Fleiri fréttir

„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“

Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð.

Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu

Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst.

Missti með­vitund í snjónum og man eftir sér á sjúkra­börunum

Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó.

Matarskortur aldrei meiri en nú í sunnanverðri Afríku

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hvetur þjóðir heims til þess að bregðast við útbreiddum matvælaskorti í sunnanverðri Afríku. Í sextán þjóðríkjum í þessum heimshluta búa 45 milljónir manna, einkum konur og börn, við alvarlegan matvælaskort, ýmist vegna þurrka, flóða eða annarra ytri aðstæðna.

Svona er staðan á Flateyri í dag

Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag.

Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta

Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta.

Lam hótar mótmælendum í Hong Kong

Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“.

Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan.

Flateyringar enn innlyksa

Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa.

Sjá næstu 50 fréttir