllum ásökunum um misgjörðir á K2

Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje, sem ásamt hópi samlanda sinna náði fyrstur á tind K2 að vetrarlagi í janúar, fann sig í gær knúinn til að svara ásökunum gegn hópnum um ýmislegt misjafnt á leið á toppinn. Hann þvertekur meðal annars fyrir að hópurinn hafi skorið á klifurlínur í grennd við tindinn, sem fjallagarpar nota sér til aðstoðar á klifri sínu.

Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu

Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli.

Sjá næstu 50 fréttir