Benedikt svarar ásökunum: Atriðin í besta falli villandi og sum röng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 18:33 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir „Þessa dagana gengur nafnlaust myndband um meintan svikaferil minn í viðskiptum og víðar á netinu. Þar eru ýmis atriði úr mínum ferli tekin upp og gefið í skyn að ég sé hinn versti þrjótur. Ég sá að einhverri konu varð flökurt að lesa um þennan ódám.“ Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á vefsíðuna Heimur.is í tengslum við myndband sem gengið hefur um internetið að undanförnu þar sem viðhafðar eru ýmsar ásakanir á hendur honum. Benedikt segist ekki ætla að fara yfir öll atriði myndbandsins, en fer yfir tvö þeirra í pistli sínum. Hann nefnir fyrst ásakanir um að hann hafi stuðlað að gjaldþroti Eimskipafélagsins. „Hið sanna í því máli er að Landsbankinn, sem var þá viðskiptabanki Eimskipafélagsins, ákvað að leiða fjandsamlega yfirtöku á félaginu. Orðið „fjandsamleg yfirtaka“ er oftast notuð í þeirri merkingu að yfirtakan sé fjandsamleg fyrir eigendum, en í þetta sinn var hún beinlínis fjandsamleg félaginu sjálfu sem er óvenjulegt,“ skrifar Benedikt. Flestir stjórnendur hafi verið látnir fara á árunum 2003-2004 og að sjálfur hafi hann látið af formennsku árið 2003. „Þegar ég lét af formennsku var félagið fjárhagslega sterkt með tíu þúsund hluthafa, en eftir 9. október 2003 hafði ég engin afskipti af félaginu.“ Næst nefnir hann ásakanir um að hann hafi komið Sjúkratryggingum Íslands á laggirnar til þess að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Hér gætir mikils misskilnings. Sjúkratryggingar Íslands sjá um að greiða fyrir hlut ríkisins í heilbrigðisþjónustu og semja um verð á henni. Þetta hlutverk var áður hjá Tryggingastofnun að mestu. Sjúkratryggingar sjá ekki um neina einkavæðingu, en semja við aðila sem veita þjónustu, hvert sem rekstrarformið er,“ segir Benedikt. Hann nefnir það að hann og Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sé ekki þekktur baráttumaður fyrir einkavæðingu en að allt þeirra samstarf hafi verið með miklum ágætum.Pistil Benedikts í heild má lesa hér en umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þessa dagana gengur nafnlaust myndband um meintan svikaferil minn í viðskiptum og víðar á netinu. Þar eru ýmis atriði úr mínum ferli tekin upp og gefið í skyn að ég sé hinn versti þrjótur. Ég sá að einhverri konu varð flökurt að lesa um þennan ódám.“ Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á vefsíðuna Heimur.is í tengslum við myndband sem gengið hefur um internetið að undanförnu þar sem viðhafðar eru ýmsar ásakanir á hendur honum. Benedikt segist ekki ætla að fara yfir öll atriði myndbandsins, en fer yfir tvö þeirra í pistli sínum. Hann nefnir fyrst ásakanir um að hann hafi stuðlað að gjaldþroti Eimskipafélagsins. „Hið sanna í því máli er að Landsbankinn, sem var þá viðskiptabanki Eimskipafélagsins, ákvað að leiða fjandsamlega yfirtöku á félaginu. Orðið „fjandsamleg yfirtaka“ er oftast notuð í þeirri merkingu að yfirtakan sé fjandsamleg fyrir eigendum, en í þetta sinn var hún beinlínis fjandsamleg félaginu sjálfu sem er óvenjulegt,“ skrifar Benedikt. Flestir stjórnendur hafi verið látnir fara á árunum 2003-2004 og að sjálfur hafi hann látið af formennsku árið 2003. „Þegar ég lét af formennsku var félagið fjárhagslega sterkt með tíu þúsund hluthafa, en eftir 9. október 2003 hafði ég engin afskipti af félaginu.“ Næst nefnir hann ásakanir um að hann hafi komið Sjúkratryggingum Íslands á laggirnar til þess að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Hér gætir mikils misskilnings. Sjúkratryggingar Íslands sjá um að greiða fyrir hlut ríkisins í heilbrigðisþjónustu og semja um verð á henni. Þetta hlutverk var áður hjá Tryggingastofnun að mestu. Sjúkratryggingar sjá ekki um neina einkavæðingu, en semja við aðila sem veita þjónustu, hvert sem rekstrarformið er,“ segir Benedikt. Hann nefnir það að hann og Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sé ekki þekktur baráttumaður fyrir einkavæðingu en að allt þeirra samstarf hafi verið með miklum ágætum.Pistil Benedikts í heild má lesa hér en umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði