Fleiri fréttir

Vaðlaheiðargöng opnuð aftur eftir brunann

Eldur kviknaði í bíl austan megin í gangamunna Vaðlaheiðarganga í dag og fyllti mikill reykur göngin. Sprengingar og mikill eldur var í göngunum og gekk slökkviliði vel að ná niðurlögum eldsins.

Merkel segist ætla að snúa aftur í háskóla

„Allir þeir háskólar sem hafa veitt mér heiðursdoktorsgráðu munu heyra frá mér aftur þegar ég er ekki lengur kanslari,“ sagði Merkel í ræðu sinni við tilefnið.

Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast

Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um fellibylinn Dorian sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn.

Bíl og yfir hundrað bíllyklum stolið frá Bílabúð Benna

Bíl auk miklum fjölda bíllykla, var stolið frá bílasölu í Árbænum aðfaranótt föstudagsins 30. ágúst. Frá þessu greinir Ólafur Benediktsson, framkvæmdastjóri dekkjasviðs Bílabúðar Benna á Facebook síðunni Brask og brall.is þar sem hann óskar eftir aðstoð netverja við lausn málsins

Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega

Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag.

Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há

Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar.

Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli alla helgina

Það verður mikiið um að vera um helgina á Hvolsvelli því þar fer fram árleg bæjarhátíð, sem kallast Kjötsúpuhátíð en þar er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu.

Akureyri iðar af lífi á Akureyrarvöku

Akureyringar fagna afmæli bæjarins um helgina með bæjarhátíðinni Akureyrarvöku. Dagskráin í dag er þéttskipuð viðburðum en deginum lýkur með stórtónleikum í Listagilinu í kvöld.

Tveir lífeyrissjóðir fá tilmæli frá Neytendastofu vegna framsetningar á markaðsefni

Neytendastofa hefur sent tveimur lífeyrissjóðum tilmæli um að þeir gæti að að framsetningu fullyrðinga í markaðsefni sínu þannig að hún sé ekki villandi fyrir neytendur. Stofnunin ákvað síðasta sumar að kanna auglýsingar hjá sjóðunum eftir að í þeir höfðu auglýst að þeir hefði fengið verðlaun fyrir að vera bestir.

Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum.

Lars Løkke hættir sem formaður Venstre

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins

Sirhan Sirhan stunginn í steininum

Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum.

Ítrekaðar árásir á iPhone-síma

Fjöldi vefsíðna gat óáreittur komið skaðlegum tölvuveirum í þúsundir iPhone-síma. Upplýsingum og lykilorðum stolið og fylgst með staðsetningu notanda. Rannsakandi hjá Google segir neytendur fátt geta gert.

Foreldrar sjá börnin sín í nýju ljósi

Snorri Magnússon hefur kennt ungbarnasund í nærri þrjá áratugi. Gleði, nánd og traust eru í forgrunni og æfingarnar í laug­inni geta haft jákvæð áhrif, til dæmis á líðan foreldra og hreyfiþroska barna.

Stálu snyrtivörum að andvirði tugþúsunda

Tvö þjófnaðarmál eru nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin komu bæði upp í komuverslun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli fyrr í ágústmánuði.

Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur

Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur.

Thun­berg í lofts­lags­verk­falli hjá SÞ

Loftslagsaðgerða­sinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær.

Öfgahópar gætu sprottið upp í Líbíu

Bandaríkjaher óttast að tómarúm í Líbíu leiði af sér fleiri hryðjuverkahópa. Óöld hefur ríkt í landinu í að verða áratug en ekkert varð af friði eftir að Gaddafi var felldur. Mörg stórvelda heims hafa verið með puttana í átökunum.

Missti kraftinn og ástríðuna

Guðríður Torfadóttir varð landsþekkt þegar hún var einn þjálfara í íslensku raunveruleikaþáttunum Biggest Loser. Hún hefði óskað þess að vera betur í stakk búin til að bregðast við gagnrýni og óvæginni umræðu.

Sjá næstu 50 fréttir