Markvissar aðgerðir í loftslagsmálum sagðar nauðsynlegar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 12:38 Hafið súrnar og hlýnar með áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísir / Getty Kristján Kristjánson ræddi um loftslagsmálin við Ágústu S. Loftsdóttur sérfræðing hjá Orkustofnun og Árna Finnsson formann Nátturuverndarsamtaka Íslands. Málefnið var sérstaklega rætt í tengslum við Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði. Árni nefndi að enginn flokkur hefði í þessari kosningabaráttu kynnt „vel ígrundaðar aðgerðir í loftlagsmálum“ þó svo að meira hafi verið um þessa umræðu en áður og tekur þar stefnu VG og Pírata sem dæmi. Ágústa segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki væri rætt meira um loftslagsmálin og það kunni jafnvel að vera vegna þess að fólk sé almennt sammála um alvarleika loftlagsmála og því vanti „spennuna í umræðuna“ og því hafi umræðan fallið í skugga annarra málefna. Markmiðin of léttvægÁrni og Ágústa eru bæði sammála um að markmiðin sem verið sé að setja séu of léttvæg. Talið berst að loftslagsaðgerðum í sjávarútvegsmálum. Ágústa nefnir að það sé tæknilega auðveldara að skipta yfir í umhverfisvænna eldsneyti fyrir skip en bíla. Hins vegar sér það erfiðara pólitískt séð. „Það er meðal annars vegna þess að það auðveldara að fara í svokallaðar mjúkar aðgerðir með bílanna. Við tökum allskonar gjöld af bæði bílum og eldsneyti á bíla. Þetta eru gjöld og skattar sem eru ekki sett á eldsneyti á skip þannig að það er ekki hægt að gefa afslátt af þessum gjöldum þegar þau eru ekki til.“ segir Ágústa og nefnir í því samhengi kolefnisgjaldið sem átti að vera af öllu jarðefnaeldsneyti til þess að hægt væri að veita afslátt af því og þar með hvetja fólk til að nota frekar endurnýjanlegt eldsneyti. Þetta hafi hins vegar ekki borið mikinn árangur. „Kannski er endurnýjanlegt eldsneyti ennþá aðeins of dýrt af því að skipavélarnar geta brennt grófara eldsneyti þá eru þeir stundum að freystast til að nota svartolíu sem er eins og tóm tjara og er hræ ódýr. Þá er erfiðara að finna sambærilegt lífeldsneyti eða endurnýjanlegt eldsneyti sem er hræ ódýrt.“Ábyrgðin hjá stjórnvöldumÁgústa vill þó ekki seta allan þrýsing á fyrirtækin í þessum efnum og nefnir að ferðaþjónustan hafi til að mynda verið að leggja sig fram að notast við nýjar skipavélar og nýtt eldsneyti til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Hún nefnir sem dæmi skip frá Húsavík sem er með rafmótor sem hleður sig fyrir tilstilli vindorkunnar. Útgerðirnar mættu hins vegar taka við sér bendir hún á. Hún leggur áherslu á ábyrgð stjórnvalda og það þurfi langtíma stefnu. Árni tekur undir þetta og segir vanta aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og nefnir að þetta sé eitt af stóru verkefnum næstu ríkisstjórnar. Það þurfi að setja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til skamms og lengri tíma. „Vissulega losum við íslendingar mjög lítið af heildarlosun í heimum, 0,1 prósent, en við losum mjög mikið á hvern íbúa. Hafið súrnar og hafið hitnar og íslendingar geta farið mjög illa út úr þessu þegar fram líður.“ Hann leggur áherslu á að til að geta haft áhrif á aðrar þjóðir þá verðum við að sýna fram á okkar árangur og aðgerðir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Kristján Kristjánson ræddi um loftslagsmálin við Ágústu S. Loftsdóttur sérfræðing hjá Orkustofnun og Árna Finnsson formann Nátturuverndarsamtaka Íslands. Málefnið var sérstaklega rætt í tengslum við Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði. Árni nefndi að enginn flokkur hefði í þessari kosningabaráttu kynnt „vel ígrundaðar aðgerðir í loftlagsmálum“ þó svo að meira hafi verið um þessa umræðu en áður og tekur þar stefnu VG og Pírata sem dæmi. Ágústa segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki væri rætt meira um loftslagsmálin og það kunni jafnvel að vera vegna þess að fólk sé almennt sammála um alvarleika loftlagsmála og því vanti „spennuna í umræðuna“ og því hafi umræðan fallið í skugga annarra málefna. Markmiðin of léttvægÁrni og Ágústa eru bæði sammála um að markmiðin sem verið sé að setja séu of léttvæg. Talið berst að loftslagsaðgerðum í sjávarútvegsmálum. Ágústa nefnir að það sé tæknilega auðveldara að skipta yfir í umhverfisvænna eldsneyti fyrir skip en bíla. Hins vegar sér það erfiðara pólitískt séð. „Það er meðal annars vegna þess að það auðveldara að fara í svokallaðar mjúkar aðgerðir með bílanna. Við tökum allskonar gjöld af bæði bílum og eldsneyti á bíla. Þetta eru gjöld og skattar sem eru ekki sett á eldsneyti á skip þannig að það er ekki hægt að gefa afslátt af þessum gjöldum þegar þau eru ekki til.“ segir Ágústa og nefnir í því samhengi kolefnisgjaldið sem átti að vera af öllu jarðefnaeldsneyti til þess að hægt væri að veita afslátt af því og þar með hvetja fólk til að nota frekar endurnýjanlegt eldsneyti. Þetta hafi hins vegar ekki borið mikinn árangur. „Kannski er endurnýjanlegt eldsneyti ennþá aðeins of dýrt af því að skipavélarnar geta brennt grófara eldsneyti þá eru þeir stundum að freystast til að nota svartolíu sem er eins og tóm tjara og er hræ ódýr. Þá er erfiðara að finna sambærilegt lífeldsneyti eða endurnýjanlegt eldsneyti sem er hræ ódýrt.“Ábyrgðin hjá stjórnvöldumÁgústa vill þó ekki seta allan þrýsing á fyrirtækin í þessum efnum og nefnir að ferðaþjónustan hafi til að mynda verið að leggja sig fram að notast við nýjar skipavélar og nýtt eldsneyti til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Hún nefnir sem dæmi skip frá Húsavík sem er með rafmótor sem hleður sig fyrir tilstilli vindorkunnar. Útgerðirnar mættu hins vegar taka við sér bendir hún á. Hún leggur áherslu á ábyrgð stjórnvalda og það þurfi langtíma stefnu. Árni tekur undir þetta og segir vanta aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og nefnir að þetta sé eitt af stóru verkefnum næstu ríkisstjórnar. Það þurfi að setja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til skamms og lengri tíma. „Vissulega losum við íslendingar mjög lítið af heildarlosun í heimum, 0,1 prósent, en við losum mjög mikið á hvern íbúa. Hafið súrnar og hafið hitnar og íslendingar geta farið mjög illa út úr þessu þegar fram líður.“ Hann leggur áherslu á að til að geta haft áhrif á aðrar þjóðir þá verðum við að sýna fram á okkar árangur og aðgerðir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent