Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 12:33 Nýja flugbrautin í Nuuk. Fjallið Sermitsiaq, sem flugvélin rakst á, sést til hægri. Isavia Flugmaður litlu Cessna-flugvélarinnar, sem fórst við Nuuk á laugardag, var reyndur breskur ferjuflugmaður. Hann hugðist millilenda í Reykjavík á sunnudagskvöld og fljúga áfram til Skotlands á mánudag. „Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var ný af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
„Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var ný af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11