Fleiri fréttir

Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið

Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum.

Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir

Tæplega 140 þúsund Evrópubúar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórnvalda um að laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt. Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi.

75 ára afmæli lýðveldisins fagnað

Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður.

Costco sýknað í innkaupakerrumáli

Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli.

Gleði og dans allsráðandi í anda Jónu Ottesen

Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun öll innkoma af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar.

Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík

Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið.

Hermaður stöðvaði vopnaðan mann í Lyon

Hermaður í frönsku borginni Lyon í Frakklandi stöðvaði í dag líklegan árásarmann sem ógnaði fólki og hermönnum með hníf í borginni rétt eftir hádegi.

Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga

Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút.

Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi

Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu.

Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum

Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag.

Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn

Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum.

Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong

Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu.

Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip

Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.

Sjö fundust látin í rotþró

Fjórir sorphreinsimenn og þrír starfsmenn Darshan hótelsins eru látnir eftir að hafa andað að sér eitruðum gufum úr rotþró.

Fyrsta messa frá bruna haldin í Notre Dame

Messa var í dag haldin í Vorrar frúar kirkju, Notre Dame, í París. Messan var sérstök fyrir þær sakir að um er að ræða fyrstu messuna sem haldin er í kirkjunni sögufrægu frá brunanum mikla sem olli miklum skemmdum á kirkjunni 15. apríl síðastliðinn.

Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður

Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar.

Þrír vinningshafar fá 34,5 milljónir hver

Þrír skipta á milli sín sjöföldum Lottópotti dagsins og fær hver þeirra rúmar 34,5 milljónir króna í sinn hlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenskri getspá.

Sjá næstu 50 fréttir