Hundar í fullu starfi á Kleppi: „Dýrin róa mig niður“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 20:30 Ronja og Freyja eru miklir mátar og hefur Freyja hjálpað Ronju í gegnum meðferð sína á Iðjukaffi við Kleppsspítala Vísir/skjáskot Á Kleppsspítala mæta tveir hundar daglega til starfa. Þau Junior og Freyja fara í vinnuna með eigendum sínum á hverjum degi, en það eru tveir iðjuþjálfar sem sinna endurhæfingu sjúklinga á Iðjukaffi við Kleppspítala. Hundar hafa verið stór hluti af endurhæfingu sjúklinga síðastliðin fimm ár en nú fyrir stuttu var pabbi Juniors verðlaunaður sem þjónustuhundur ársins, en Junior hefur tekið við hlutverki hans nú. Hundarnir ná til fólks sem annars á erfitt með samskipti, hvetja til göngutúra og brjóta ísinn.Auður er iðjuþjálfi og tekur hundinn Freyju með í vinnuna á hverjum degi - öllum til mikillar ánægju.vísir/skjáskot„Oft eiga þessir einstaklingar erfitt með félagsleg samskipti og spjall, þá spinnst alltaf umræða út frá hundinum. Eitthvað úr æsku, úr sveitinni, það geta allir alltaf talað um dýrin. Það er líka gott þegar þú ert að kljást við andleg veikindi að fókusinn sé ekki alltaf á þér, heldur fari fókusinn á dýrin,” segir Auður Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi og eigandi Freyju. Og hundarnir eru sjálfir ánægðir með starfið enda fá þeir margfaldan skammt af athygli, knúsi og hreyfingu. „Þeir elska þetta. Þá fáu daga sem mín fær ekki að koma með er hún alveg sorgmædd og horfir á mig vonsvikin,” segir Auður. Ronja Von Jacobsen hefur tengst hundunum mikið í sinni meðferð. Hún segir þá róa hugann, minnka kvíða og fá hana til að brosa oftar. „Af því að ég hef átt við félagsfælni að stríða þá finnst mér erfitt að vera innan um fólk en dýrin róa mig niður og taka manni eins og maður er, þannig að maður er ekki hræddur við viðbrögðin.“Freyja til vinstri og Junior til hægri, en hann er bara átta mánaða gamall hvolpur og fjörugur eftir því!vísir/skjáskotRonja segir hundana vera trausta vini sem dæma hana ekki og hugga á erfiðum tímum. Svo hafa þeir haft góð áhrif á samskipti hennar við annað fólk. „Þeir hjálpa fólki að kynnast því maður byrjar að tala um viðbrögðin þeirra þegar maður mætir og umræða hefst um hundana. Ég hef alla vega kynnst fleira fólki út frá hundunum,” segir Ronja.Sjá má úr heimsókn í Iðjukaffi á Kleppsspítala í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Á Kleppsspítala mæta tveir hundar daglega til starfa. Þau Junior og Freyja fara í vinnuna með eigendum sínum á hverjum degi, en það eru tveir iðjuþjálfar sem sinna endurhæfingu sjúklinga á Iðjukaffi við Kleppspítala. Hundar hafa verið stór hluti af endurhæfingu sjúklinga síðastliðin fimm ár en nú fyrir stuttu var pabbi Juniors verðlaunaður sem þjónustuhundur ársins, en Junior hefur tekið við hlutverki hans nú. Hundarnir ná til fólks sem annars á erfitt með samskipti, hvetja til göngutúra og brjóta ísinn.Auður er iðjuþjálfi og tekur hundinn Freyju með í vinnuna á hverjum degi - öllum til mikillar ánægju.vísir/skjáskot„Oft eiga þessir einstaklingar erfitt með félagsleg samskipti og spjall, þá spinnst alltaf umræða út frá hundinum. Eitthvað úr æsku, úr sveitinni, það geta allir alltaf talað um dýrin. Það er líka gott þegar þú ert að kljást við andleg veikindi að fókusinn sé ekki alltaf á þér, heldur fari fókusinn á dýrin,” segir Auður Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi og eigandi Freyju. Og hundarnir eru sjálfir ánægðir með starfið enda fá þeir margfaldan skammt af athygli, knúsi og hreyfingu. „Þeir elska þetta. Þá fáu daga sem mín fær ekki að koma með er hún alveg sorgmædd og horfir á mig vonsvikin,” segir Auður. Ronja Von Jacobsen hefur tengst hundunum mikið í sinni meðferð. Hún segir þá róa hugann, minnka kvíða og fá hana til að brosa oftar. „Af því að ég hef átt við félagsfælni að stríða þá finnst mér erfitt að vera innan um fólk en dýrin róa mig niður og taka manni eins og maður er, þannig að maður er ekki hræddur við viðbrögðin.“Freyja til vinstri og Junior til hægri, en hann er bara átta mánaða gamall hvolpur og fjörugur eftir því!vísir/skjáskotRonja segir hundana vera trausta vini sem dæma hana ekki og hugga á erfiðum tímum. Svo hafa þeir haft góð áhrif á samskipti hennar við annað fólk. „Þeir hjálpa fólki að kynnast því maður byrjar að tala um viðbrögðin þeirra þegar maður mætir og umræða hefst um hundana. Ég hef alla vega kynnst fleira fólki út frá hundunum,” segir Ronja.Sjá má úr heimsókn í Iðjukaffi á Kleppsspítala í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira