Fleiri fréttir

Verkföllum aflýst

Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst.

Íbúðalánasjóði verður skipt upp

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um að Íbúðalánasjóði verði skipt upp.

Formaður BÍ segir enga ástæðu til að aðhafast vegna bréfs ÍFF

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins.

Telur rekstrar­aðila hafa sýnt á­kveðið á­byrgðar­leysi

Framkvæmdastjóri Eflingar segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur.

Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það

Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun.

Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna

Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag.

Verkföll hefjast að óbreyttu á miðnætti

Tveggja sólarhringa verkföll rútubílstjóra og hótelstarfsmanna sem eru félagsmenn í Eflingu og VR hefjast að óbreyttu á miðnætti í kvöld og standa til miðnættis á föstudag.

Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála

Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May.

Hvassviðri og ofankoma

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland vestra og Miðhálendið og munu þær vara fram á kvöld.

Byggja Biskupsstofu á lóð fyrir sóknarprest

Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því.

Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum

Aðeins iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu, búsettur í Reykjavík, verða í barnaog unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri að óbreyttu um miðjan næsta mánuð. Erfiðlega gengið að manna teymið og tveir sálfræðingar hætt á hálfu ári

Reyna að ná meirihluta

Breska þingið mun greiða atkvæði um ýmsar tillögur um hvernig skuli hátta útgöngumálum. Framtíð Bretlands er afar óljós vegna málsins.

Erlend skrif metin á 2,5 milljarða

Um eitt þúsund erlendar blaðagreinar hafa verið birtar í erlendum fjölmiðlum frá árinu 2017 vegna verkefnisins „Ísland allt árið“, sem stýrt er af Íslandsstofu.

Ákvörðun Trumps ergir

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Barein, Katar, Kúveit og Íran fordæmdu í gær ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna fullveldi Ísraelsríkis yfir Gólanhæðum.

Samorka vill orkupakkann

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, styður innleiðingu á þriðja orkupakkanum og telur hann vera til bóta fyrir íslenskan raforkumarkað.

Sjá næstu 50 fréttir