Fleiri fréttir

Sagt að starfið væri bara fyrir Íslendinga

Dæmi eru um að menntaðir innflytjendur, sem jafnvel hafa gengið í íslenska háskóla, þurfi að villa á sér heimildir til að eiga möguleika á atvinnuviðtal hér á landi. Héraðsdómslögmaður af erlendum uppruna, en með íslenska háskólagráðu, sótti um vinnu hjá fyrirtæki í Reykjavík en fékk þau svör að starfið væri bara fyrir Íslendinga.

Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna

Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum.

Líkur á samstarfi aukast

Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Óprúttnir aðilar endurnefna Trump Tower

Þeir sem ætluðu sér að vafra á Google maps í gær og í nótt og heimsækja þar Trump Tower, sem er ein frægasta byggingin í New York borg og aðsetur Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, fengu eflaust vægt hláturskast.

55 hafa fallið í átökum í Úganda

Hörð átök hafa staðið milli úganskra öryggissveita og uppreisnarsveita í héraði sem liggur að Lýðveldinu Kongó síðustu daga.

Markvissar aðgerðir í loftslagsmálum sagðar nauðsynlegar

Kristján Kristjánson ræddu um loftslagsmálin við Ágústu S. Loftsdóttur sérfræðing hjá Orkustofnun og Árna Finnsson formann Nátturuverndarsamtaka Íslands. Málefnið var sérstaklega rætt í tengslum við Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði.

Kúbumenn órólegir vegna Trump

Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna og að Trump muni sjá til þess að hert verður aftur fyrir ferðalög milli landanna og að hann muni herða viðskiptahöft enn frekar.

Svisslendingar kjósa um kjarnorku

Kjósendur í Sviss munu í dag greiða atkvæði um hvort slökkva beri á þremur af fimm kjarnorkuverum landsins þegar á næsta ári.

Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu

Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn.

Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat

Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda.

Fjölmennustu mótmælin til þessa

Um 1,3 milljónir mótmælenda komu saman í Seoul í Suður-Kóreu, fimmta laugardaginn í röð, og kröfðust afsagnar forseta landsins sem viðriðinn er umfangsmikið spillingarmál. Um er að ræða stærstu mótmælin þar í landi til þessa.

Sjá næstu 50 fréttir