Markvissar aðgerðir í loftslagsmálum sagðar nauðsynlegar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 12:38 Hafið súrnar og hlýnar með áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísir / Getty Kristján Kristjánson ræddi um loftslagsmálin við Ágústu S. Loftsdóttur sérfræðing hjá Orkustofnun og Árna Finnsson formann Nátturuverndarsamtaka Íslands. Málefnið var sérstaklega rætt í tengslum við Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði. Árni nefndi að enginn flokkur hefði í þessari kosningabaráttu kynnt „vel ígrundaðar aðgerðir í loftlagsmálum“ þó svo að meira hafi verið um þessa umræðu en áður og tekur þar stefnu VG og Pírata sem dæmi. Ágústa segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki væri rætt meira um loftslagsmálin og það kunni jafnvel að vera vegna þess að fólk sé almennt sammála um alvarleika loftlagsmála og því vanti „spennuna í umræðuna“ og því hafi umræðan fallið í skugga annarra málefna. Markmiðin of léttvægÁrni og Ágústa eru bæði sammála um að markmiðin sem verið sé að setja séu of léttvæg. Talið berst að loftslagsaðgerðum í sjávarútvegsmálum. Ágústa nefnir að það sé tæknilega auðveldara að skipta yfir í umhverfisvænna eldsneyti fyrir skip en bíla. Hins vegar sér það erfiðara pólitískt séð. „Það er meðal annars vegna þess að það auðveldara að fara í svokallaðar mjúkar aðgerðir með bílanna. Við tökum allskonar gjöld af bæði bílum og eldsneyti á bíla. Þetta eru gjöld og skattar sem eru ekki sett á eldsneyti á skip þannig að það er ekki hægt að gefa afslátt af þessum gjöldum þegar þau eru ekki til.“ segir Ágústa og nefnir í því samhengi kolefnisgjaldið sem átti að vera af öllu jarðefnaeldsneyti til þess að hægt væri að veita afslátt af því og þar með hvetja fólk til að nota frekar endurnýjanlegt eldsneyti. Þetta hafi hins vegar ekki borið mikinn árangur. „Kannski er endurnýjanlegt eldsneyti ennþá aðeins of dýrt af því að skipavélarnar geta brennt grófara eldsneyti þá eru þeir stundum að freystast til að nota svartolíu sem er eins og tóm tjara og er hræ ódýr. Þá er erfiðara að finna sambærilegt lífeldsneyti eða endurnýjanlegt eldsneyti sem er hræ ódýrt.“Ábyrgðin hjá stjórnvöldumÁgústa vill þó ekki seta allan þrýsing á fyrirtækin í þessum efnum og nefnir að ferðaþjónustan hafi til að mynda verið að leggja sig fram að notast við nýjar skipavélar og nýtt eldsneyti til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Hún nefnir sem dæmi skip frá Húsavík sem er með rafmótor sem hleður sig fyrir tilstilli vindorkunnar. Útgerðirnar mættu hins vegar taka við sér bendir hún á. Hún leggur áherslu á ábyrgð stjórnvalda og það þurfi langtíma stefnu. Árni tekur undir þetta og segir vanta aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og nefnir að þetta sé eitt af stóru verkefnum næstu ríkisstjórnar. Það þurfi að setja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til skamms og lengri tíma. „Vissulega losum við íslendingar mjög lítið af heildarlosun í heimum, 0,1 prósent, en við losum mjög mikið á hvern íbúa. Hafið súrnar og hafið hitnar og íslendingar geta farið mjög illa út úr þessu þegar fram líður.“ Hann leggur áherslu á að til að geta haft áhrif á aðrar þjóðir þá verðum við að sýna fram á okkar árangur og aðgerðir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Kristján Kristjánson ræddi um loftslagsmálin við Ágústu S. Loftsdóttur sérfræðing hjá Orkustofnun og Árna Finnsson formann Nátturuverndarsamtaka Íslands. Málefnið var sérstaklega rætt í tengslum við Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði. Árni nefndi að enginn flokkur hefði í þessari kosningabaráttu kynnt „vel ígrundaðar aðgerðir í loftlagsmálum“ þó svo að meira hafi verið um þessa umræðu en áður og tekur þar stefnu VG og Pírata sem dæmi. Ágústa segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki væri rætt meira um loftslagsmálin og það kunni jafnvel að vera vegna þess að fólk sé almennt sammála um alvarleika loftlagsmála og því vanti „spennuna í umræðuna“ og því hafi umræðan fallið í skugga annarra málefna. Markmiðin of léttvægÁrni og Ágústa eru bæði sammála um að markmiðin sem verið sé að setja séu of léttvæg. Talið berst að loftslagsaðgerðum í sjávarútvegsmálum. Ágústa nefnir að það sé tæknilega auðveldara að skipta yfir í umhverfisvænna eldsneyti fyrir skip en bíla. Hins vegar sér það erfiðara pólitískt séð. „Það er meðal annars vegna þess að það auðveldara að fara í svokallaðar mjúkar aðgerðir með bílanna. Við tökum allskonar gjöld af bæði bílum og eldsneyti á bíla. Þetta eru gjöld og skattar sem eru ekki sett á eldsneyti á skip þannig að það er ekki hægt að gefa afslátt af þessum gjöldum þegar þau eru ekki til.“ segir Ágústa og nefnir í því samhengi kolefnisgjaldið sem átti að vera af öllu jarðefnaeldsneyti til þess að hægt væri að veita afslátt af því og þar með hvetja fólk til að nota frekar endurnýjanlegt eldsneyti. Þetta hafi hins vegar ekki borið mikinn árangur. „Kannski er endurnýjanlegt eldsneyti ennþá aðeins of dýrt af því að skipavélarnar geta brennt grófara eldsneyti þá eru þeir stundum að freystast til að nota svartolíu sem er eins og tóm tjara og er hræ ódýr. Þá er erfiðara að finna sambærilegt lífeldsneyti eða endurnýjanlegt eldsneyti sem er hræ ódýrt.“Ábyrgðin hjá stjórnvöldumÁgústa vill þó ekki seta allan þrýsing á fyrirtækin í þessum efnum og nefnir að ferðaþjónustan hafi til að mynda verið að leggja sig fram að notast við nýjar skipavélar og nýtt eldsneyti til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Hún nefnir sem dæmi skip frá Húsavík sem er með rafmótor sem hleður sig fyrir tilstilli vindorkunnar. Útgerðirnar mættu hins vegar taka við sér bendir hún á. Hún leggur áherslu á ábyrgð stjórnvalda og það þurfi langtíma stefnu. Árni tekur undir þetta og segir vanta aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og nefnir að þetta sé eitt af stóru verkefnum næstu ríkisstjórnar. Það þurfi að setja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til skamms og lengri tíma. „Vissulega losum við íslendingar mjög lítið af heildarlosun í heimum, 0,1 prósent, en við losum mjög mikið á hvern íbúa. Hafið súrnar og hafið hitnar og íslendingar geta farið mjög illa út úr þessu þegar fram líður.“ Hann leggur áherslu á að til að geta haft áhrif á aðrar þjóðir þá verðum við að sýna fram á okkar árangur og aðgerðir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent