Innlent

Grænbók um byggðamál: Fjölgun landsmanna gríðarlega misdreifð milli landshluta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda fólksfjölgunar.
Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda fólksfjölgunar. Vísir/Vilhelm

Á árunum 1998 til 2020 fjölgaði landsmönnum úr 272.381 í 364.134, eða um 33,7 prósent. Fjölgunin dreifðist hins vegar mjög misjafnlega milli landshluta, frá 77,1 prósenta fjölgun á Suðurnesjum niður í 16,7 prósenta fækkun á Vestfjörðum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grænbók um byggðamál, sem nú hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögn er til 25. janúar.

Í grænbókinin eru veittar upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála og leitast við því að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar helstu áskoranirnar eru til framtíðar.

Þróun síðustu áratuga hefur verið sú að í dag búa um 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar má nefna að 36 prósent íbúa Danmerkur búa á Kaupmannahafnarsvæðinu og um 30 prósent íbúa Noregs á Oslóarsvæðinu.

Í grænbókinni kemur fram að ákveðin sveitarfélög hafi frá árinu 1998 tapað allt frá fimmtungi til ríflega þriðjungs íbúa. Eitt einkenna svæða sem búið hafa við fækkun eða stöðnun í íbúarfjölda sé skekkt kynjahlutfall, þar sem konur eru í minnihluta og hlutfall kvenna á barneignaraldri lægra en í öðrum aldurshópum.

Þá segir að ein af stærri lýðfræðilegu breytingum íslensks samfélags frá aldamótum sé mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. 

„Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang var 2,1% 1998, 7,0% 2014, 10,9% 2018, 12,4% 2019 og 13,5% 2020. Þetta hlutfall er þó mjög misjafnt milli landshluta og einstakra sveitarfélaga. Þannig er hlutfallið allt frá 45% þar sem það er hæst niður í rúmt 1% í því sveitarfélagi þar sem það er lægst.“

Grænbókina má finna á samráðsvef stjórnvalda.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×