Erlent

Óprúttnir aðilar endurnefna Trump Tower

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þarna má sjá leiðbeiningar um hvar hægt sé að nálgast Dump Tower
Þarna má sjá leiðbeiningar um hvar hægt sé að nálgast Dump Tower Vísir/Skjáskot
Þeir sem ætluðu sér að vafra á Google maps í gær og í nótt og heimsækja þar Trump Tower, sem er ein frægasta byggingin í New York borg og aðsetur Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, fengu eflaust vægt hláturskast. CNN greinir frá því að í nokkra klukkutíma hafi Trump Tower fengið á sig nýtt nafn og hét því „Dump Tower“ sem væri hægt að þýða sem „Sorphaugs turn“.

Gert er ráð fyrir að óprúttnir aðilar hafi staðið að baki þessari aðgerð. Nafninu var breytt aftur snemma í morgun í sína upprunalegu mynd. Turninn víðfrægi var þó ekki eina byggingin með nafni forsetans verðandi sem varð fyrir barðinu á hrekkjalómunum heldur breyttu þeir einnig nafni hótels í hans eigu. Þannig varð Trump International Hotel & Tower að Dump International Hotel & Tower.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×