Pottaskefill prýðir upptendrað Óslóartréð Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 09:23 Tendrað verður á Oslóartrénu kl 16 í dag Vísir/Vilhelm Nú styttist svo sannarlega í jólin og nóvember fer senn að kveðja. Fyrsti í aðventu er í dag og því munu margir tendra á fyrsta aðventukertinu til marks um komu hátíðanna. Klukkan 16 á Austurvelli verður aðventunni og hátíð ljóssins fagnað með pompi og prakt þegar Völundur Ingi Steen Bjarnason, 7 ára norsk-íslenskur drengur, mun kveikja á jólaljósum hins fræga Óslóartrés. Tendrun jólaljósanna á Óslóartrénu minnir einnig á áratuga vinasamband milli borganna tveggja. Tréð verður prýtt jólaóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Jólaóróinn var hannaður af Signýju Kolbeinsdóttur og er hann eftirmynd Pottaskefils sem allir þekkja svo vel. Í tilefni þessa verður flutt ljóð um sveininn sem samið var af Snæbirni Ragnarssyni eða Bibba í Skálmöld eins og hann er betur þekktur. Júlíana Óskarsdóttir, sigurvegari Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna mun flytja ljóðið af sinni einskæru snilld.Pottaskefill bíður spenntur eftir að fá að hanga á OslóartrénuVísir/Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraSaga óróans er fallegt og merk. Fyrsti óróinn kom út fyrir tíu árum síðan og var hann í líki jólasveinsins Kertasníkis. Reykjavíkurborg hefur stutt verkefnið frá upphafi með því að skreyta Óslóartréð með óróa ársins. Allur ágóði af sölu óróans mun fara til Æfingastöðvarinnar en börn og ungmenni með frávik í þroska og hreyfingum fá þar þjónustu frá sjúkra- og iðjuþjálfa við að bæta færni sína bæði í leik og starfi. Þetta auðveldar þeim að þroskast og dafna. Á Æfingastöðina sækja einnig fullorðnir einstaklingar sem eru með Parkinsonsjúkdóminn eða hafa verið hreyfihamlaðir frá barnæsku Hér er því um fallegt málefni að ræða sem er í anda jólanna, hátíð ljóss og friðar.Dagskrá dagsins Dagskráin hefst kl 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar verður frumsýnd norska jólakvikmyndin, Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði. Óslóarborg færir borginni myndina að gjöf og hefur hún verið talsett á íslensku. Myndin verður sýnd á sunnudögum kl 14 á aðventunni. Klukkan 16 mun Erik Lunde, borgarfulltrúi Óslóarborgar, afhenda tréð formlega á Austurvelli og veitir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gjöfinni viðtöku og flytur þakkarávarp. Salka Sól og Valdimar munu syngja aðventuna inn í hug og hjörtu landsmanna ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Lúðrasveit Reykjavíkur mun einnig stíga og stokk og búist er við að jólasveinar knáir hafi stungið af úr fjöllunum og muni bregða á leik, börnum og fullorðnum til skemmtunar. Gerður G. Bjarklind, röddin sem allir landsmenn þekkja og dá, mun kynna dagskrána en þetta er í 17. skipti sem hún gerir það. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Nú styttist svo sannarlega í jólin og nóvember fer senn að kveðja. Fyrsti í aðventu er í dag og því munu margir tendra á fyrsta aðventukertinu til marks um komu hátíðanna. Klukkan 16 á Austurvelli verður aðventunni og hátíð ljóssins fagnað með pompi og prakt þegar Völundur Ingi Steen Bjarnason, 7 ára norsk-íslenskur drengur, mun kveikja á jólaljósum hins fræga Óslóartrés. Tendrun jólaljósanna á Óslóartrénu minnir einnig á áratuga vinasamband milli borganna tveggja. Tréð verður prýtt jólaóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Jólaóróinn var hannaður af Signýju Kolbeinsdóttur og er hann eftirmynd Pottaskefils sem allir þekkja svo vel. Í tilefni þessa verður flutt ljóð um sveininn sem samið var af Snæbirni Ragnarssyni eða Bibba í Skálmöld eins og hann er betur þekktur. Júlíana Óskarsdóttir, sigurvegari Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna mun flytja ljóðið af sinni einskæru snilld.Pottaskefill bíður spenntur eftir að fá að hanga á OslóartrénuVísir/Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraSaga óróans er fallegt og merk. Fyrsti óróinn kom út fyrir tíu árum síðan og var hann í líki jólasveinsins Kertasníkis. Reykjavíkurborg hefur stutt verkefnið frá upphafi með því að skreyta Óslóartréð með óróa ársins. Allur ágóði af sölu óróans mun fara til Æfingastöðvarinnar en börn og ungmenni með frávik í þroska og hreyfingum fá þar þjónustu frá sjúkra- og iðjuþjálfa við að bæta færni sína bæði í leik og starfi. Þetta auðveldar þeim að þroskast og dafna. Á Æfingastöðina sækja einnig fullorðnir einstaklingar sem eru með Parkinsonsjúkdóminn eða hafa verið hreyfihamlaðir frá barnæsku Hér er því um fallegt málefni að ræða sem er í anda jólanna, hátíð ljóss og friðar.Dagskrá dagsins Dagskráin hefst kl 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar verður frumsýnd norska jólakvikmyndin, Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði. Óslóarborg færir borginni myndina að gjöf og hefur hún verið talsett á íslensku. Myndin verður sýnd á sunnudögum kl 14 á aðventunni. Klukkan 16 mun Erik Lunde, borgarfulltrúi Óslóarborgar, afhenda tréð formlega á Austurvelli og veitir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gjöfinni viðtöku og flytur þakkarávarp. Salka Sól og Valdimar munu syngja aðventuna inn í hug og hjörtu landsmanna ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Lúðrasveit Reykjavíkur mun einnig stíga og stokk og búist er við að jólasveinar knáir hafi stungið af úr fjöllunum og muni bregða á leik, börnum og fullorðnum til skemmtunar. Gerður G. Bjarklind, röddin sem allir landsmenn þekkja og dá, mun kynna dagskrána en þetta er í 17. skipti sem hún gerir það.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent