Fleiri fréttir

Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“.

Sýknaðir vegna eyði­leggingar Babri-moskunnar í Ayodhya

Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar.

Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar

Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum.

Mercedes-AMG barnakerrur og vagnar

Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum.

Fljúgandi hálka á götum borgarinnar

Fljúgandi hálka er á götum borgarinnar nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega.

Fyrstu kappræður Trumps og Bidens

Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnis­burði um galla byssunnar

Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu.

„Það vantar að einhver grípi okkur“

Móðir sem flutti af landi brott til að fá betri heilbrigðisþjónustu fyrir son sinn segir skorta stuðning frá heilbrigðiskerfinu þegar kemur að langveikum börnum.

Segir SA hafa sett á svið sjónar­spil og skrípa­leik

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum.

Unglæknar krefjast endurbóta

Unglæknar í Barcelona fjölmenntu á götum borgarinnar í dag. Þar mótmæltu hundruð lækna vinnuaðstöðu þeirra, álagi og kjörum á meðan þau berjast við aðra bylgju nýju kórónuveirunnar sem herjar nú á Spánverja.

Boða frelsun höfrunganna og loka minkabúum

Á innan við fimm árum verður búið að innleiða víðtæktbann sem gerir sædýragörðum óheimilt að halda höfrunga og háhyrninga, minkabú verða ólögleg og þá verður óheimilt að hafa villt dýr með í för fjölleikahópa.

Reyndi ítrekað að stinga konuna í höfuðið

33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum.

Segir frumvarp ráðherra um nýsköpunarmál vanhugsað

Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður um áramót samkvæmt frumvarpi nýsköpunarráðherra. Einkahlutafélag utan um nýsköpunargarða eiga að hluta að taka við verkefnum miðstöðvarinnar og spara þannig um 300 milljónir króna á ári.

Loka leik­skólanum Baugi í Kópa­vogi vegna smits

Leikskólanum Baugi í Kópavogi hefur verið lokað tímabundið og allir starfsmenn og börn send í sóttkví eftir að eitt kórónuveirusmit greindist þar. Foreldrar fengu upplýsingar um smitið og lokunina seint í gærkvöldi.

400 Icelanders Named In Zhenhua Data Leak

Of the millions of people whose personal information has been compiled and stored by Chinese tech company Zhenhua Data, a... The post 400 Icelanders Named In Zhenhua Data Leak appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Birta nöfn Ís­lendinga í kín­verska gagna­grunninum

Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann.

Sjá næstu 50 fréttir