Bílar

Úrval rafbíla frá Mercedes-Benz eykst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
EQA
EQA

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og áætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun á rafbílaþróun hjá Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Hinir nýju rafbílar munu allir bera EQ nafnið sem er nýtt undirmerki Mercedes-Benz tileinkað raf- og tengiltvinnbílum.

Nýr EQA kemur til landsins í febrúar nk. en þessi netti sportjeppi er nú þegar kominn í forsölu hjá Bílaumboðinu Öskju og hægt er að tryggja sér einn af fyrstu bílunum sem koma til landsins á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútfærslu árið 2017 og kemur nú í fjöldaframleiðslu. EQA er hreinn rafbíll og verður með yfir 400 km drægni skv. WLTP staðli.

EQB

Þeir bílar sem einnig eru í farvatninu eru EQS, EQB, EQE, EQS SUV og EQE SUV. Af þeim koma EQA, EQB og lúxusrafbíllinn EQS strax á næsta ári en sá síðastnefndi verður nýtt flaggskip rafbílaflota Mercedes-Benz. Þeir munu ganga til liðs við núverandi rafbíla frá Mercedes-Benz þá EQC, EQV og eVito Tourer en þeir tveir síðarnefndu voru frumsýndir fyrir stuttu hjá Bílaumboðinu Öskju. Sportjeppinn EQC var fyrsti hreini rafbíll Mercedes-Benz en hann kom á markað í fyrra og hefur fengið góða dóma.

„Við erum að hefja stórsókn í rafbílavæðingunni. Framleiðsla á sex nýjum rafbílum fram að árslokum 2022 sýnir styrk og metnað Mercedes-Benz í framleiðslugetu á heimsvísu. Við munum framleiða Mercedes-Benz rafbíla í tæknivæddum verksmiðjum okkar á sex stöðum í heiminum. Framleiðsla á háþróuðum rafhlöðum og sjálfbærni mun spila lykilhlutverk í þessari áætlun okkar sem mun gera Mercedes-Benz leiðandi í þróun rafbíla í heiminum,“ segir Jörg Burzer, stjórnarmaður hjá Daimler, sem er eigandi Mercedes-Benz.

EQS

Daimler tilkynnti nýlega að fyrirtækið hefði fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, en það samsvarar um 118 milljörðum króna. Verksmiðjan er í Sindelfingen í Þýskalandi þar sem fleiri verksmiðjur Mercedes-Benz eru staðsettar og hefur fengið heitið „Verksmiðja 56“. Alls hefur Daimler fjárfest fyrir 2,1 milljarð evra á Sindelfingen svæðinu eða tæpa 340 milljarða króna.

„Við hjá Öskju erum spennt að frumsýna þessa stórglæsilegu bíla frá Mercedes-Benz sem munu koma í sýningarsalinn okkar fljótlega á næsta ári. Það er mjög mikill heiður að Mercedes-Benz horfi á Ísland sem mikilvægan markað fyrir rafbílana sína sem leiðir til þess að við erum með fyrstu mörkuðum í heimi til að fá þá hverju sinni. Núna strax í febrúar munum við frumsýna nýjan EQA sem er framhjóladrifinn borgarjepplingur með yfir 400 km drægi. Verðið kemur líka glettilega á óvart en hann mun kosta frá 6.590.000 og verður þá ríkulega útbúinn,“ segir Jónas Kári Eiríksson, forstöðumaður vörustýringar hjá Bílaumboðinu Öskju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×