Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta Heimsljós kynnir 16. janúar 2020 11:45 Save the Children - Barnaheill. Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta. Stúlkur á flótta hafa ekki verið fleiri frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Stúlkur eru sérlega berskjaldaður hópur flóttamanna, þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir vilja oft gleymast. Stúlkur á flótta eiga á meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, svo sem kynferðislegu ofbeldi og verða hnepptar í barnahjónaband, í flestum tilfellum flosna þær einnig upp úr námi,“ segir í frétt á vef Barnaheilla – Save the Children. „Í heimi með sífellt sterkari straumum af þjóðernishyggju og útlendingahatri, viljum við leggja áherslu á sameiginlega ábyrgð okkar á að veita öllum börnum tækifæri til að sýna styrk sinn og hvað í þeim býr. Með hjálp Línu, viljum við styðja við stúlkur sem þarfnast þess einna mest, og á sama tíma láta rödd þeirra heyrast. Verkefni Barnaheilla – Save the Children styðja við þessar stúlkur en hlutverk Línu er að vera hvetjandi fyrirmynd sem veitir þeim styrk og von,“ segir Olle Nyman framkvæmdastjóri Astrid Lindgren Company og barnabarn Astrid Lindgren. „Fyrir 75 árum kom sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – ein í nýjan bæ. Í dag neyðast milljónir stúlkna til að yfirgefa heimili sín og flytja, ekki aðeins í nýjar borgir heldur líka til nýrra landa. Stúlkur á flótta þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð. Þær eru Línur dagsins í dag!,“ segir í frétt Barnaheilla – Save the Children. Átakið fer meðal annars fram á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi og Sviss. Með sölu á „Línu“-vörum og skipulagningu á ýmsum viðburðum, taka fyrirtæki þátt í að safna fé til verkefna Barnaheilla – Save the Children og styðja við stúlkur á flótta.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent
Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta. Stúlkur á flótta hafa ekki verið fleiri frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Stúlkur eru sérlega berskjaldaður hópur flóttamanna, þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir vilja oft gleymast. Stúlkur á flótta eiga á meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, svo sem kynferðislegu ofbeldi og verða hnepptar í barnahjónaband, í flestum tilfellum flosna þær einnig upp úr námi,“ segir í frétt á vef Barnaheilla – Save the Children. „Í heimi með sífellt sterkari straumum af þjóðernishyggju og útlendingahatri, viljum við leggja áherslu á sameiginlega ábyrgð okkar á að veita öllum börnum tækifæri til að sýna styrk sinn og hvað í þeim býr. Með hjálp Línu, viljum við styðja við stúlkur sem þarfnast þess einna mest, og á sama tíma láta rödd þeirra heyrast. Verkefni Barnaheilla – Save the Children styðja við þessar stúlkur en hlutverk Línu er að vera hvetjandi fyrirmynd sem veitir þeim styrk og von,“ segir Olle Nyman framkvæmdastjóri Astrid Lindgren Company og barnabarn Astrid Lindgren. „Fyrir 75 árum kom sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – ein í nýjan bæ. Í dag neyðast milljónir stúlkna til að yfirgefa heimili sín og flytja, ekki aðeins í nýjar borgir heldur líka til nýrra landa. Stúlkur á flótta þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð. Þær eru Línur dagsins í dag!,“ segir í frétt Barnaheilla – Save the Children. Átakið fer meðal annars fram á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi og Sviss. Með sölu á „Línu“-vörum og skipulagningu á ýmsum viðburðum, taka fyrirtæki þátt í að safna fé til verkefna Barnaheilla – Save the Children og styðja við stúlkur á flótta.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent