Fleiri fréttir

Vonast enn eftir kraftaverki á K2

Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins.

Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér

Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um leitina að John Snorra Sigurjónssyni sem saknað er á K2 en leitin hefur enn engan árangur borið og fer vonin dvínandi um að hann og félagar hans finnist á lífi.

„Það bjargar enginn heiminum einn“

Ungir þáttastjórnendur kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í nýrri þáttaröð á KrakkaRÚV, HM30,  sem framleidd í samstarfi við forsætis- og utanríkisráðuneytið.

Netanyahu segist sak­laus af á­sökunum um spillingu

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga.

Hyundai Nexo er Nýorkubíll ársins að mati GQ

Tímaritið GQ í Bretlandi veitti í vikunni Hyundai Nexo verðlaunatitilinn Nýorkubíll ársins 2021 (Alternative Energy Car of the Year) á árlegu verðlaunahátíð sinni í London. Í umsögn dómnefndar er Hyundai hrósað fyrir sína djörfu einstöku þróunarleið sem farin var við hönnun aflgjafa Nexo og sem fáir aðrir framleiðendur hafi fetað við þróun nýrra orkugjafa fyrir samgöngur.

Þúsundir mótmæla í Mjanmar

Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.

Leit heldur áfram á K2 í dag

Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur.

Þessar breytingar á sam­komu­banni tóku gildi á mið­nætti

Ný reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra um sam­komu­tak­markanir vegna kórónu­veirufar­aldursins tók gildi á mið­nætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmti­stöðum og spila­kassa­sölum verður heimilt að opna á ný að upp­fylltum skil­yrðum.

„Vonin hefur dvínað“

Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi.

George Shultz látinn 100 ára að aldri

George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.

Páfi skipar konu sem annan varaformann biskuparáðsins

Kona mun nú í fyrsta sinn sitja í embætti varaformanns biskuparáðs kaþólsku kirkjunnar, sem er páfa til ráðgjafar. Páfagarður tilkynnti í gær að Francis páfi hefði skipað Nathalie Becquart, franska nunnu, í embættið.

Drottningin fékk lögum breytt til að sveipa auðæfi sín leyndarhjúp

Elísabetu drottningu tókst að fá stjórnvöld til að gera breytingar á lagafrumvarpi til að koma í veg fyrir að almenningur fengi upplýsingar um persónuleg auðæfi hennar. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem blaðamenn Guardian fundu í breska þjóðskjalasafninu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um leitina að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans. Leitaraðgerðir báru ekki árangur í dag en leitað var á meðan dagsbirtu naut.

Leit að mestu lokið í dag

Tekið er að rökkva í Pakistan. Klukkan er að ganga níu að kvöldi og því er leit að John Snorra og samferðamönnum hans að mestu lokið í dag. Gert er ráð fyrir að þyrlur muni aftur leita á svæðinu á morgun.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins.

Sjá næstu 50 fréttir