Fleiri fréttir

Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis

Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum.

Þyrla gæslunnar kölluð út í þrígang

Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang.

Fullar sættir í Árskógamáli FEB

Fullar sættir hafa náðst í máli kaupenda einnar íbúðar við Árskóga gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

Ragna Árnadóttir komin með lyklavöldin að Alþingi

Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, kvaddi starfsfólk þingsins í Skála Alþingis í dag. Við það tækifæri afhenti hann Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra þann 1. september, lyklana að húsakynnum Alþingis.

Sex ára ein­hverfur drengur gleymdist í rútu í nokkra klukku­tíma

Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur drengur sem hóf nám í 1. bekk í Klettaskóla síðastliðinn mánudag. Eftir skóla í gær átti hann að fara í frístundaheimilið Guluhlíð en þegar mamma hans, Sylwia, kom að sækja hann um klukkan 16:30 komst hún að því að hann hafði ekki skilað sér þangað.

Styttist í að holan verði að Húsi íslenskunnar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun.

Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið

Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.

Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna

Alþjóððadagur fórnarlamba mannshvarfa er í dag. Sameinuðu þjóðirnar hvetja ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna og rannsaki afdrif þeirra.

Líkamsárás ekki kærð

Lögregla hefur enn ekki handtekið neinn vegna alvarlegrar líkamsárásar í Fellahverfi í fyrrakvöld.

Fleiri í farbann

Á síðasta ári voru kveðnir upp 214 farbannsúrskurðir hjá héraðsdómstólum landsins.

Framlög hafi hækkað mikið

Formaður skóla- og frístundaráðs segir skýrslu IE gott innlegg en í hana vanti að framlög til grunnskóla og viðhalds hafi hækkað mikið á síðustu árum. Formaður foreldrafélags hefur talað fyrir daufum eyrum.

Óeirðir í Papúa vegna mismununar

Íbúar í Papúa, austasta og stærsta fylki Indónesíu, kveiktu í gær í skrifstofu ríkisrekna fjarskiptafyrirtækisins Telkomun­ikasi Indonesia og mótmæltu af krafti.

Styrkja háskóla í Manitóba

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja íslenskudeild Manitóbaháskóla í Kanada með því að efla tengsl deildarinnar við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Þingmenn skora hverjir á aðra vegna ákvörðunar Johnsons

Mikil óánægja er í Bretlandi með þing­frest­unar­ákvörðun forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn opinn fyrir vantrausti en háttsettur Íhaldsmaður bíður spenntur eftir atkvæðagreiðslu um slíkt. Andstaðan mun reyna að banna samning.

Óánægja meðal sjúkraþjálfara

Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum.

Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth

Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf.

Sjá næstu 50 fréttir