Fleiri fréttir

Bæjarstjórinn í Garðabæ fær afsökunarbeiðni frá Rauða Krossinum

Haft var eftir ónafngreindum viðmælanda í skýrslu Rauða krossinns um um aðstæður aðþrengds fólks í Reykjavík að Garðabær eigi íbúðir í Reykjavík sem séu lánaðar fólki svo það fái heimilisfesti í Reykjavík fremur en í Garðabæ. Rauði krossinn hefur nú leiðrétt þessa staðhæfingu.

Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara

Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi.

Vilja "aftengja tímasprengju“

„Þetta er sprengja og á meðan hún er þarna inni þá tifar hún. Það eru að verða lausir samningar hjá ýmsum stéttum, kennurum og sjómönnum og svo eru allir samningar lausir í vor,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Milljarðatjón hefur lítil áhrif

Nýtt áhættumat um jarðskjálftahættu á Íslandi er komið út. Þar segir að líkurnar séu um 1 á móti 400 að á hverju ári gæti orðið tjón upp á yfir 45 milljarða króna. Viðlagatrygging Íslands sögð standa traustum fótum.

Tóku boði í Fell við Jökulsárlón

Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tekið 1.520 milljóna króna tilboði Fögrusala ehf. í jörðina Fell við Jökulsárlón. Þrjú tilboð lágu fyrir í eignina en Fögrusalir buðu hæst.

Breskir þingmenn í bobba

Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Lögregla sögð hunsa Fellahverfi

Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði.

Benedikt segir Bjarna stýra dagskránni í bili

Bjarni Benediktsson fundaði með þingflokki sínum í gær. Hlé verður á viðræðum um helgina á meðan Bjarni hugsar um framhaldið. Hvorki Óttarr Proppé né Benedikt Jóhannesson funduðu með Bjarna í gær og eru ekki boðaðir á fund.

Hafna hótelstækkun á Mývatni

Umhverfisstofnun leyfir ekki stækkun Hótels Reykjahlíðar, samkvæmt hugmyndum Icelandair Hotels. Heimilar ekki viðamikla uppbyggingu aðeins 50 metra frá Mývatni – langt innan verndarlínu sérlaga.

Átökin í Mosúl hafa harðnað

Stjórnarherinn í Írak hefur hert sókn sína og náð fleiri hverfum á sitt vald. Ekkert er vitað hvar leiðtogi Daish-samtakanna er nú niðurkominn.

Símanum svarað sjaldnar en áður

Gríðarleg óánægja er meðal farþega ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó. Sumir notendur hafa hreinlega gefist upp á því að reyna ná inn í símaverið.

Skemmtiferðaskip streyma á Siglufjörð

„Þetta er allt á mikilli uppleið,“ segir Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar, sem fagnaði á síðasta fundi sínum mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar.

„Þetta eru vandamál sem enginn hefur þorað að tala um“

"Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um,“ segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart.

Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli

Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum.

Kennarar farnir að segja upp

Uppsagnir grunnskólakennara vegna kjaradeilu þeirra og sveitarfélaganna hafa þegar borist Reykjavíkurborg. Í einum skóla hafa þrír kennarar sagt upp. Formaður Félags grunnskólakennara segir kennurum raunverulega nóg boðið og næga vinnu að fá annars staðar.

Bjarni segir ekkert útilokað

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars fjallað um notkun amfetamíns í lækningaskyni, jaradeilu grunnskólakennara og stjórnarmyndunarviðræður.

Dósent í stjórnmálafræði: Í hendi Benedikts hvort það verður mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri

Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn.

Draumur Benedikts, stólaleikurinn og kóngarnir á miðjunni

Það er vika liðin frá kosningum og enn hafa engir flokkar hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þáttastjórnendur Pendúlsins, Snærós Sindradóttir, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og gestur þáttarins, Útsvars-tröllið Jóhann Óli Eiðsson, fóru yfir pólitísku ómöguleikana og spáðu fyrir um það hvaða leiðtogi mun fyrstur gefa eftir málefni sín.

Afganskir flóttamenn flykkjast aftur til heimalandsins

Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum.

Sjá næstu 50 fréttir