Fleiri fréttir

Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum

Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf.

Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna

Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag.

Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð

Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar.

BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna mun ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf hjá WOW air sem sjóðfélagar keyptu í gegnum sjóðinn. Þurfa þeir sem eiga slíkt að gera kröfu í þrotabúið. VR og SFR bjóða upp á endurgreiðslu.

Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi

Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu.

Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa

Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu.

Ekkert bólar á stórum áheitum til Notre Dame

Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn.

Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks

Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977.

Herjólfur kominn heim til Eyja

Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia.

Ökumenn aka nú upp Laugaveg

Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti.

Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda

Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingfundi var slitið á fimmta tímanum í dag og frestað fram yfir helgi. Ekkert miðar í samningaviðræðum við Miðflokkinn um þinglok en viðræðurnar sigldu í strand í gær þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn.

Ekki samið um þinglok í dag

Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag.

Landsréttur sneri við þriggja ára nauðgunardómi

Landsréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn konu í október 2017. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í ágúst 2018 en áfrýjaði dómnum til Landsréttar.

62 prósent rekstraraðila í miðbænum enn ósáttur

Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir