Fleiri fréttir

Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu

„Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Í sjálfheldu í Óshyrnuhlíðum

Björgunarsveitir voru kallaðar til á sjöunda tímanum í kvöld eftir að göngukona hafði kallað eftir aðstoð en hún var í sjálfheldu í hlíðum fjallsins Óshyrnu sem stendur við Bolungarvík.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því að til greina kemur að herða á sóttvarnaraðgerðum vegna fjölgunar fólks sem smitast hefur af kórónuveirunni innanlands.

Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Finna engin tengsl í tveimur tilfellum

Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga.

Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi

Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025.

„Ég myndi aldrei nokkurn tímann treysta Garmin aftur“

Rússneskur hakkarahópur hefur krafið tæknirisann Garmin um tíu milljónir dollara í lausnargjald. Öryggissérfræðingur á Íslandi segir að hann muni aldrei treysta Garmin aftur. Íslensk fyrirtæki hafi borgað lausnargjald vegna samskonar árásar. 

Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman

Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna.

Segir fulla ástæðu til að hægja á tilslökunum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist áhyggjufull vegna fjölgunar kórónuveirusmita innanlands sem greinst hafa á síðustu dögum. Hún segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim.

Aftur boðað til upplýsingafundar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“

Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita

Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. 

Sjá næstu 50 fréttir