Fleiri fréttir

Boðað til kosninga vegna stjórnarkreppu

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra gat ekki myndað nýja ríkisstjórn og því ákvað þingið að boða til kosninga á ný. Með meirihluta gæti Netanjahú fengið friðhelgi gegn væntanlegri spillingarákæru. Kosið á ný í september.

Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts

Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt.

Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum

Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum.

Katalínan lendir á Þingvallavatni

Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið.

Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi

Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins.

Engin tölfræði til um tengsl símnotkunar og umferðarslysa hér á landi

Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir.

Catalina lendir á þriðja tímanum

Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur.

Nítján enn saknað í Búdapest

Sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að útsýnisbát hvolfdi á Dóná í Búdapest í gærkvöldi.

Sækja aftur í átt að sjálfstæði

Heimastjórn Skota hefur lagt fram frumvarp á skoska þinginu er snýst um umgjörð mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi.

SÞ vilja Katalóna úr haldi

Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi.

Færri sækja um vegabréf

Alls voru 2.212 vegabréf gefin út í apríl en það eru 37,1 prósenti færri vegabréf en í sama mánuði í fyrra.

Iðkendur skjálfa í of kaldri innisundlaug

Íþróttakennari segir innilaug í Garðabæ svo kalda og loftræstingu svo slæma að kúnnar hennar í vatnsleikfimi flýi nepjuna. Kvartað undan því að yngstu sundiðkendur Stjörnunnnar skjálfi á æfingum. Bærinn boðar úrbætur.

Boris Johnson fer fyrir dóm

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins var í gær skipað að mæta fyrir dóm vegna ummæla sem hann lét falla í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar.

Sjá næstu 50 fréttir