Fleiri fréttir

Fleiri fá að snúa heim á Seyðisfirði

Rýmingu hefur nú verið aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði og geta íbúar við fjórar götur í bænum til viðbótar snúið aftur heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram er í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði vegna skriðuhættu en þar féll stór skriða á bæinn skömmu fyrir jól.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Þáttaskil urðu í dag þegar fyrstu einstaklingarnir hér á landi voru bólusettir gegn Covid-19. Fólk var fullt tilhlökkunar yfir því að loks sé farið að sjá fyrir endann á faraldrinum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fimm létust í jarðskjálftanum í Króatíu

Fimm létust í kröftugum jarðskjálfta sem varð nærri Zagreb í Króatíu um hádegisbil og þar af 12 ára stúlka. Nýjustu mælingar sýna að skjálftinn hafi verið um 6,4 að stærð samkvæmt frétt Reuters.

Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa

Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni.

Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar

Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því.

Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur

Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga.

Birgir Svan Símonarson látinn

Birgir Svan Símonarson kennari og rithöfundur lést þann 25. desember síðastliðinn á Líknardeild landspítalans í Kópavogi.

Sakar Trump-liða um að draga lappirnar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB.

Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan

Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót.

John Snorri þráir kóka-kóla á K2

John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla.

Fengu ó­­vart fimm­faldan skammt bólu­efnis

Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum.

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta á Norður­landi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra aflýst óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi. Óvissustigi var lýst yfir 20. júní síðastliðinn vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 kílómetrum norðaustan við Siglufjörð.

Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar

Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttatíminn í dag verður að mestu helgaður þeim tímamótum sem urðu í morgun þegar bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi.

„Ár prófrauna, harmleikja og tára“

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir kolefnisjafnvægi  fyrir árið 2050 helsta baráttumál samtakanna á næsta ári.

Höfða mál til að afhenda Lilju kirkju

Hofssókn á Hofsósi hefur skorað á alla þá sem telja sig vera eigendur eða eiga rétt til Hofskirkju að gefa sig fram, sem hluti af dómsmáli sem miðar að því að afhenda athafnakonunni Lilju Pálmadóttur kirkjuna.

Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum

Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun.

Svona var 149. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn mun vera sá 148. í röðinni en fundir hafa verið haldið með reglulegum hætti þetta ár sem senn er á enda.

Gaf Demókrötum gullið tækifæri

Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 

Frægt upp­töku­ver í Dan­mörku eyði­lagðist í bruna

Puk-upptökuverið fyrir utan Randers í Danmörku brann til kaldra kola í gær. Upptökuverið naut talsverðra vinsælda á sínum tíma þar sem alþjóðlegar stórstjörnur á borð við Elton John, Depeche Mode, George Michael, Gary Moore og Judas Priest tóku þar öll upp tónlist.

Snjókoma með köflum og allt að tólf stiga frost

Það verður breytileg átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu en norðvestan tíu til fimmtán austast á landinu. Þá verður snjókoma með köflum norðvestan- og vestanlands fram á kvöld en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum.

Úrval rafbíla frá Mercedes-Benz eykst

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og áætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun á rafbílaþróun hjá Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir.

Sjá næstu 50 fréttir