Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 19:15 Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. Donna Cruz flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur undanfarna mánuði haldið úti vinsælum Snapchat reikningi þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eins og gengur fær hún margs konar skilaboð í gegnum snjallsímaforritið, en þegar fylgjendunum fjölgaði fór að bera á skilaboðum þar sem gert er lítið úr henni vegna upprunans. „Algengustu skilaboðin eru þar sem fólk segir að ég sé asnaleg eða kjánaleg en maður getur hunsað þannig skilaboð. En um leið og þetta kemur út í skilaboð þar sem fólk segir að ég sé ekki nógu góð af því ég er útlendingur, þar er rosalega vont,“ segir Donna. „Ég veit um fullt af stelpum sem eru af erlendum upruna og finnst þær ekki vera nógu góðar fyrir íslenskt samfélag. Sem ég tengi rosalega vel við, mér hefur alveg liðið þannig þegar ég var yngri.“Dæmi um skilaboð sem Donna hefur fengið send þar sem lítið er gert úr uppruna hennar.Innflytjendur skíra börn sín íslenskum nöfnum til að sleppa við fordóma Donna segir það sína reynslu að börn innflytjenda upplifi sig vera minna virði en börn sem fædd eru hér á landi. „Fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi eru alveg til staðar þó að það sé kannski ekki sjáanlegt. Segjum að það sé önnur stelpa alveg eins og ég, nema hún er alíslensk, sem er alveg jafn hæfileikarík og ég og alveg jafn fyndin. Mér mun samt alltaf finnast að hún hafi eitthvað forskot því hún er alveg íslensk. Ég veit alveg um nokkra foreldra sem hafa verið að skíra börnin sín íslenskum nöfnum svo þau þurfi ekki að upplifa fordóma eins og þeir gerðu kannski þegar þeir voru yngri,“ segir hún.„Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland“Donna tók þátt í Ungfrú Ísland fyrr á árinu og segist hafa fengið fyrir það nokkra gagnrýni. „Af hverju ertu að taka þátt? Þú ert ekkert að fara að vinna, þú ert útlensk. Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland,“var á meðal þess sem Donna fékk að heyra. „Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta ennþá til? Af hverju er þetta ennþá mál?“ Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. Donna Cruz flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur undanfarna mánuði haldið úti vinsælum Snapchat reikningi þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eins og gengur fær hún margs konar skilaboð í gegnum snjallsímaforritið, en þegar fylgjendunum fjölgaði fór að bera á skilaboðum þar sem gert er lítið úr henni vegna upprunans. „Algengustu skilaboðin eru þar sem fólk segir að ég sé asnaleg eða kjánaleg en maður getur hunsað þannig skilaboð. En um leið og þetta kemur út í skilaboð þar sem fólk segir að ég sé ekki nógu góð af því ég er útlendingur, þar er rosalega vont,“ segir Donna. „Ég veit um fullt af stelpum sem eru af erlendum upruna og finnst þær ekki vera nógu góðar fyrir íslenskt samfélag. Sem ég tengi rosalega vel við, mér hefur alveg liðið þannig þegar ég var yngri.“Dæmi um skilaboð sem Donna hefur fengið send þar sem lítið er gert úr uppruna hennar.Innflytjendur skíra börn sín íslenskum nöfnum til að sleppa við fordóma Donna segir það sína reynslu að börn innflytjenda upplifi sig vera minna virði en börn sem fædd eru hér á landi. „Fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi eru alveg til staðar þó að það sé kannski ekki sjáanlegt. Segjum að það sé önnur stelpa alveg eins og ég, nema hún er alíslensk, sem er alveg jafn hæfileikarík og ég og alveg jafn fyndin. Mér mun samt alltaf finnast að hún hafi eitthvað forskot því hún er alveg íslensk. Ég veit alveg um nokkra foreldra sem hafa verið að skíra börnin sín íslenskum nöfnum svo þau þurfi ekki að upplifa fordóma eins og þeir gerðu kannski þegar þeir voru yngri,“ segir hún.„Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland“Donna tók þátt í Ungfrú Ísland fyrr á árinu og segist hafa fengið fyrir það nokkra gagnrýni. „Af hverju ertu að taka þátt? Þú ert ekkert að fara að vinna, þú ert útlensk. Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland,“var á meðal þess sem Donna fékk að heyra. „Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta ennþá til? Af hverju er þetta ennþá mál?“
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira