Fleiri fréttir

Reyna að ná samkomulagi hjá ríkissáttasemjara

Fulltrúar sex verkalýðsfélaga og þar á meðal eflingar og VR reyna þessa stundina að ná samkomulagi við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan 13.00 í dag.

Rússneskum sprengjuvélum flogið að Íslandi

Flugvélunum var ekki flogið inn í lofthelgi Íslands en þeim var flogið inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem það gerist.

Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“

Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu.

Bjóða strandaglópum WOW afsláttarkjör

Í það minnsta tvö flugfélög, Icelandair og WizzAir, bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air að kaupa miða á sérstökum afsláttarkjörum.

Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana.

Bein áhrif á 2700 farþega

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW hafi áhrif á um 2700 farþega.

Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun

Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám.

Ásta nýr ráðu­neytis­stjóri

Heilbrigðisráðherra skipað Ástu Valdimarsdóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjá Alþjóðahugverkastofnuninni í Genf, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu til fimm ára.

Tveir handteknir í Kórahverfi

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna gruns um vopnaðan mann í íbúð í Kórahverfi í Kópavogi í morgun.

Samningsvilji en langt í land

Verkföllum sem standa áttu í dag og á morgun er aflýst. Leiðtogar eru í senn bjartsýnir á árangur og hófstilltir. Aðkoma stjórnvalda hefur verið dýrmæt segir formaður VR.

Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf

Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu

Húsleitir beindust að nýdæmdum mönnum

Húsleitir á átta stöðum í febrúar beinast að mönnum er voru dæmdir í sama mánuði fyrir innherjasvik. Báðir grunaðir um skattalagabrot. Rannsóknin lýtur einnig að meintri vændissölu og annarri umfangsmikilli brotastarfsemi.

Neyðarástand vegna mislingafaraldurs

Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland.

Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd

Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa.

Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland

Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch.

Sjá næstu 50 fréttir